Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Atvinnuvega- sýning á tím- um breytinga í HUGUM flestra er atvinnulífið á Vest- fjörðum býsna einhæft og einskorðast við ‘íjávarútveg. Það kem- 'ur því mörgum á óvart að uppgötva við frek- ari athugun, hversu mikil fjölbreytni er ríkjandi og hversu margir nýir vaxtar- sprotar hafa náð að skjóta rótum vestra. Það er enda afar mik- ilvægt. Nútímatækni mun leiða til færri starfa í hefðbundnum sjávarútvegi. Krafa dagsins er krafa um aukna fjölbreytni. Unga fólkið sæk- ir sér æ fjölbreyttari menntun og kýs sér búsetu með hliðsjón af því hvar slík menntun muni nýtast. “TJess vegna er okkur mikilvægt að bregðast við breyttum aðstæðum. Vitaskuld verður sjávarútvegur- inn um ókomin ár höfuðatvinnu- grein okkar fyrir vestan. Við höfum hins vegar orðið fyrir margs konar hremmingum í sjávarútvegi okkar og fiskveiðiheimildir tapast í stór- um stíl. Menn hafa reynt að bregð- ast við með ýmsu móti. Upp hafa risið einstök öflug fyrirtæki sem hafa megnað að bæta við sig afla- heimildum og styrkja stoðir síns jjekstrar með þeim hætti. Annars staðar þekkjum við líka dæmi um breytt eignarhald sem hefur leitt til allt annarra áherslna í rekstri. En ef til vill setur það mestan svip sinn á sjávarútveginn á Vestfjörðum nú um þessar mundir, að vítt og breitt um svæðið eru að spretta upp sjálf- stæðir atvinnurekendur við útgerð smábáta. Þessi útgerð skilar á land miklum verðmætum er treysta mun búsetuna í bráð og lengd. Er óhætt að segja að laga- umhverfið að þessu leytinu hafi reynst sjávarbyggðunum vel. Áhrif bættra samgangna Bættar samgöngur eru sem óðast að opna nýja möguleika í at- vinnusköpun a lands- byggðinni. Á Vest- fjörðum hefur það þegar skilað sér í stærri og fjölmennari atvinnusvæðum, sem hafa orðið til með því að hindrunum á vetrarsamgöngum hefur verið rutt úr vegi. Gildir það jafnt um Sýning Það er því sannarlega á miklum breytingatím- um, segir Einar K. Guðfinnsson, sem Vest- fírðingar efna til at- vinnuvegasýningar um komandi helgi á Isafírði. norðanverða og sunnanverða Vest- firði. Tenging byggðanna á Vest- fjörðum við aðalþjóðvegakerfið er líka að batna. Sem dæmi má nefna að vegalengdin að sumarlagi frá ísafirði til Reykjavíkur er nú rétt um 440 km. Nær daglega allt árið Einar K. Guðfinnsson um kring eru vörur fluttar um land- veg á milli Reykjavíkur og norðan- verðra Vestfjarða. Á allra næstu ár- um verður gjörbylting með uppbyggingu vegar á milli Vattar- fjarðar og Kollafjarðar í A-Barða- strandarsýslu. Allt þetta skapar at- vinnustarfsemi á Vestfjörðum nýja möguleika. Fleiri möguleikar Það er jafnframt ljóst að mögu- leikar til atvinnurekstrar á lands- byggðinni eru stöðugt að verða fleiri. Kemur þar ýmislegt til. Fyrr- greindar samgöngubætur ráða þar miklu. Fjarskiptabyltingin gerir það kleift að starfsemi sé staðsett víðar en áður. Fyrirtæki skynja hag þess að nýta ódýrara atvinnuhús- næði á landsbyggðinni. Enn verður það hagkvæmara þegar breytt verður lögum um fasteignagjöld og þau munu lækka mjög mikið á landsbyggðinni. Utan höfuðborgar- svæðisins er atvinnumarkaðurinn líka mun stöðugri. Á allt þetta þurf- um við að benda og gera fólki ann- ars staðar ljósa grein fyrir kostum búsetu og atvinnustarfsemi á lands- byggðinni. Margt bendir til þess að hið al- menna atvinnulíf skynji þessar breytingar. Nöturlegt er hins vegar að verða þess áskynja hve ríkisfyr- irtæki og stofnanir hins opinbera eru helfrosnar þegar kemur að því að ræða þessi mál. Glæsileg sýning í ljósi breyttra aðstæðna Það er því sannarlega á miklum breytingartímum sem Vestfirðing- ar efna til glæsilegrar atvinnuvega- sýningar um komandi helgi á Isa- firði. Sem fyrr mun fjöldi fyrirtækja taka þátt og gefa okkur kost á að kynnast starfsemi sinni. Þar munum við sjá hvernig forráða- menn vestfirskra fyrirtækja bregð- ast við breytingunum og hafa áhrif á þróunina. Atvinnuvegasýningin á Vestfjörðum fer nú fram í þriðja sinn. í hin fyrri skipti hefur tekist afar vel til og er því tvímælalaust ástæða til þess að fagna þessu framtaki nú. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Talar barnið mitt óskýrt? MARGIR foreldrar hafa áhyggjur af fram- burði barna sinna. Ef barn getur af einhveij- um orsökum ekki borið ákveðin hljóð fram á vissum aldri er stund- um talað um framburð- argalla eða frávik í framburði. Ástæðumar geta verið mai’gvísleg- ar, s.s. heyrnardeyfa, slök hljóðgreining, seinþroski, líkamlegir ágallar talfæra og um- hverfisáhrif. Stundum er hægt að rekja fram- burðargalla bama til slakrar hreyfigetu tal- færanna, s.s. vöðvaslappleika, tungu- hafts eða svokallaðs verkstols. Þegar um vöðvaslappleika er að ræða getur Mál Með markvissri þjálfun telur Anna María Gunnarsdóttir að hægt sé að koma í veg fyrir ýmis vanda- mál síðar meir. verið gott að styrkja talfærin (t.d. kjálka, varir og tungu) með ýmsum æfingum. í verstu tilfellum getur tunguhaft haft áhrif á framburð ein- stakra hljóða og þá getur þurft að skera á það. Verkstol í talfæram er það kallað þegar röskun verður á skilaboðum frá heilanum til talfær- anna þannig að bamið segir önnur hljóð en það ætlaði sér í upphafi. Flest fjögurra ára böm tala orðið það skýrt að enginn á í vandkvæðum með að skilja þau. Sum þeirra hafa þó ekki náð að læra einstök hljóð á þessum fyrstu fjóram áram. Það er ekki óal- gengt að fjögurra til fimm ára barn eigi í vandræðum með ein- stök hljóð eins og/r/ og /s/ og setji því annað hljóð í staðinn, t.d. „ðúm“ í stað „rúm“ eða „þurnar" í stað „sum- ar“. Sjálfsagt er að reyna að aðstoða þessi börn áður en þau byrja í skóla. Ef um alvar- legri frávik er að ræða hjá börnum á þessum aldri er mikilvægt að hefja talþjálfun hið fyrsta. Með markvissri þjálfun er hægt að koma í veg fyrir ýmis vandamál síðar meir. Sjaldgæft er að þriggja ára börnum sé vísað í talþjálfun vegna framburðarfrávika. I sumum tilvikum getur verið rétt- lætanlegt að hefja talþjálfun á þeim aldri, t.d. ef barnið hefur einungis fá málhljóð á valdi sínu og er þ.a.l. ill- skiljanlegt. Fyrir foreldra er oft langur vegur til talmeinafræðinga. Þrátt fyrir áhyggjur þeirra benda aðilar innan leikskóla og heilsugæslustöðva þeim oft á að bíða róleg því „þetta komi“. Því miður gengur það ekki alltaf eft- ir. Sem betur fer læra þó flest börn málið og málhljóðin án nokkurrar fyrirhafnar. En þau böm sem era sein að ná hljóðunum miðað við jafn- aldra geta þurft aðstoð talmeina- fræðings. Mikilvægt er að barn með framburðarfrávik komi til athugunar hjá talmeinafræðingi. Hann leggur framburðarpróf fyrir og metur hvort og hvenær það þurfi talþjálfun. I langflestum tilvikum skilar þjálfunin skjótum árangri og barnið losnar við aðfinnslur fullorðinna og annaiTa barna. Höfundur er talmeinafræðingur og starfarhjá Talþjálfun Reykjavíkur. Anna María Gunnarsdóttir Bfla má hvfla - á morgun Á MORGUN 22. september verður haldinn evrópskur dag- ur án bfla í 643. bæjum og borgum í Evrópu. Frakkland reið á vaðið méð að halda sérstakan bíllausan dag árið 1998. Ári síðar tók Italía einnig þátt í deginum sem þá náði til 158 borga í þessum lönd- um. í öllum þessum borgum notuðu íbúar almenningssamgöngur nða fóra ferða sinna fótgangandi eða á hjóli. Notkun almennings- samgangna jókst að meðaltali um 10%, hávaði minnkaði og loftgæði jukust. Með Evrópudeginum 22. septem- ber 2000 er ekki verið að úthýsa bíl- um úr borginni heldur hvetja fólk til þess að hugsa upp á nýtt hvernig við notum þá og hvaða aðrir möguleikar era fyrir hendi til þess að komast j TRAMÁ Barnarúm leiðar sinnar, svo sem að ganga, hjóla eða nota almenningssam- göngur. Hvatinn að deginum er að sífellt fleiri Evrópubúar hafa áhyggjur af loftmeng- un, hávaða og umferð- aröngþveiti í borgum. Samkæmt könnun sem framkvæmdastj órn EvrópusambEmdsins lét nýlega gera höfðu 70% Evrópubúa meiri áhyggjur af loftgæðum árið 1999 en 1994. Borgir fara ýmsar leiðir á morgun til þess beina athyglinni að vandamálum sem vaxandi umferð skapar. Sumar taka frá svæði þar sem fótgangandi og hjólandi vegfar- endur hafa forgang, svo sem hluta miðborgar eða miðborgina alla svo að borgarbúar geti notið hennar án bílaumferðar, endurheimt miðborg- ina sína. Aðrar velja t.d. þá leið að vekja athygli á vandamálum sem bfllinn skapar í borgaramhverfinu til þess að hafa áhrif á viðhorf fólks og að fá borgarbúa til þess reyna vist- vænni ferðamáta. Samtökin „Borgir án bíla“ (Car HÁRLOS Það er óþarfi - fáðu hjálp Þumalína, Pósthússtræti 13 Bílleysisdagur í viðhorfskönnun sem var gerð eftir daginn, segir Arni Þór Sigurðs- son, kom fram að nær allir, eða 97%, voru ánægðir með að slíkur dagur var haldinn. Free Cities), sem Reykjavík tók þátt í að stofna, era meðal þeirra aðild eiga að Evrópudeginum. Samtökin ná nú til um 70 borga í Evrópu. Reykjavík var í fararbroddi þegar haldinn var sérstakur dagur í borg- inni í ágúst 1996 með yfirskriftinni „Bíla má hvfla“. Á þeim degi og á undan var höfðað til borgarbúa um að þeir skildu bílinn eftir heima í einn dag og bent á áhrif umferðar einkabíla á umhverfið og heilsuna og kostnað heimilanna vegna rekstrar bílsins. í viðhorfskönnun sem var gerð eftir daginn kom fram að nær allir eða 97% vora ánægð með að slíkur dagur var haldinn. Reykjavík vill nú aftur vera með í þessu verkefni. Að þessu sinni með því að vekja athygli á Evrópudegin- um sem erlendis ber yfirskriftina „In town without my car!“ en stefna að því að taka þátt af fullum krafti árið 2001 og þá hugsanlega með beinum Árni Þór Sigurðsson aðgerðum. í því efni kæmi til álita að loka hluta miðborgarinnar fyrir um- ferð einkabíla að því gefnu að al- menn samningar næðust um slíkar aðgerðir við hagsmunaaðila þar, svo sem kaupmenn og atvinnurekendur. Reykjavíkurborg vill hvetja starfsmenn sína, sem og aðra Reyk- víkinga, sem vanalega fara til vinnu eða skóla á einkabílum, til þess að nýta aðra möguleika en bílinn á þess- um tiltekna degi. Vaxandi umferð í borginni, slys og áhrif á umhverfið er okkur öllum áhyggjuefni og vanda- mál sem við munum þurfa í vaxandi mæli að taka á. Árangurinn í þeim efnum byggist fyrst og fremst á víð- tækri samstöðu ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga. Evrópudagurinn „Bíla má hvfla“ er viðleitni til að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Höfundur er formaður skipulags- og umferðamefndar Reykjavikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.