Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐífí MINNINGAR FIMMTUDAGUK 21. SEPTEMBER 2000 4 i ........t unni, hvað þú værir samviskusam- ur og umfram allt heiðarlegur ungur maður. Við vorum hreykin af þér þegar þú kláraðir fasteigna- námið samhliða álagsvinnu á auglýsingadeildinni í desember sl. Eg man eitt kvöldið þegar ég kom niður á Morgunblað, þú varst á kvöldvakt og við lentum á spjalli. Þú varst svo ánægður að segja mér frá íbúðinni sem þið Helga voruð að kaupa og hvað þið ætluð- uð að gera áður en þið flyttuð inn. Þú gerðir grín að sjálfum þér, að þú yrðir ekki lengi að flytja, þvi þú ættir nú bara rúmið þitt. En það sem ég skynjaði eftir spjallið var hvað þú varst ánægður með hana Helgu. Takk fyrir að hafa verið svara- maður hjá Matthíasi þegar við giftum okkur á gamlársdag sl. Þið voruð glæsilegir bræðurnir. Elsku Helga, elsku Sigrún, Björn, Oddgeir, Matthías, Birna, Hildur og fjölskyldur, megi góður guð veita okkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Anna Elínborg. Elsku Stjáni minn, ég man þeg- ar ég sá þig fyrst, þú varst tíu ára, ég sá þig tilsýndar þar sem þú komst til að tala við Ogga stóra- bróður þinn. Þú varst með eld- rauðar eplakinnar eftir að hafa leikið þér í snjónum. Eftir að hafa horft smástund á þig færðist yfir mig bros, þú varst svo sætur. Seinna þegar ég og Oggi byrjuðum að búa í efra-Breiðholti lá leið þín til okkar. Þú komst oft eftir skól- ann og settist niður með litlu frændsystkinunum þínum, svo ró- legur og blíður. Það er eins og gerst hafi í gær allar minningarnar um þig. En svo fengum við frétt um and- lát þitt, við erum harmi slegin. Hvernig gat þetta gerst, þar sem framtíðin var þín, svona ungur og hraustur. Þetta er svo óréttlátt. Spurningarnar hrannast upp. Elsku Stjáni, ég vil trúa því að Guð ætli þér stærra hlutverk ann- ars staðar. Því þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Ég er þakklát forsjóninni fyrir góðan dreng sem færði öllum bros og hlýju. Guð geymi þig Kristján. Elsku Helga, Sigrún, Björn, Soffía, Jón, systkini, ættingjar og vinir, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börn þín svo blunda rótt. (M. Joch.) Rósa Ingibjörg Jónsdóttir og fjölskylda. Það er erfitt að sætta sig við að vinur okkar og fyrrverandi sam- starfsfélagi skuli vera fallinn frá langt um aldur fram. Kristján var góður félagi og áttum við margar góðar stundir saman, bæði í vinnu og utan hennar. Samstarfi okkar lauk í byrjun júlí, þegar Kristján hóf störf á fasteignasölu, orðinn löggiltur fasteignasali. Það nám hafði hann stundað ötullega með vinnu og lauk náminu með prýði í vor. Við vorum svo lánsamar að fá að hitta Kristján og Helgu við opn- un fasteignasölunar og áttum þar skemmtilega samverustund, sem er okkur mjög dýrmæt núna. Helgu, ættingjum hans og öllum þeim sem eiga um sárt að binda sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Eftir standa góðar minningar um góðan vin og þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynn- ast honum Kristjáni. Guð geymi þig- Elín og Helga. Það var einn góðan haustdag 1978 að ég átti að hefja skóla- göngu mína. Stóri bróðir minn átti að fylgja mér upp að skólanum en skildi mig eftir hjá grindverkinu rétt hjá skólanum. Þar stóð ég og grét mikið. Þá kom allt í einu kona að nafni Sigrún (mamma Krissa) með jafnaldra minn Kristján. Hún huggaði mig og fylgdi mér í skól- ann. Á þessu augnabliki byrjaði vinátta mín og Krissa eins og ég hef kallað hann öll okkar ár sem við áttum saman. Við vorum skóla- bræður allan grunnskólann, í Breiðholtsskóla. Okkar vinátta var mjög góð þessa tvo áratugi sem við þekktumst, það gekk á með skini og skúrum. Þú varst sannur vinur og þér get ég ekki gleymt, þín minning verður alltaf í mínu hjarta, kæri vinur. Guð blessi þig. Þinn vinur að eilífu, Þorbjörn Unnar Oddsson (Bjössi). Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Helga okkar, megi allir sterkir andar hjálpa þér í gegnum þessa miklu sorg sem var svo ótímabær. Minningin um Krissa mun ætíð lifa í huga okkar. Öllum ættingjum og vinum vott- um við okkar dýpstu samúð. Sigrún, Sigurður og Harpa Sif. varalaust. Óhætt er að segja að maður lærir að meta lífið að nýjú og hættir að taka hlutina sem sjálfsagða þegar svona áfall dynur yfir, við erum víst ekki svo af guði gerð að við vitum hvenær kallið kemur. Fyrstu kynni okkar af Kristjáni voru er við stunduðum saman nám við Háskóla íslands til löggildingar í fasteignasölu. Þá strax vakti eftirtekt okkar að þar fór mjög hæglátur en ákveðinn og góður námsmaður. Kristján var ekki mikið fyrir að vera áberandi, heldur ávann hann sér virðingu og jákvætt álit annarra með ljúf- mennsku og góðri framkomu. Hann var með okkur frá stofnun fyrirtækisins og reyndist mjög góður og skemmtilegur starfsmað- ur. Kristján var mikill húmoristi og mjög gaman að fá að kynnast honum smám saman og sjá betur og betur hversu góður drengur hann var. Því miður, Kristján, átt- um við ekki því láni að fagna að fá að njóta samvista við þig eða starfskrafta þinna nema í stuttan tíma, en fyrir þann tíma viljum við þakka þér og óhætt er að segja að við erum ríkari eftir í skugga frá- falls þíns. • Unnustu, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum viljum við votta okkar dýpstu samúð á þess- um erfiðu tímum og biðjum guð að geyma góðan dreng. Eigendur og starfsfólk fast- eignasölunnar fasteign.is. Kveðja til vinar. Ef þú kæri vinur værir blóm á engi eitt af þúsundum fallegra blómstrandi blóma þá myndi ég velja þig. Það var haustið 1998 að Kristján hóf störf á auglýsingadeild Morg- unblaðsins. Hann varð fljótt einn af hópnum, duglegur samstarfsfé- lagi sem gott var að vinna með og spjalla við. Hann var alltaf tilbúinn til að aðstoða, jákvæður og þægi- legur í öllu samstarfi, traustur fyr- ir með sína djúpu rödd. Kristján var metnaðarfullur og það virtist ekki vefjast fyrir honum að ljúka kröfuhörðu námi með vinnunni, og fyrr en varði hafði hann lokið lög- gildingarprófinu. Við kvöddum hann í sumar með söknuði þegar hann færði sig yfir á nýjan vinnu- stað en glöddumst þó yfir því að geta haldið áfram sambandi og heyrt í honum reglulega í gegnum nýja starfið hans. Það var dýr- mætt að fá að gleðjast með honum og nýjum starfsfélögum í opnunar- hófi fasteignasölunnar, og þarna sáum við ungan mann sem fram- tíðin virtist brosa við og allir möguleikar standa opnir. Fátt er eins þungbært og þegar ungt fólk í blóma lífsins fellur frá, og missir fjölskyldu Kristjáns og unnustu hans er mikill. Við viljum færa þeim okkar innilegustu sam- úðaróskir. Minningin lifir um góð- an dreng. Starfsfélagar á auglýsinga- deild Morgunblaðsins. Góður drengur er fallinn frá. Það dró skyndilega fyrir sólu þeg- ar þær fregnir bárust okkur að þú værir kominn til framtíðarheim- kynna, svona ungur, svona fyrir- Ef þú kæri vinur værir málverk sem prýddi vegg í stóru listasafni þá myndi ég velja þig til að prýða heimili mitt. Ef þú kæri vinur værir rifierk eitt af þúsundum ritverka í hillu í verslun þá myndi ég veþa þig til að lesa og vera á besta stað í bókahillunni minni. Ég k\'eð þig með trega og tárum kæri vinur og þú veist að minning þín mun ætíð lifa í huga mér og hjarta. Guð blessi minningu þína. Rebekka Símonardóttir. GARÐH EIMAR BLÓMABÚO STtKKJARBAKKA 6 ^ SÍMI 540 3320 ^ Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is | Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan . , ^ „,.-'y sólarhringinn. Wmm: t * Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja /Uga\cV’ ÚTFARARSTOFA KIRKIUGARÐANNA EHF. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS BAKKMANN ANDRÉSSON frá Drangsnesi, Suðurgötu 121, Akranesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. septem- ber. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sófus Magnússon, Andrés Magnússon, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR frá Baldurshaga, Vestmannaeyjum, Hjálmholti 3, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 17. september, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 22. september kl. 13.30. Ólöf Erla Óladóttir, Ari Bergmann Einarsson, Sigrún Fríða Óladóttir, Ævar Guðmundsson, Einar Baldvin Arason, Sigríður Sunna Aradóttir, Óli Vernharður Ævarsson, Þórunn Ævarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Lóa Ágústsdóttir. + Hjartkær unnusti minn, sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og tengdasonur, KRISTJÁN BJÖRNSSON löggiltur fasteignasali, Langholtsvegi 186, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 21. september, kl. 13.30. Helga Berglind Valgeirsdóttir, Sigrún Oddgeirsdóttir, Björn B. Kristjánsson, Oddgeir Björnsson, Rósa I. Jónsdóttir, Matthías Björnsson, Anna E. Gunnarsdóttir, Birna Rún Björnsdóttir, Hildur Rún Björnsdóttir, Hallur G. Hilmarsson, systkinabörn, Soffía R. Ragnarsdóttir, Valgeir Ingi Ólafsson, Kristín Anný Jónsdóttir, Jón Ómar Valgeirsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, INGIBJÖRG HJARTARDÓTTIR, Blesugróf 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á MS-félagið. Björn Jóhannsson, Anna Hjördís, Kyle Kledis, Ingunn Hafdís, Kári H. Einarsson, Birna Dís, Steingrímur Ó. Einarsson, Ingi Björn, Ari Bragi og Einar Húnfjörð, Unnur Hjartardóttir, Steindór Hjörleifsson, Hjörtur Örn Hjartarson, Hrefna Hrólfsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT ÁGÚSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, Mosabarði 2, Hafnarfirði, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 14. september, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 22. september kl. 15.00. Júiíus Hinriksson, Sigrún Júlíusdóttir, Guðmundur Kort, Katrín Gerður Júlíusdóttir, Gylfi Norðdahl, Valgerður Júlíusdóttir, Jens Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ...................—... i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.