Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. SERTKMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vestmannaeyingar nidur Athafnamenn bæjarins verða varla lengi að koma eina þingmanni kjördæmisins sem þorði að strögla íþessu máli á stall. Aðalmiðstöð sjúkraflugs verður á Akureyri AÐALMIÐSTÖÐ sjúkraflugs verð- ur á Akureyri samkvæmt útboðslýs- ingu vegna sjúkra- og áætlunar- flugs sem lokið er á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, og liggur hún frammi hjá Ríkis- kaupum til sölu og sýnis. I útboðslýsingu er gerð sú al- menna krafa að tveir flugmenn skuli vera í áætlunar- og sjúkra- flugi. Auk þess er ætlast til að flug- rekandi hafi a.m.k. eina 16 manna flugvél til taks í áætlunarflugi allt árið og aðra um sumarmánuðina vegna Grímseyjarflugs. í útboðslýs- ingu eru gerðar ríkar kröfur um tæknilegan búnað og getu vélanna. Samkvæmt tilkynningu frá heil- brigðisráðuneytinu hefur verið unn- ið að útboðslýsingunni frá því fyrr í sumar og sé um að ræða samstarf- sverkefni á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, sam- gönguráðuneytis, Tryggingastofn- unar ríkisins og Flugmálastjórnar, sem Ríkiskaup sá um. Tillit tekið til ábendinga Drög að útboðslýsingu voru form- lega send til umsagnar til heilbrigð- isstofnana, tiltekinna sveitarfélaga og flugrekstraraðila í júlí, en auk þess hafi fjölmörgum verið gefinn kostur á að segja álit sitt á drögun- Ný og skemmtilega hönnuð staeða frá Pioneer sem hverfur léttilega í landslagið heima hjá þér, festist hæglega á vegg og er kraftmikil prýði hvar sem er. etJag NSF-10 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilinn bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Djúpbassi BRÆOURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.ls um. Farið var yfir athugasemdir og ábendingar og var tekið tillit til þeirra á ýmsan hátt. I tilkynning- unni segir að af hálfu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hafi verið lögð áhersla á að með útboði væri sjúkraflug í landinu tryggt með hagsmuni allra landsmanna í huga, að sjúkraflugið hefði tafar- lausan forgang, að aðalmiðstöð sjúkraflugsins væri á Akureyri og að fullt tillit væri tekið til öryggis- og heilbrigðissjónarmiða. Stefnt sé að því að heilbrigðisstarfsmenn fari í auknum mæli með sjúkraflugvél- um til þeirra byggðarlaga þar sem aðeins er einn læknir. Læknir stað- arins þurfl því ekki að yflrgefa héraðið. Sjúkraflutningamenn á Ak- ureyri hafl farið í sjúkraflug á þenn- an hátt og hafl það reynst mjög vel. Gerð krafa um tvo flugmenn I útboðslýsingu er gerð sú al- menna krafa að tveir flugmenn skuli vera í áætlunar- og sjúkra- flugi. Auk þess er ætlast til að flug- rekandi hafi a.m.k. eina 16 manna flugvél til taks í áætlunarflugi allt árið og aðra um sumarmánuðina vegna Grímseyjarflugs. Segir í til- kynningu ráðuneytisins að þessi skilyrði gildi um norðursvæðið eins pg það sé skilgreint í útboðslýsingu. í útboðslýsingu séu gerðar ríkar kröfur um tæknilegan búnað og getu vélanna. Útboðssvæðin eru fjögur, þ.e. norður-, suður-, Vest- fjarða- og Vestmannaeyjasvæði. Hverju svæði tilheyrir eitt aðal- sjúkrahús sem sjúklingar skulu að jafnaði fluttir til, nema annað komi fram í beiðni heilbrigðisstarfs- manns um sjúkraflug. Þungi áætl- unarflugsins er innan norðursvæðis, en árstíðabundið áætlunarflug er þó innan Vestfjarðasvæðis. Hægt er að bjóða í öll svæðin eða tiltekin svæði miðað við þau skilyrði sem tilgreind eru. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkis- kaupum 23. október nk. að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Stefnt er að því að nýir samn- ingar til þriggja ára taki gildi um áramótin. Utboðið er auglýst á EES-svæðinu. Ráðstefna um upplýsingatækni Hjúkrunarfræð- ingar þinga Ásta Thoroddsen DAG klukkan 13.00 verður haldin ráð- stefna um upplýs- ingatækni og hjúkrun á Grand Hótel í Reykjavík. Það er hjúkrunarfræði- deild Háskóla íslands sem stendur fyrir ráðstefn- unni. Ásta Thoroddsen lektor hefur haft umsjón með undirbúningi og var spurð hvert væri helsta markmið ráðstefnunnar? „Tilgangurinn er að kynna fýrir hjúkrunar- fræðingum og öðru fag- fólki nokkra af möguleik- um upplýsingatækn- innar.“ - Hvaða möguleika opn- arhún t.d. í hjúkrun ? „Upplýsingatækni skapar möguleika á að fræða sjúklinga eða skjólstæð- inga og miðlar upplýsingum inn í hjúkrunarstarfið. Upplýsinga- tækni hefur opnað nýjar víddir í að nýta gögn úr hjúkrun til þess að bæta þjónustu og skapa nýja þekkingu. Þessi tækni skapar líka alveg nýja möguleika í kennslu, ráðstefnan sprettur ein- mitt upp úr því. Upplýsingatækn- in skapar og nýja möguleika í fjarlækningum og fjarheilbrigðis- þjónustu. Af því að byggðir eru svo dreifðar á íslandi þarf að færa þjónustuna heim í hérað til fólksins en fagmenntað fólk á öll- um sviðum er ekki í hverju hér- aði. Þessi tækni skapar nýja möguleika, bæði fyrir þá sem búa á viðkomandi stað og líka fyrir þá sem eiga að þjóna íbúunum. Þetta nær auðvitað til margvíslegra sviða auk heilbrigðisþjónustunn- ar.“ - Hvað fer fram á ráðstefnunni í dag á Grand Hótel? „Fyrirlesararnir eru allir hjúkninarfræðingar. Fjallað verður um Netið sem samskipta- leið í kennslu, sem upplýsinga- miðlun til sjúklinga og aðgengi að upplýsingum fyrir hjúkrunar- fræðinga. Stór hluti erinda fjallar um rafræna skráningu í hjúkrun. Einnig verður fjallað um gagna- grunn á heilbrigðissviðien hann hefur skapað alveg nýja mögu- leika til að bæta þekkingu í hjúkr- un. En til að það sé unnt verður að búa upplýsingar úr hjúkrun út á þann veg að hægt sé að nýta þær á rafrænan hátt. Til þess þurfa upplýsingar að vera kóðað- ar, það er ekki hægt að nota frjálsan texta. Mikil umræða hef- ur átt sér stað meðal hjúkrunar- fræðinga um flokkunarkerfi í hjúkrun." -Hvernig eru svona upplýs- ingar flokkaðar? „Það sem skráð er um ástand sjúklings eða hjúkrunarvandamál hans er skráð með stöðluðum hætti. Á sama hátt er hjúkrunar- meðferð skráð með aðstoð flokk- unarkerfa sem og árangur með- ferðar. Mikil þróun hefur átt sér stað í þessum efnum í hjúkrun á undanförnum árum á alþjóðavett- vangi. Þessi tækni hef- ur skapað möguleika á að bera saman hjúkrun á milli landa eða lands- væða. Tilgangurinn með því að skrá þetta svona er meðal annars að geta sýnt fram á hvað hjúkrun kostar og hvort munur er á hjúkrunarþjónustu frá einum stað til annars." -Er það vandiega skipulagt hvað er skráð niður um sjúkiinga, eru þaðalltaf sömu atriðin? „Það eru ákveðnir lyklar sem reynt er að fylgja alltaf. En svo eru aðrar upplýsingar að auki en ► Ásta Thoroddsen fæddist í Reykjavík 24. apríl 1953. Hún lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1973 og B.S.-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 1979. Hún hefur einnig lokið meistaraprófi frá Rochesterháskóla í New York 1989. Ásta hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur og er nú lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands. Hún er gift Bolla Héðinssyni hagfræðingi og eiga þau fjögur börn. maður nálgast þær líka út frá kerfisbundinni flokkun. Miklu máli skiptir þó að nálgunin sé á einstaklingsbundinn hátt, t.d. sé aflað upplýsinga um hversu sjálf- bjarga hver og einn er. Áfram- haldið ræðst svo talsvert af þeim upplýsingum." - Hvað er fleira á dagskrá ráð- stefnunnar? „Með tilkomu gagnagrunns á heilbrigðissviði hafa hjúkrunar- fræðingar rætt um hvernig þeir geti best nýtt gagnagrunna. Kynntir verða RAI-gagnagrunn- ar. Einnig sagt frá upplýsingum sem Landlæknisembættið lætur sjúkrastofnanir safna. Þar er litl- ar upplýsingar um hjúkrun að flnna. Á ráðstefnunni verða kynntar leiðir til þess að bæta úr slíku. Þá verða kynntar hug- myndir um samræmda skráningu á öllu landinu, m.a. í mæðra- vernd. Rætt verður um mikilvægi skráningar og þá möguleika sem rafræn skráning skapar. Síðasta umfjöllunarefni á ráðstefnunni er um rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðhorfum hjúkrunar- fræðinga til tölvuvæðingar." -Er þetta efni sem brennur mjög á hjúkrunarfræðingum nú um stundir? „Já, það er óhætt að segja það. Sjúkraskráin er að verða rafræn og til að sem best mynd skapist af ástandi sjúklings þurfa upplýs- ingar um hjúkrun hans að liggja fyrir ásamt upplýsingum frá læknum og öðrum heilbrigðis- starfsmönnum sem annast hann. Unnið er að því í heil- brigðisráðuneytinu að semja kröfulýsingu fyrir rafræn sjúkra- skrárkerfi og miklu skiptir að hjúkrunar- upplýsingar verði hluti af því verkefni. Þess má geta að ráðstefna þessi sprettur upp úr námskeiði sem haldið var sl. vor á vegum hjúkr- unarfræðideildar H.Í., háskólans í Örebro í Svíþjóð, háskólans í Ósló og háskólans í Iowa. Þetta var net- og fjarkennslunámskeið sem 60 hjúkrunarfræðingar frá þessum löndum tóku þátt í.“ Miklu skiptir að nálgunin sé á einstakl- ingsbundinn hátt i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.