Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAG UR 21. SEFI'EMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ t8 Come On Over Christina Aguilera Carmen Queasy Maxim ■ 10 Disappear Metallica 11 Could I Have This Kiss Forever Whitney & Enrique JL 12 Lets Get Loud Jennifer Lopez | 13 Jumpin Jumpin Destinys Child 14 Music Madonna I 15 Try Again Aaliyah t16 Rock Superstar Cypress Hill 17 Change Deftones 18 Shackles Mary Mary 19 The One Backstreet Boys 20 Get Along With You Kelis Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. ® mbl.is topp20 SKJÁREINN Getgátur uppi um flugslys í Mexíkóflóa AP Thad Allen, starfsmaður bandarísku strandgæslunnar, bendir fréttamönnum á hvar kúbanska flugvélin fór í sjdinn en bandarisk yfirvöldu höfðu í gær hug á að yfirheyra farþega vélarinnar um för þeirra. Flótti eða flugrán kúbanskrar vélar? Havana, Miami, Key West. AP, AFP. KÚBÖNSK flugvél fór í sjóinn í Mexíkóflóa á þriðjudag og náði áhöfn nærliggjandi fraktskips að bjarga níu þeirra tíu Kúbumanna sem um borð voru í vélinni, en einn fannst látinn í sjónum. Ýmsar spurningar hafa vaknað í kjölfar slyssins um ferðalag vélarinnar þar sem upplýsingar hafa allar þótt mjög brotakenndar. í gær lá til að mynda ekki fyrir hvort um flugrán hefði verið að ræða, líkt og kúbönsk yfirvöld hafa haldið fram, hvort farþegar og flug- maður vélarinnar hafi verið á flótta til Bandaríkjanna, eða hvort vélin hafi einfaldlega villst af leið. Skömmu áður en vélin fór í sjóinn höfðu flugmálayfirvöld á Kúbu haft samband við flugmálayfirvöld Bandaríkjanna og_ tilkynnt um mögulegt flugrán. Á þeim tíma var talið að allt að 18 manns hefðu verið um borð í vélinni og hafa yfirvöld á Kúbu enn ekki viljað staðfesta fjölda farþega. Fjarskiptasamband við vélina, sem var rússnesk smíð af gerðinni Anotonov AN-2, slitnaði síðan um 15 mínútum síðar og lenti vélin í sjónum um 80 km vestur af strönd Kúbu. Ekki lá í gær fyrir hvort vélin hefði hrapað eða lent vegna elds- neytisskorts, en flugstjórnarmenn í Havana á Kúbu höfðu áður tilkynnt flugumferðarstjórn á Miami að flug- maður vélarinnar hefði sagst aðeins hafa eldsneyti í hálfa aðra klukjku- stund. Að sögn Konstantinos Kal- atgis, skipstjóra flutningaskipsins Chios Dream sem kom nímenning- unum til hjálpar, hringsólaði vélin um tíma yfir skipinu áður en hún losaði sig við kassa í sjóinn og hrap- aði skömmu síðar sjálf. Fólkið slapp flest með minniháttar meiðsl, utan einn mann er sendur var á sjúkra- hús í Flórída með alvarlega höfuð- áverka. Síðdegis í gær var enn ekki búið að yfirheyra Kúbumennina - þrjá karlmenn, þrjár konur og þrjú börn - um ferðalag þeirra, en búist var við að starfsmaður bandarísku Al- ríkislögreglunnar (FBI) hæfist fljótlega handa. Ýmsar getgátur voni því í gær uppi um ferðalag vél- arinnar þótt yfirvöld á Kúbu segðu ekki ljóst hverjir farþegar og flug- maður vélarinnar hefðu verið. Flótti eða flugrán? Aina Cepero, kúbanskur flótta- maður á Flórida, taldi þó víst að tveir bræður hennar hefðu verið meðal farþega vélarinnar. „Þau komu af fúsum og frjálsum vilja,“ sagði Cepero. Tengdaforeldrar Lenin Iglesias Hernandez, sem tal- inn er hafa verið flugmaður vélar- innar, voru ekki alveg jafn viss. En Hernandez, sem hafði þann starfa að úða eitri úr flugvél yfir akra, náði í konu sína og tvo syni á flugvöllinn á Pinar del Rio áður en vélin hélt yfir hafið. „Hún talaði aldrei um að gera þetta, ekki einu sinni í gríni,“ sagði Jorge Martinez, bróðir Mercedes Martinez, eiginkonu Hernandez. Að sögn bandarísku strandgæsl- unnar kann vélin þá að hafa villst af leið þar sem hún var á vesturleið burt frá bæði ströndum Kúbu og Bandaríkjanna. kynningarafsláttur af serpöntunum frá 16-23 sept. Vönduð húsgögn frá heimsþekktu fyrirtækí á frábæru verði! Kirsuber Hlynur Beyki Tekk Palesander iSJh usgogn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.