Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 E 23
Þrjátíu þús-
und munn-
hörpur
Ríkissjónvarpið sýndi nýverið þátt um
Þingholtin, húsagerð og ýmsan fróðleik um
íbúa hverfísins. Pétur Pétursson ritar um
A. Obenhaupt, sem meðal annars reisti
Esjuberg og stundaði kaupsýslu.
RÍKISSJÓNVARPIÐ sýndi nýverið
þátt um Þingholtin, húsagerð og ýms-
an fróðleik um íbúa hverfísins. I þætt-
inum var m.a. minnst á reisulegasta
húsið, sem prýðir hvei-fið, Esjuberg.
Það var reist af A. Obenhaupt, þýsk-
um gyðingi, sem hér stundaði
kaupsýslu um skeið. Hann var rang-
lega nefndur Oberhaupt. Þótt sitt-
hvað væri á huldu um feril Oben-
haupts má þó lesa sér til um ýmislegt
athyglisvert í frásögum samtíðar-
manna hans og þeirra sem áttu við
hann skipti. Vilhjálmur Finsen sendi-
herra ritar fjörlega frásögn um Oben-
haupt í bók sinni „Alltaf á heimleið".
Obenhaupt reisti fleiri hús en Esju-
berg. Má þar nefna húsið nr. 4 við
Hverfisgötu, sem síðar var kennt við
Garðar Gíslason. Það var reist af
Obenhaupt. Einnig hús við Suður-
Hannes Jónsson kaupmaður
keypti 30 þúsund Hohner-
munnhörpur af A. Obenhaupt
stórkaupmanni.
Morgunblaðið/Sverrir
Esjuberg við Þingholtsstræti var reist af A. Obenhaupt stórkaupmanni
en selt Ólafí Johnsyni er Obenhaupt fluttist af landi brott.
götu, þar sem Raflampagerðin var
síðar til húsa. Það var einnig reist af
Obenhaupt. Elínmundur Ólafs, fram-
taksmaður og fullhugi af Seltjamar-
nesi, sá sem síðar keypti Keflavíkur-
eignina, var um skeið skrifstofu-
maður hjá Obenhaupt, fyllti út
tollskýrslur og þessháttar pappíra og
sinnti erindum stórkaupmannsins.
Ábatasöm
viðskipti
Þá má geta þess að afi Sólveigar
Pétursdóttur dómsmálaráðherra,
Hannes Jónsson kaupmaður, sem síð-
ar var kenndur við Ásvallagötu og
„Óðinshana", stundaði ábatasöm við-
sldpti við Obenhaupt. Einna minnis-
stæðust verður frásögn Hannesar af
munnhörpukaupum hans. Kemur þá í
hugann saga Halldórs Laxness um
naglbítana tvöhundruðþúsund.
Hannes segist hafa keypt afarmik-
ið af vörum hjá Obenhaupt bæði af
birgðum og af vörum sem kaupmað-
urinn pantaði. „Þegar Disconto og
Revisionsbankinn danski fór varð
Obenhaupt hræddur og skipaði að
selja allar birgðir hér. Þá keypti ég
um 30 þúsund munnhörpur fyrir lágt
verð,‘( segir Hannes Jónsson í endur-
minningum sínum. Um þessar mund-
ir sungu Reykvíkingar: „Hér er allt til
reiðu, Gvendur spilar á greiðu." Nú
voru munnhörpur bomar að músik-
vörum á hverju heimili landsins að
heita má, þökk sé Obenhaupt og
Hannesi.
Hannes segir Obenhaupt hafa ver-
ið hálærðan verslunarmann, sem
smákaupmenn hafi laðast að. Hann
var af þýskum ættum gyðinga, reglu-
samur og strangur í viðsldptum, en
svo áreiðanlegui- að enginn efaðist um
heiðarleika hans. „Hann bætti versl-
unina mjög,“ segir Hannes.
Eftirsóttar vörur
Þá nefnir Hannes dæmi þess hve
kaupmenn hafi sóst eftir vöram
Obenhaupts. Jón í Vaðnesi lét sig ekki
vanta við dyrnar hjá Obenhaupt þeg-
ar sykurbirgðir vora seldar þar.
Gagnstætt lofsyrðum HannesaJfc
Jónssonar sem hrósar Obenhaupt og
hælir á hvert reipi segir Vilhjálmur
Finsen að hann hafi verið þýskur gyð-
ingur og „það ekki af betri endanum“.
„Obenhaupt fór vitanlega að versla;
„kaufen und verkaufen" (kaupa og
selja) er orðtak gyðinga, hvar sem
þeir eru á hnettinum. Hann flutti með
sér sýnishora af allskonar vamingi,
leigði stóra íbúð í Thomsenshúsi, þar
sem síðar var Hótel Hekla, og barst
mikið á. Hann drakk nær ekkert sjálf-
ur, en hann veitti meir en almennt
gerðist í Reykjavík þá. Þegar kaup-
menn komu að skoða sýnishomin, var
þeim ævinlega boðið inn í stofu og
flaskan þá dregin upp. Svo var farið
að tala um „Businessinn".
Obenhaupt var þá ókvæntur, en
seinna kom hann heim með þýska
konu af sama kynflokki og hann,
vegnaði ágætlega, hann auðgaðist
áreiðanlega þrátt fyrir íburðinn,“ seg-
ir Finsen.
Magnús Sigurðsson bankastjóri
annaðist sölu húseigna fyrir Oben-
haupt er hann ákvað mjög skyndilega
að hverfa af landi brott. Seldi hann þá
„í æðiskasti“ verslunarhús og „vill-
una“, sem hann hafði látið reisa í
Þingholtsstræti, „fegursta hús bæjar-
ins, bæði innan og utan“, að sögn Vil-
hjálms Finsens. v
Obenhaupt auglýsti ævinlega í Vísi.
Honum var illa við Morgunblaðið,
segir Finsen.
Höfundur er fyrrvenuidi þulur.
Dagbók
Háskóla
íslands
Dagbók Háskóla íslands 25. sept.-l.
okt. 2000 Ailt áhugafólk ervelkomið á
fyrirlestra í boði Háskóla íslands. ít-
arlegri upplýsingar um viðburði er að
finna á heimasíðu Háskólans á slóð-
inni: http:/Avww.hi.is/stjom/sam/dag-
bok.html
Málstofa í þjúkrunarfræði Mánu-
daginn 25. september 2000, kl. 12:30 í
stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu
34. verður haldin málstofa á vegum
Rannsóknastofnunar í hjúkrunar-
fræði. Hertha W. Jónsdóttir, hjúkr-
unarkennari og fyrrverandi hjúkrun-
arframkvæmdastjóri Bamaspítala
Hringsins flytur fyrirlesturinn: Þró-
un hjúkmnar á Bamaspítala Hrings-
ins 1980 - 1998 Málstofan er ölium
opin.
Meistaraprófsfyrirlestur hjá um-
hverfis- og byggingarverkfræði-
skor: Þriðjudaginn 26. september
nk., kl. 17:00 í stofu 157 í VR-II,
Hjarðarhaga 2-6, flytur Pálína Gísla-
dóttir M.S.-fyrirlestur sem ber heit-
ið: Tímaháðar formbreytingar í for-
spenntum einingum. Fyrirlesturinn
er öllum opinn. Efnisútdrátt er að
finna á slóðinni: http://www.hi.is/
stjom/sam/meistaraprof.htm.
Fyrirlestur um meistaraprófs-
verkefni við Verkfræðideild Háskóla
Islands.
Þriðjudaginn 26. september kl.
13:15 mun Arnór Bergur Kristinsson
halda fyrirlestur á vegurm Raf-
magns- og tölvuverkfræðiskorar um
rannsóknarverkefni sitt til meistara-
prófs við skorina. Verkefnið ber heitið
Local Area Augmentation System
LAAS, sem nákvæmnisaðflugskerfi
fyrir Akureyrarflugvöll. Fyrirlestur-
inn fer fram í stofu V-248 í húsi Verk-
fræði- og Raunvísindadeilda VR-II,
Hjarðarhaga 2-6. Hann er öllum op-
inn meðan húsrám leyfir.
Er stærðfræðikennslan á villigöt-
um? Miðvikudaginn 27. september í
tilefni af alþjóðlega stærðfræðidegin-
um á alþjóðlega stærðfræðiárinu
2000 verður haldinn opinn umræðu-
fundur í Hátíðarsal Háskóla Islands.
Fundurinn hefst klukkan 17:00 og
ber yfirskriftina: Er stærðfræði-
kennslan á villigötum?
Málstofa sálfræðiskorar Miðviku-
daginn 27. september verður fyrsta
málstofa vetrarins í sálfræðiskor
haldin í Odda, stofu 202, kl. 12.00-
13.00. Dr. Patrik ÓBrian Holt, senior
lecturer við rafmagns- og tölvunar-
verkfræðideild Heriot-Watt Háskól-
ans í Edinborg, flytur fyrirlesturinn:
Hvemig má bæta skynjunarkenn-
ingu Biederman’s með reiknilíkönum.
Málstofan verður haldin alla miðviku-
daga í vetur og er öllum opin.
Fyrirlestur um lífupplýsinga-
tækni Miðvikudaginn 27. september,
kl. 16:00, í kennslustofu 3. hæð
Læknagarði mun Dr. Jotun Hein,
dósent í lífupplýsingatækni við Há-
skólann í Ái-ósum, www.bioinf.au.dk.
flytja fyrirlestur sem hann nefnir:
Statistical alignment. Fyrirlesturinn
er í boði Urðar, Verðandi, Skuldar í
samstarfi við Rannsóknanámsnefnd
læknadeildar H.í. og Rannsóknastofu
í sameinda- og frumulíffræði,
Krabbameinsfélagi Islands.
Meistaraprófsfyrirlestur við _ líf-
fræðiskor raunvísindadeildar H.I.
Miðvikudaginn 27. september kl.
16:00 mun Guðlaug Þóra Kristjáns-
dóttir flytja meistaraprófsfyrirlestur
sinn sem hún nefnir: Fjölbreytileiki
veira í hveravatni. Greining á tveimur
hitakærum bakteríuveh-um. Fyrir-
lesturinn verður haldinn í húsnæði Is-
lenskrar erfðagreiningar Lynghálsi
l,salA.
íslensk fræði í Skólabæ Miðviku-
daginn 27. september kl. 20:30 í
Skólabæ mun Svanhildur Óskars-
dóttir flytja fyrirlestur sem hún nefn-
ir: Fyrirgefðu, en geturðu sagt mér
hvar helvíti er? Um handanheima í ís-
lenskum miðaldaritum. Allir eru
hjartanlega velkomnir á meðan hús-
rám leyfir.
Hagvöxtur um heiminn Fimmtu-
daginn 28. september kl. 17:00 í stofu
101 í Odda mun prófessor Þorvaldur
Gylfason halda opinberan fyrirlestur
á vegum Viðskipta- og hagfræði-
deildar Þorvaldur gegnir nú starfi
rannsóknaprófessors og mun kynna
rannsóknir sínai’ Tækifæri gefst til
fyrirspurna að loknum fyrirlestri.
Málstofa læknadeildar Fimmtu-
daginn 28. september kl. 16:15 í sal
Krabbameinsfélags íslands efstu
hæð mun málstofa læknadeildar fara
fram. Læknanemarnir Bjarni Þór
Eyvindsson, Hannes Jón Lárusson,
Ólafur Ámi Sveinsson og Rúnar G.
Stefánsson kynna 4. árs verkefnin
sín. Málstofan er öllum opin.
Fyrirlestur um lífupplýsinga-
tækni Fimmtudaginn 28. september,
kl. 14:30 í fyrirlestrasal Krabba-
meinsfélags íslands mun Dr. John
Masters, pófessor við University
College London flytja fyrirlestur sem
hann nefnir: Cell line authentication -
development of an intemational ref-
erence standard for authentication of
cell lines using DNA profiling. Fyrir-
lesturinn er í boði Urðar, Verðandi,
Skuldar í samstarfi við Rannsókna-
námsnefnd læknadeildar H.Í. og
Rannsóknastofu í sameinda- og
frumulíffræði, Krabbameinsfélagi ís-
lands.
Fræðslufundur á Keldum
Fimmtudaginn 28. september kl.
12:30 á bókasafni Keldna mun Einar
Jörundsson, dýralæknir Keldum,
flytja erindi sem hann nefnir: Griplu-
frumur (dendritic cells) í húð; hlut-
verk í húðofnæmi.
Málstofa efiiafræðiskorar Föstu-
daginn 29. september 2000 k!.12:20 í
stofu 158, VR-II, Hjarðarhaga 4-6
verður málstofa efnafræðiskorar
haldin. Ólafur Friðjónsson, sam-
eindalíffræðingur, Prokaria ehf,
Keldnaholti 112, Reykjavík, flytur er-
indið: Hitaaðlögun alfa-galaktosidasa
með hjálp hitakærra baktería. Allir
velkomnir.
Líffræðistoftjun kynnir meistara-
prófsfyrirlestra Föstudaginn 29.
september kl. 16:15 í stofu G-6,
Grensásvegi 12 mun Katrín Guð-
mundsdóttir, Rannsóknastofu í sam-
einda- og frámulíffræði, Krabba-
meinsfélagi íslands, flytja
fyiirlesturinn: Erfðabreytileiki sem
áhættuþáttur fyrir brjóstakrabba-
mein. Leit að breytingum í eftirlist-
genum mítósu í brjóstakrabba-
meinsæxlum.
Föstudaginn 29. september mun
Anna Guðný Hermannsdóttir halda
erindið Hitaþolinn amylasi úr fom-
bakteríunni Thermococcus stetteri
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Hann verður haldinn á Lífíræðistofn-
un, Grensásvegi 12, í stofu G-6
kl.l3:15.Öllum er heimill aðgangur.
Doktorsvörn í læknadeild Laugar-
daginn 30. september 2000 fer fram
doktorsvöm við læknadeild Háskóla
íslands. Gunnar Guðmundsson lækn-
ir, ver doktorsritgerð sína „Cytokines
in Hypersensitivity Pneumonitis“,
sem læknadeild hefur metið hæfa til
doktorsprófs. Andmælendur af hálfu
læknadeildar verða, prófessor Helgi
Valdimarsson við Háskóla íslands og
Mark Schuyler M.D. frá University
of New Mexico í Albuquerque í
Bandaríkjunum. Forseti læknadeild-
ar, Reynir Tómas Geirsson, prófessor
stjómar athöfninni.
Doktorsvörnin fer fram í Hátíðar-
sal Háskóla íslands og hefst klukkan
14:00. Öllum er heimill aðgangur.
Námskeið Endurmenntunarstofn-
unar HÍ 20. og 27. sept. og 4. okt. kl.
17:00-19:30.
Að skrifa vandaða íslensku -
Hvernig auka má fæmi við að rita
gott, íslenskt mál Kennari: Bjami Ól-
afsson íslenskufræðingur og mennta-
skólakennari.
25. og 26. sept. kl. 16:00-19:00.
Hugverkaréttindi og auðkenni -
Almennt yfirlit Kennarar: Ásta Valdi-
marsdóttir lögfræðingur, Erla S.
Ámadóttir hrl. og Gunnar Öm Harð-
arson sérfræðingur hjá A.P. Ámasyni.
25. og 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-
20:30.
Árangursrík samskipti Kennarar:
Jóhann Ingi Gunnarsson og/ eða Sæ-
mundur Hafsteinsson sálfræðingar.
25. sept., 28. sept. og 2. okt. kl.
13:30-17:30.
Vefsmíðar I - Fyrir bókasafns-
fræðinga Kennarar: Gunnar Gríms-
son viðmótshönnuður og vefsmiður
hjá Engu ehf. og Sveinn Ólafsson
bókasafns- og upplýsingafræðingur,
Landsbókasafni.
26. -28. septkl. 9:00-12:00.
Hönnun vöruhúsa gagna Kennari:
Sigþór Öm Guðmundsson, íslensku
ráðgjafastofunni.
26. sept. kl. 17:10-21:00, 3. okt. kl.
18:10-22:00 og 5. okt. kl. 17:10-21:00.
Vefsmíðar I, fyrir kennara -
Grunnatriði vefsmíða og mynd-
vinnslu fyrir vefinn Kennari: Gunnar
Grímsson viðmótshönnuður og
vefsmiður hjá Engu ehf.
27. -28.sept. kl. 8:30-17:00.
Verkefnastjómun I - Undirbún-
ingur og áætlanagerð - Grandvall-
aratriði í verkefnastjómun Kennarar:
Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafar-
verkfræðingur og Helgi Þór Ingason
PhD, véla- og iðnaðarverkfræðingur.
27. sept. kl. 8:30-12:30.
Bein markaðssókn - grundvallar-
atriðin Kennari: Sverrir V. Hauksson
aðalráðgjafi og framkvæmdastjóri
Markhússins ehf.
29. og 30. sept og 2. okt. kl. 8:30-
12.30.
Böm, uppeldisaðferðir og náms-
árangur - Uppeldi ungra barna
Kennari: Dr. Sigurlína Davíðsdóttir
lektor við HÍ.
Mánudagar 25. sept. - 20. nóv. kl.
17:00-19:00 (9x).
Stjómun starfsmannamála
(Mannauðsstjórnun) Kennari: Gylfi
Dalmann Aðalsteinsson, MAIR, virm-
umarkaðsfræðingur og stundakenn-
arivið HÍ.
Mán. og mið. 25. sept. - 25. okt. kl.
18:00-19:30 (lOx).
Japanska I - Byrjendanámskeið
Kennari: Tomoko Gamo BA, en hún
hefur sl. fimm ár kennt japönsku á
íslandi.
28. sept. - 24. nóv.
Stýrt sjálfsnám í dönsku, þýsku,
frönsku og spænsku - danska - Um-
sjón: Eyjólfur Már Sigurðsson
D.E.A. forstöðumaður Tungumála-
miðstöðvar HÍ.
28. sept. - 24. nóv.
Stýrt sjálfsnám í dönsku, þýsku,
frönsku og spænsku - þýska - Um-
sjón: Eyjólfur Már Sigurðsson
D.E.A. forstöðumaður Tungumála-
miðstöðvar HÍ.
28. sept. - 24. nóv.
Stýrt sjálfsnám í dönsku, þýsku,
frönsku og spænsku - franska - Um-
sjón: Eyjólfur Már Sigurðsson
D.E.A. forstöðumaður Tungumála-
miðstöðvar HÍ.
28.sept.-24. nóv.
Stýrt sjálfsnám í dönsku, þýsku,
frönsku og spænsku - spænska -
Umsjón: Eyjólfur Már Sigurðsson
D.E.A. forstöðumaður Tungumála-
miðstöðvar HÍ. <•
Vísindavefurinn Hvers vegna? -
Vegna þess! Vísindavefurinn býður
gestum að spyrja um hvaðeina sem
ætla má að vísinda- og fræðimenn
Háskólans og stofnana hans geti
svarað eða fundið svör við.
Leita má svara við spumingum um
öll vísindi, hveiju nafni sém þau nefn-
ast.
Kennarar, sérfræðingar og nem-
endur í framhaldsnámi sjá um að
leysa gátumar í máli og myndum.
Slóðin er: www.visindavefur.hi.is
Sýningar Árnastofnun Stoínun Áma
Magnússonar, Amagarði við Suður-
götu.
Handritasýning er opin kl. 14-16
þriðjudaga til fóstudaga, 1. sept. tiÞ»-
15. maí og kl. 13-17 daglega, 1. júm' til
31. ágúst. Unnt er að panta sýningu
utan reglulegs sýningartíma sé það
gert með dags fyrirvara.
Þjóðarbókhlaða í tilefni af alþjóð-
legri ráðstefnu félags kortasafnara,
IMCoS, sem stendur yfir dagana 15-
18. september í Landsbókasafni ís-
lands - Háskólabókasafni opnar
safnið laugardaginn 16. september,
tvær kortasýningan Fom ís-
landskort og Kortagerðarmaðurinn
Samúel Eggei-tsson. Sýningarnai'
munu standa út árið 2000. Sýningim
Forn íslandskort er á annarri hæcm'
safnsins og er gott úrval af ís-
landskortum eftir alla helstu korta-
gerðarmenn fyrri alda. Sýningin
Kortagerðarmaðurinn Samúel Egg-
ertsson er í forsal þjóðdeildar á fyrstu
hæð. Ævistarf Samúels (1864-1949)
var kennsla, en kortagerð, skraut-
skrift og annað því tengt var har»x.
helsta áhugamál..