Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vaknaði við
keldusvín
undir rúmi
„ÉG rumskaði við eitthvert
þrusk í herberginu. Þegar ég leit
upp sá ég keldusvín stinga sér
undir rúmfletið og kötturinn á
eftir,“ sagði Pétur Þorsteinsson,
skólastjóri á Kópaskeri, sem
vaknaði við það í fyrradag að
keldusvín, einn sjaldgæfasti fugl
landsins, flaug undir rúmið hans.
Það var heimiliskötturinn sem
hafði dregið keldusvinið inn í
húsið. Hann hafði þurft að hafa
mikið fyrir feng sínum. „Köttur-
inn kom inn um bílskúrsglugg-
ann, fór þaðan niður nokkrar
tröppur niður í kjallarann og
aftur upp á efri hæðina. Þetta
var því mikið ferðalag með kvik-
indið.
Ég á ekki heimangengt vegna
veikinda, en kunningi minn fór
út og kannaði vettvang atburð-
anna. Það er ljóst að fuglinn kom
einhvers staðar fljúgandi að.
Hann hefur aðeins vappað um en
síðan hefur hann kúrt sig ofan í
snjóinn. Það mátti einnig sjá slóð
eftir köttinn í snjónum. Kisa
hafði síðan stokkið eitthvað á
þriðja metra til að klófesta keld-
usvinið. Það má því segja að hér
hafi orðið dramatískir atburðir í
birtingunni,“ sagði Pétur.
Pétur sagðist ekki hafa séð
nein merki um að kötturinn
hefði skaðað fuglinn. I samráði
við Kristin Hauk Skarphéðins-
son, líffræðing hjá Náttúrufræði-
stofnun, ákvað Pétur að fóðra
keldusvínið í einn sólarhring og
sleppa því svo. Pétur sagði að
tekist hefði að fá fuglinn til að
borða svolítið áður en honum var
sleppt.
Hafði talsvert leitað
að keldusvíni
Keldusvín er einn fágætasti
fugl á íslandi. Á válista, sem
Náttúrufræðistofnun gaf út í
haust, er hann flokkaður sem út-
dauður varpfugl í íslenskri nátt-
úru. Talið er að hann hafi hætt
að verpa hér á landi um 1970.
Ástæðan er einkum talin vera
framræsla votlendis og innflutn-
ingur minks. Keldusvín sem sjást
hér á landi eru því flækingsfugl-
ar.
Pétur er áhugamaður um
fugla og svo einkennilega vill til
að á unglingsárum leitaði hann
markvisst að keldusvíni. Hann
lagði m.a. á sig að liggja úti í
vornóttinni upp úr 1960 í von um
að heyra hljóðin í keldusvíni.
Þessi leit var árangurslaus á
þeim tíma. Hvort kötturinn vissi
um þennan áhuga Péturs á að sjá
keldusvín skal ósagt látið, en víst
er að kisa kom því til leiðar að
hann fékk draum sinn upp-
fylltan.
Pétur sagði að það hefði vakið
athygli sína að ljósbrúni liturinn
á síðu keldusvínsins hefði verið
meira áberandi en á myndum í
þeim bókum sem hann hafði
handbærar. Fuglinn hefði verið
meira í ætt við Iýsingu á fslenska
afbrigðinu af keldusvíni. „Það
vekur aftur upp spurningar um
það hvort það afbrigði geti hald-
ist við án þess að tegundin verpi
í einhverjum mæli hér á landi,“
sagði Pétur.
Ólympíumótið í skák
Tap gegn
Argentínu
og Kirg-
isistan
ÍSLENSKA karlaliðið tapaði 3-1
fyrir Argentínu í 12. umferð Ólymp-
íumótsins í skák í gærkvöld. Hannes
Hlífar Stefánsson og Þröstur Þór-
hallsson gerðu jafntefli í sínum skák-
um, en Jón Viktor Gunnarsson og
Helgi Ólafsson töpuðu. Þetta var
fyrsta tapskák Helga á mótinu en
karlasveitin er nú með 2414 vinning.
íslenska kvennasveitin tapaði 2-1
fyrir Kirgisistan. Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir og Harpa Ingólfsdótt-
ir töpuðu sínum skákum en Áslaug
Kristinsdóttir gerði jafntefli og er
kvennasveitin nú með 16 vinninga.
------------------
Arekstrar á
Miklubraut
TVEIR nokkuð harðir árekstrar
urðu með stuttu millibili á Miklu-
braut á móts við Fenjahverfi á sjötta
tímanum í gær.
Að sögn lögreglu varð að fjarlægja
bifreiðir með kranabifreið og voru
ökumenn og farþegar fluttir á slysa-
deild, en ekki var talið að þeir væru
alvarlega slasaðir. Talsvert umferð-
aröngþveiti myndaðist vegna
árekstranna.
Siglingaleiðir olfuskipa eru um verðmæt fískimið
Vilja að skipin sigli fjær
landi til að draga úr hættu
Lýst eftir
manni
LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir
27 ára gömlum manni, Einari Emi
Birgissyni, en ekkert hefur spurst til
hans síðan á miðvikudagsmorgun.
í gær hófst leit að Einari Erni og
tóku yfir 50 björgunarsveitar- og
lögreglumenn þátt í leitinni.
Um hádegi fannst bíll hans við
Hótel Loftleiðir og var farið með
sporhunda um Öskjuhlíð og svæðið
vestan flugvallar.
Einar Órn er um 190 sentimetrar
á hæð, um 90 kíló að þyngd, stutt-
klipptur með dökkt liðað hár. Síðast
þegar sást til hans var hann klæddur
dökkbláum gallabuxum, dökkblárri
peysu með rennilás, millisíðum
svörtum leðurjakka og svörtum leð-
urskóm.
SIGLINGALEIÐIR olíuskipa eru á
mikilvægri hrygningaslóð fiski-
stofna. Davíð Egilsson, forstöðumað-
ur mengunarvarnarsviðs Hollustu-
vemdar ríkisins, vill að olíuskipum
verði gert að sigla fjær landi en þau
gera nú. Þannig megi draga úr hættu
á skipssköðum og um leið á alvarlegu
mengunarslysi.
Konráð Þórisson, sérfræðingur
hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að
tapist farmur olíuskips af einhverjum
orsökum í sjó nálægt landi við suð-
urströndina sé hætta á því að hrygn-
ing mikilvægra fiskistofna misfarist.
Konráð segir áhættuna mesta þegar
skammt er liðið frá hrygningu, á vor-
in og sumrin. Verði stórt mengunar-
slys á þessum tíma sé hætt við því að
þorskárgangurinn það árið yrði lítill.
Mikil umferð á litlu svæði
Davíð Egilsson sagði, í erindi sem
hann flutti á ráðstefnu um bráða-
mengun á sjó og landi í gær, að um-
ferð skipa á siglingaleiðum olíuskipa
væri gríðarmikil. Þar væru auðug
fiskimið auk þess sem önnur flutn-
ingaskip fæm þar um. Davíð sagði að
miðað við tölfræðilegar upplýsingar
um bilanir og slysatíðni væm líkur á
einu stóm mengunarslysi á 25-150
ára fresti. Búast mætti við
mengunaróhöppum vegna strand-
flutninga á um 12-50 ára fresti. Stað-
þekking skipstjóra og betri tækja-
búnaður dragi þó vemlega úr
slysahættu.
Davíð sagði að þessir útreikningar
byggðust á sögulegu máti og væm
ekki að öllu leyti nákvæmir. Engu að
síður þyrfti viðbúnaður og fjárfest-
ingar í búnaði til mengunarvarna að
miðast við þetta mat.
Davíð sagði skipulag mengunar-
vama ekki nægilega skýrt. Það gæti
t.d. valdið töfum að ábyrgð á meng-
unarslysum í höfnum og á rúmsjó
væri ekki á sömu hendi. Brýnt væri
að einfalda ferlið til muna. Einnig
væri mikilvægt að íslensk stjórnvöld
hefðu ótvíræðar heimildir til íhlutun-
ar væri tahn hætta á mengunar-
óhappi. Að hans mati er strand Vík-
artinds gott dæmi um nauðsyn slíks
íhlutunarrétts.
Á ráðstefnunni ræddi Ævar Peter-
sen, forstöðumaður Náttúrufræði-
stofnunar, um hvað væri í húfi yrði
alvarlegt mengunarslys. Hann benti
á að einn helsti viðkomustaðir far-
fugla væri á suður- og vesturströnd
landsins. Þeir væra því í mikilli
hættu yrði þar stórfellt mengunar-
slys.
Ævar minnti einnig á að vissir
landshlutar væm viðkvæmari fynr
mengunarslysum en aðrir. Þannig
verpti um fjórðungur æðarfugla í
Breiðafirði og um 80% varppara í
álkustofninum á heimsvísu væri á
norðvestanverðu landinu. Mengun-
arslys þar hefði því alvarlegar afleið-
ingar.
Sérblöð í dag
BÍÓBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is