Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Árs fangelsi fyrir brot gegn 4 telpum LÍÚ vill kaupa olíu úr olíuskipum utan hafna Hagnaður umtalsverð- ur miðað við núver- andi verð olíufélaga LANDSSAMBAND íslenskra út- vegsmanna hefur undanfama mánuði kannað hagkvæmni þess að kaupa ol- íu úr ok'uskipum utan hafna og segir Friði-ik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LIU, að með þeim hætti geti lítrinn af oh'u nú verið um það bil fjórum krónum ódýrari en listaverðið hjá olíufélögunum. Hins vegar verði að taka tillit til kostnaðar eins og t.d. tafa frá veiðum, sem er mismunandi hverju sinni. Friðrik segir að svo virðist sem nú sé tækifæri til að ná olíunni á lægra verði en olíufélögin selji hana á, að teknu tilliti til óhagræðisins sem það hefur í för með sér að fá olíuna af- henta úti á sjó. Fyrirtæki selji ohu t.d. á Barentshafi, Reykjaneshrygg og Flæmska hattinum en einhverra hluta vegna hafi þau ekki verið innan lögsögu íslands með olíusöluskipin. Nú virðist vera lag tii slíkra við- skipta og segir hann að um þessar mundir sé LÍÚ að safna mönnum saman til að kaupa ohu á þennan hátt. „LÍÚ kaupir ekki ohuna heldur hefur milligöngu um kaupin en síðan von- umst við til þess að markaðurinn sjái um þetta,“ segii’ hann. Að sögn Friðriks er umtalsverður munur á olíuverðinu. „Frá listaverði erum við væntanlega að tala um fjór- ar krónur á htrann. Nú selja olíufé- lögin tonnið á 411 dollara en við von- um að við náum því niður fyrir 350 dollara." Vona að þetta leiði til lækkaðs verðs frá olíufélögum Fiskiskipaflotinn notaði um 258.000 tonn af brennsluohu 1999 eða rétt innan við 300 milljónir lítra, en Friðrik segir að ekki megi miða við alla notkunina í útreikningunum því aðeins lítill hluti olíunnar, um 2.000 til 3.000 tonn til að byrja með, verði væntanlega keyptur úti á sjó og því fylgi auk þess mikill kostnaður. Friðrik á von á þvf að þetta leiði til þess að olíufélögin bregðist við með því að bjóða lægra verð. „Þá yrði líka tilganginum náð. Þá yrði þetta kostur til viðbótar við það sem við höfum en skih þetta ekki tilætluðum árangri er spumingin hvort við stígum ekki næsta skref - að flytja oh'una inn sjálf- ir. Við munum skoða þann möguleika líka.“ Gangi allt að óskum getur útgerðin byrjað að kaupa olíu úti á sjó í næstu eða þamæstu viku en það gæti líka tekið lengri tíma, að sögn Friðriks. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 27 ára mann í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir kynferð- isafbrot gagnvart fjómm heyrnar- lausum og heymarskertum stúlkum. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur, sem hafði dæmt manninn í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var starfsmaður í félagsmiðstöð Vesturhlíðarskóla fi-á árinu 1994 til ársins 1998. Hann var ákærður fyrir ýmis kyn- ferðisafbrot gagnvart sex stúlkum á meðan hann starfaði í félagsmiðstöð- inni og þegar hann var sjálfur nem- andi í Vesturhlíðarskóla árin 1989 og 1990. Hann játaði hluta sakargifta en Hæstiréttur taldi ekki sannað, gegn eindreginni neitun hans, að hann hefði gerst sekur um brot gagnvart tveimur stúlknanna. Stúlkurnar, sem hann var sakfelldur fyrh- að brjóta gegn, vora á aldrinum 8-14 ára þegar brotin vora framin. Við ákvörðun refsingar sagði Hæstiréttur að hafa bæri í huga að maðurinn hefur ekki áður hlotið refsi- dóm og að hann var nýlega orðinn sakhæfur þegai- hann framdi fyrsta og alvarlegasta brotið, sem hann vai’ sakfelldur fyrir. Þá yrði ekki fram hjá því htið, að félagsleg staða hans væri veik vegna fötlunar hans. Hann hafi ekki verið sérlærður til þeirra verk- efna, sem honum vora fahn af skólan- um, en engu að síður hafi honum hlot- ið að vera ljóst að atferli hans var til þess fallið að hafa skaðleg áhrif á þroska og sálarheill telpnanna, sem voru miklu yngri en hann sjálfur. Hæstiréttur benti á að sem starfs- manni í félagsmiðstöð skólans hafi honum verið trúað fyrir telpum þeim sem þar vora og sem hðsmaður einn- ar þeiira hafi hann verið í sérstöku trúnaðarsambandi við hana. „Horfir það til þyngingar á refs- ingu hans að þessum trúnaði brást hann. Þegar öll framangreind atriði era höfð í huga þykir refsing hans hæfilega ákveðin 12 mánaða fangelsi. Ekki þykir með vísun til fjölda og eðl- is brotanna unnt að skilorðsbinda refsinguna í heild. Skulu þrír mánuðir refsingarinnar vera óskilorðsbundnir, en rétt er að skilorðsbinda hana að öðra leyti og hún falli niðui’ að hðnum fimm áram frá dómsuppsögu, haldi ákærði skilorð,“ segii’ í dóminum. Maðurinn var dæmdui’ til að greiða stúlkunum fjórum miskabætur á bil- inu 200 til 400 þúsund krónur. Hugmyndir um herminjasafn í Reykjanesbæ HUGMYNDIR um að komið verði upp herminjasafni í Reykjanesbæ vora ræddar í markaðs- og atvinnu- ráði bæjarins nú fyrir skömmu. Að- spurður segir Ellert Eiríksson bæj- arstjóri að hugmynd þessi sé á algjöru framstigi. „Það er einungis verið að setja þetta fram til skoðunar og í raun er verið að endurvekja eldri hugmynd. Það hefur komið upp í umræðunni nokkrum sinnum á undanfömum ár- um, að ástæða væri til að kanna þann möguleika mjög ítarlega að setja hér upp herminjasafn. Við eram þekktir fyrir að vera á því landsvæði þar sem hernaðarumsvif hafa verið lengi við- loðandi,“ segir Ellert. Heitt vatn fyrir 70 árum NEMENDUR íþriðja, sjötta og níunda bekk Austurbæjarskóla hafa í haust átt sérstakt samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur í tilefni þess að 70 ár eru nú liðin frá því að heitt vatn var tekið í notkun í skólanum. Var skólinn fyrsta húsið sem tengd- ist Laugaveitunni. Árgangíimir hafa í haust fengið kennslu um kalt og heitt vatn og um rafmagn og fóru nemendur í heim- sókn í raforkuver og stöðvar Orku- veitunnar. Afrakstur vinnu þeirra er nú til sýnis í skólanum og kynntu þau jafnframt við athöfn í gær ýmis- íegt af því sem þau hafa fengist við í þessu verkefni. Liðin voru 70 ár í gær, 9. nóvember, frá því að heitt vatn var leitt í skólann frá Lauga- veitunni. í tilefni dagsins gaf Orku- veitan skólanum fjóra vatnspósta og hefur sett upp lýsingu á tvö lista- verk Ásmundar Sveinssonar á aust- urhlið Austurbæjarskólans. Rnk vikunnai JLM í: v 10.-16. nóvember SVÍNAHIRÐIRINN Þórhallur Vilhjálmsson var bryti skáldkonunnar Danielle Steel í tvö viðburðarrik ár. Hlýleg og fyndin frásögn af bruðli og sérvisku frægrar og forríkrar bandarískrar fjölskyldu, sögð frá sjónarhóli íslendings. 2.786 j Verð áður 3.980 kr. HRATT 0G BÍTANDI matrelðstubók og margt fteira - 5.243 Verð áður 7.490 kr. Samanburður Ríkisendurskoðunar á rekstrarkostnaði Húsnæðisstofnunar og fbúðalánasjóðs Kostnaður j ókst um 17,6% í fyrra REKSTRARKOSTNAÐUR íbúða- lánasjóðs var 17,6% hærri árið 1999 en rekstrarkostnaður Húsnæðis- stofnunar var að meðaltali árin 1994- 1997, að því er fram kemur í saman- burði Ríkisendurskoðunar á rekstr- arkostnaði Húsnæðisstofnunar og íbúðalánasjóðs árin 1994-2000, en samanburðurinn var unninn að beiðni forsætisnefndar Alþingis í framhaldi af beiðni þingflokks Sam- fylkingarinnar síðastliðið vor. Fram kemur ennfremur að áætl- anir gera ráð fyrir að rekstrarkostn- aðurinn lækki í ár í 527 milljónir kr. sem er svipaður rekstrarkostnaður og var að meðaltali árin 1994-1997. Fyrirspurnin er í nokkram liðum og kemur meðal annars fram að rekstrarkostnaður Húsnæðisstofn- unar síðasta árið sem hún starfaði óx um rúmar 300 milljónir kr. milli ár- anna 1997 og 1998, úr 508 milljónum kr. í 819 milljónir kr. eða um 61,2%. Af þessari hækkun má rekja 172 milljónir kr. til hækkunar á lífeyris- skuldbindingum m.a. vegna aðlögun- arsamninga sem gerðir voru á árinu, 46 milljónir kr. til greiðslu biðlauna, 35 milljónir kr. til hækkunar á út- greiddum launum, einkum vegna meiri yfirvinnu í sambandi við stofn- un íbúðalánasjóðs, og um 17 milljón- ir kr. voru bókfærðar á Ibúðalána- sjóð á árinu 1998 vegna kostnaðar sem tengdist honum beint. 52 millj. vegna auglýsinga, prentunar og fleira Þá kemur einnig fram að auglýs- ingakostnaður, prentun o.fl. óx úr 30 milljónum kr. að meðaltali árin 1997 og 1998 í 52 milljónir kr. árið 1999 eða um 73,3%. Er það rakið til kostn- aðar vegna nýs merkis fyrir sjóðinn, endurnýjunar á öllum eyðublöðum og prentunar á upplýsingarefni fyrir viðskiptavini. Þá er einnig óskað eftir saman- burði á launakostnaði helstu yfir- manna Húsnæðisstofnunar annnars vegar og íbúðalánasjóðs hins vegar og kemur fram að laun sjö stjórnar- manna Húsnæðisstofnunar og eins varamanns þeirra og ritara voru 4.003 þúsund kr. á árinu 1998 á verð- lagi ársins 1999, en launagreiðslur fimm stjórnarmanna íbúðalánasjóðs og eins ritara vora 4.793 þúsund kr. eða 19,7% hærri á árinu 1999. Jafn- framt voru greidd laun til fimm stjórnarmanna í stjórn Varasjóðs ár- ið 1999 samtals að upphæð 1.909 þús. kr. Varasjóðinn varðveitir Ibúðalánasjóður en hann er í eigu og á ábyrgð sveitarfélaga. Kostnaður við störf stjórnar greiðist úr sjóðn- um. Félagsmálaráðherra ákveður þóknanir stjómarmanna í öllum of- angreindum tilvikum, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Þá er einnig borin saman launa- kostnaður æðstu yfu-manna Hús- næðistofnunar og íbúðalánasjóðs. Launagreiðslur til níu æðstu yfir- manna Húsnæðisstofnunar námu tæpum 46,3 milljónum kr. á árinu 1998 framreiknað til verðlags ársins 1999, en greiðslur til tíu yfirmanna Ibúðalánasjóðs á árinu 1999 voru rúmlega 56,1 milljón kr. Munurinn er tæplega tíu milljónir kr. eða 21,3%.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.