Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Félagsmálaráðherra mælir fyrir breytingum á tekiustofnum sveitarfélaga
Alþingi
Stutt
Stjórnarandstaða gagnrýnir
hugmyndir um aukið útsvar
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpi til laga
um breytingu á lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga á Alþingi í gær
en frumvarpið byggist á tillögum
nefndar sem ráðherrann skipaði
um mitt ár í fyrra og sem kynntar
voru fyrir skemmstu. I umræðum
um frumvarpið kom fram hörð
gagnrýni stjórnarandstæðinga á þá
fyrirætlan að bregðast einfaldlega
við fjárhagsvanda sveitarfélaganna
með því að auka álögur á almenn-
ing. Sögðu þeir að ríkið hefði átt að
tryggja sveitarfélögunum aðild að
tilteknum tekjustofnum sínum.
Megintillagan sem í frumvarpinu
felst er þess efnis að heimild sveit-
arfélaga til útsvarsálagningar verði
hækkuð í tveimur áföngum um
samtals 0,99% til að bæta fjárhags-
stöðu þeirra um allt land. Skulda-
staða sveitarfélaganna hefur versn-
að sl. áratug, m.a. vegna yfirtöku
þeirra á ýmsum verkefnum sem áð-
ur voru á herðum ríkisvaldsins, s.s.
grunnskólarnir, og er þessi hækk-
un því hugsuð til að gera sveitar-
félögum kleift að mæta aukinni
fjárþörf.
Sagði Páll í framsöguræðu sinni í
gær að hann vildi ekki fullyrða að
öll myndu sveitarfélögin í landinu
nýta sér þessar heimildir en kvaðst
þó frekar eiga von á því.
Guðmundur Árni Stefánsson,
Samfylkingu, fór mikinn í gagnrýni
sinni á frumvarpið en hann sagði
fulltrúa sveitarfélaganna alls ekki
hafa verið jafnhamingjusama með
þessa niðurstöðu og félagsmála-
ráðherra vildi vera láta. Guðmund-
ur sagði að vegna flutnings verk-
efna frá ríki til sveitarfélaga og
vegna ýmissa íþyngjandi ákvarð-
ana sem teknar hefðu verið á vett-
vangi Alþingis hefði mjög hallað á
sveitarfélögin.
Guðmundur kynnti af þessu til-
efni breytingartillögu Samfylking-
ar við frumvarp um breytingar á
lögum um tekjuskatt og eignar-
skatt. Kom fram í máli hans sú
skoðun að í stað þess að aukinni
fjárþörf sveitarfélaga væri að veru-
legu leyti mætt með almennri
skattahækkun á gjaldendur væri
eðlilegt að hér yrði íyrst og síðast
um tekjufærslu að ræða milli ríkis
og sveitarfélaga.
Hann sagði þennan málflutning
ekki aðeins eitthvert kvabb í
Morgunblaðið/Ásdís
Páll Pétursson félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til breyttra laga um tekjustofna sveitarfélaga á Al-
þingi í gær. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þá fyrírætlan ríkisstjórnarinnar að bregðast við íjárhagsvanda
sveitarfélaganna með því að leggja auknar álögur á almenning.
stjórnarandstöðunni heldur væru
sveitarstjórnir um allt land á þess-
ari skoðun. Hér væri einfaldlega
skattahækkunarfrumvarp á ferð-
inni og menn ættu að kalla hlutina
réttum nöfnum. Velti hann fyrir
sér hvort hér væri ekki pólitísk
flétta á ferðmni af hálfu íhaldsins,
þ.e. að gefa sveitarfélögum þann
kost einan við fjárhagsvandanum
að hækka útsvar þannig að þau
fengju skammir almennings en
ekki ríkisstjórnin.
Sveitarfélögin
látin sitja í súpunni?
Jón Bjarnason, Vinstrihreyfing-
unni - grænu framboði, sagði öllum
ljóst hve staða sveitarfélaganna
væri erfið. Mörg þeirra hefðu þurft
að skuldsetja sig í botn til að ráða
við auknar skuldbindingar, t.d. í
skólamálum. Sagði Jón að ríkis-
valdið hefði haldið eftir góðu tekju-
■
mm m 1 | wmrn ss i m
ALÞINGI
stofnunum og látið sveitarfélögin
sitja í súpunni.
Jón gerði hlutverk jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga að umtalsefni og
sagði útilokað að sjá það sem fram-
tíðarlausn að gera sveitarfélögin
háð fjármunum þaðan. Hann sagði
tekjustofnanefndina hafa vikið sér
undan því að taka á vanda sveitar-
félaga með heildstæðum hætti, og
einbeitt sér að neyðarlausnum.
„Ég leyni því ekki neitt að mín
ábyrgð á þessum tillöguflutningi er
nokkur,“ sagði Jón Kristjánsson,
Framsóknarflokki, en hann var for-
maður tekjustofnanefndar. Hann
sagði m.a. að það hefði verið rætt
um það í nefndinni hvort rétt væri
að veita sveitarfélögum aðild að
skatttekjum ríkisins af t.d. umferð
og öðru þess háttar. Slíkir tekju-
stofnar væru hins vegar sveiflu-
kenndir á meðan útsvarsstofninn
hefði reynst vel og væri traustur
tekjustofn. Lét Jón þau orð falla að
hann teldi tillögur nefndarinnar til-
tölulega sanngjarnar.
Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálf-
stæðisflokki, sagði mikilvægt að
sveitarfélögin hefðu svigrúm til
þess að ákveða sjálf útsvar sitt.
Ekki væri þó hægt að afnema það
þak sem er á heimildum þar að lút-
andi enda skattlagning í höndum
Alþingis, skv. stjórnarskrá.
Rætt um loftslagsbreytingar í utandagskrárumræðu á Alþingi
Unnið er að nánari útfærslu
á „íslenska ákvæðinu“
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði í utandagskrárumræðu á Al-
þingi í gær að nú væri unnið að nán-
ari útfærslu á íslenska ákvæðinu
svonefnda, sem samþykkt var á að-
ildarríkjaþingi loftslagssamnings
Sameinuðu þjóðanna í Kyoto árið
1997 í tengslum við gerð Kyoto-
bókunarinnar. Markmiðið væri að
gera íslandi kleift að verða aðili að
Kyoto-bókuninni. Sagði Davíð að
ekki væri hins vegar unnt að greina
nánar frá þessari vinnu enda yrði
viðræðum við önnur ríki haldið
áfram á aðildarríkjaþingi loftslags-
samningsins og í undirnefnd þess,
en þingið hefst í Haag í Hollandi í
næstu viku og stendur til 25. nóv-
ember.
Tillaga íslands fyrir þingið í
næstu viku snýst um það hvernig
skuli framkvæma íslenska ákvæðið
svonefnda en það fól í sér að skoðuð
yrðu sérstaklega vandamál lítilla
hagkerfa þar sem einstök verkefni,
eins og t.d. stóriðjuver, auka losun
gróðurhúsalofttegunda hlutfalls-
lega mjög mikið. Sagði Davíð í gær
að það myndi ekki einungis verða
háð efni tillögunnar hvort lausn
fyndist á máli íslands, heldur og
hvernig myndi ganga að ná sam-
komulagi um mörg önnur mál og
þar með heildarniðurstöðu um
framkvæmd Kyoto-bókunarinnar.
Kom ennfremur fram í máli for-
sætisráðherra að á vegum nefndar
ráðuneytisstjóra um loftslagsmál
væri nú unnið að því að gera tillögur
um aðgerðir, sem taki við af þeirri
áætlun sem nú er í gildi, og setji
markmið um aðgerðir til að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda
fram til ársins 2005.
Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri-
hreyfingunni - grænu framboði,
hafði spurt forsætisráðherra um
efni íslensku tillögunnar en
útgangspunktur hennar var ný
skýrsla vísindamanna SÞ um lofts-
lagsbreytingar af mannavöldum og
mögulegar afleiðingar þeirra. Sagði
hún að hér væru ekki lengur á ferð-
inni tilgátur byggðar á veikum
grunni heldur vísbendingar sem
þjóðarleiðtogar iðnríkja heims
hefðu kosið að taka af fyllstu alvöru.
„Væri óskandi að það sama mætti
merkja á málflutningi íslenskra
stjórnvalda," sagði Kolbrún m.a. en
hún gagnrýndi að forsætisráðherra
hefði gert lítið úr fyrri skýrslum
vísindamanna um þessi efni.
Davíð lagði áherslu á að það væri
og hefði verið stefna íslenskra
stjórnvalda að Island gerðist aðili
að Kyoto-bókuninni, að því gefnu að
viðunandi lausn fyndist á málefnum
íslands. Sagði hann tilteknar
skýrslur og spár um gróðurhúsa-
áhrif ekki breyta því. „Á hinn bóg-
inn er rétt að hafa í huga að um
hugsanlegar loftlagsbreytingar af
manna völdum ríkja deilur meðal
vísindamanna, meðal annars vegna
óvissuþátta sem lúta að sumum lyk-
ilforsendum þeirra líkana sem
stuðst er við þegar reynt er að spá
fyrir um slíkar breytingar," sagði
hann.
Neitaði forsætisráðherra því síð-
an algerlega að leiðtogar erlendra
ríkja teldu stefnu íslendinga í þess-
um málum þjóðinni til vansa. Þvert
á móti fyndu stjórnvöld góðan
skilning á sérstöðu íslands er þau
ræddu sín mál á erlendum vett-
vangi.
Vilja endur-
skoða kjör-
dæmaskipun
ÞINGMENN Frjálslynda flokksins
hafa lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um kosningar til
Alþingis. Felur hún í sér að for-
sætisráðherra verði falið að skipa
fulltrúa allra þingflokka, sem sæti
eigi á Alþingi, í nefnd til að endur-
skoða kjördæmaskipan og tilhögun
kosninga til Alþingis. Yrði það eitt
verkefna nefndarinnar að huga að
því hvort ekki eigi að Ieggja bann
við tíðkuðum prófkjörum, sem og
við birtingu skoðanakannana viku
fyrir kosningar.
Sverrir Hermannsson er fyrsti
flutningsmaður tillögunnar. I
greinargerð hennar er vitnað til
sérálits sem hann skilaði þegar alls-
heijarnefhd Alþingis afgreiddi frá
sér frumvarp sem kvað á um breyt-
ingu á kjördæmaskipan á síðasta
löggjafarþingi. Gagnrýnir Sverrir
þar að áfram eigi að tryggja mis-
vægi atkvæða, sem og ákvæði um
að til að flokkur fái úthlutað jöfnun-
arþingsæti þurfi hann að fá á lands-
vísu 5% atkvæða, enda þótt slikt
framboð hefði fengið kjördæma-
kjörinn mann.
„Það er augljóst mál að ekki
verður búið við hina nýju kjör-
dæmaskipan. Þess vegna er fyrsti
tíminn bestur til að breyta um skip-
an þessa undirstöðumáls lýðræðis-
ins,“ segir í greinai'gerðinni.
Boxið enn
inn í sali
Alþingis
FRUMVARP til laga um að lögleiða
ólympíska hnefaleika hefur verið
lagt fram á Alþingi að nýju en
frumvarpið var lagt fram á síðasta
löggjafarþingi og þá fellt naumlega
í atkvæðagreiðslu.
Frumvarpið er flutt óbreytt en
fyrsti flutningsmaður þess er sem
fyrr Gunnar Birgisson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks. Alls eru flutn-
ingsmennirnir fimmtán og koma úr
öllum flokkum nema Vinstrihreyf-
ingunni - grænu framboði. Má telja
fullvíst að hart verði tekist á um
málið í þinginu nú í vetur rétt eins
og raunin varð siðastliðið vor.
Vilja afkomu-
tryggingu
fyrir aldraða
og öryrkja
SAMFYLKINGIN hefur lagt frain á
Alþingi tillögu til þingsályktunar
um afkomutryggingu aldraðra og
öryrkja.
Jóhanna Sigurðardóttir er fyrsti
flutningsmaður tillögunnar en hún
felur í sér að ríkisstjórninni verði
falið í samráði við samtök aldraðra
og öryrkja að koma á afkomutrygg-
ingu fyrir lífeyrisþega svo að eng-
inn þurfi að una fátækt eða óvissu
um kjör sín. Þá verði sérstaklega
tekið tillit til sérstöðu ungra ör-
yrkja sem verða fyrir varanlegri
örorku á æskuárum. Er kveðið á
um að samningur um afkomutrygg-
ingu taki gildi frá og með 1. janúar
2001 og verði undirstaða nýrra
laga um almannatryggingar.