Morgunblaðið - 10.11.2000, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
I
h
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Tveir nýir leikskólar og nýr grunnskóli verða
teknir í notkun í Hafnarfírði á næsta ári
Nýtt fimleikahús
byggt við Flatahraun
Deiliskipulagstillaga um breikkun Miklubrautar kærð
til úrskurðarnefndar skipuiags- og umferðarmála
Morgunblaðið/Árni Sæberg
íbúar í Safamýri vilja að öryggi vegfarenda við Miklubraut verði tryggt með undirgöngum.
Ibúar við Safa-
mýri vilja göng
undir Miklubraut
Safamýri
ÍBÚAR í Safamýri 34 hafa
kært deiliskipulagstUlögu um
breikkun Miklubrautar og af-
náms göngustígs yfir hana frá
Framheimilinu til úrskurðar-
nefndar skipulags- og um-
ferðarmála. Fara íbúamir
fram á það að gerð verði göng
undir Miklubraut til að
tryggja öryggi gangandi og
hjólandi vegfarenda. Þá segja
þeir að framkvæmdimar hafi
aldrei verið kynntar íbúum.
I greinargerð sem fylgir
kæranni segir að þeir íbúar,
sem hyggist fara í Kringluna
eða taka strætisvagn sunnan
Miklubrautar við Kringluna
muni ekki geta farið yfir göt-
una við Framheimilið, þar
sem fyrirhugað sé að setja þar
uppjárngirðingu.
Ibúarnir segjast hafa þrjá
kosti til þess að komast yfir
Miklubrautina ef járngirðing-
in verði sett upp. í fyrsta lagi
að ganga upp að gatnamótum
Háaleitisbrautar, en þeir
segja að sú leið sé 0,8 km löng
og viðmiðunarmörk SVR um
fjarlægð frá heimili að stoppi-
stöð séu 400 m i þéttri byggð.
I öðru lagi að fara um undir-
göngin, sem staðsett séu vest-
an megin, við gatnamót
Kringlumýrarbrautar, en þeir
segja að sú leið sé 0,7 km löng.
Þriðji kosturinn er síðan að
aka þessa leið.
Göng fyrir kýr
„Fyrir liggur að Mikla-
brautin er þjóðvegur og heyr-
ir undir Vegagerðina og sam-
göngumálaráðherra,“ segir í
greinargerðinni. „Við þjóðveg
1 að Hálsi í Kjós era göng þar
sem kýmar geta gengið undir
þjóðveginn. Eins er þetta við
þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli.
Þar getur búsmalinn rölt und-
ir veginn að vild sinni. Er til of
mikils mælst að sama gildi um
mannfólkið? Hugmyndin um
göngubrú er góðra gjalda
verð en tæplega er pláss fyrir
hana og hugsanlegt að hún
spilli yfirbragði nýja miðbæj-
arins, auk þess er hátt upp á
þessar brýr og getur verið
vindasamt fyrir böm og eldra
fólk. Göng undir Miklubraut-
ina era vafalaust ódýrast og
öruggust. Hægt er að hugsa
sér að þau séu gerð úr for-
steyptum einingum með dren-
lögn. Vafalaust er til verk-
fræðiþekking í landinu til
þess að hægt sé að fram-
kvæma slíka aðgerð með góðu
skipulagi þegar umferðarálag
er lítið, t.d. um verslunar-
mannahelgina næsta sumar.“
Hafnarfjördur
Á NÆSTA ári verður nýr
grunnskóli og tveir nýir leik-
skólar teknir í notkun í Hafn-
arfirði og einnig er gert ráð
fyrir því að hefja framkvæmd-
ir við nýtt fimleikahús í bæn-
um en tilboð í það verða opnuð
innan fárra daga. Þetta er á
meðal þess sem kemur fram í
ijárhagsáætlun bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar fyrir árið 2001.
í áætluninni er fjallað um
helstu áhersluþætti í rekstrin-
um og þar kémur fram að
stefnt er að því að ljúka deili-
skipulagi íbúðabyggðar á Völl-
um og deiliskipulagi fyrir at-
vinnustarfsemi í Hellnahi'auni
á næsta ári. Þá á að ljúka við
deiliskipulag miðbæjarsvæðis-
ins en gert er ráð fyrir aukinni
verslunar- og þjónustu-
starfsemi við Strandgötu og
Fjarðargötu.
Vinna við deiliskipulag á at-
hafnasvæðinu á norðurbakk-
anum verður hafin þar sem
gert er ráð fyrir blandaðri
byggð með áherslu á menning-
arstarfsemi og íbúðir. I byrjun
Seltjarnarnes
UNDIRRITAÐUR hefur
verið samningur milli Línu.-
Nets og Seltjamamesbæjar,
um uppbyggingu ljósleiðaran-
ets á Seltjamarnesi. Sigur-
geir Sigurðsson bæjarstjóri
sagði að verkinu miðaði vel
áfram.
„Þeir byrjuðu fyrir viku og
ég held að þeir séu komnir á
fullan kraft,“ sagði bæjar-
stjóri. „Við gerðum samning
við þá í vor og þeir era búnir
að leggja svona innra net, fyr-
ir bæjarfyrirtæki, þannig að
við eram farin að vera sjálfum
okkur nóg í því efni. Þeir eru
næsta árs mun, samkvæmt
áætluninni, liggja fyrir hvort
byggt verður undir starfsemi
Listaháskóla Islands á norður-
bakkanum.
Nýr leikskóli á
Sólvangssvæðinu
Næsta haust er ráðgert að
taka í notkun nýjan grunn-
skóla í nýju íbúðahverfi í Ás-
landi og einnig verður unnið að
undirbúningi framkvæmda við
nýjan Lækjarskóla á Sól-
vangssvæðinu sem ráðgert er
að taka í notkun haustið 2002.
Á árinu 2001 verða teknir í
notkun tveir nýir leikskólar við
Háholt og í Áslandi og endur-
byggður leikskóli við Norður-
berg. Þá er unnið að hönnun
nýs leikskóla á Sólvangssvæð-
inu sem kemur í stað núver;
andi leikskóla við Hörðuvelli. í
Hafnarfirði era nú starfræktir
12 leikskólar með 37 deildum
fyrir alls um 1.100 böm og á
árinu 2001 mun leikskólarým-
um í Hafnarfirði því fjölga um
230.
I mars lýkur smíði íþrótta-
miðstöðvar á íþróttasvæði
núna að leggja ljósleiðara um
bæinn, sem þeir ætla síðan að
bjóða bæjarbúum afnot af.“
Hjá Línu.Neti fengust þær
upplýsingar að ekki væri enn
komið endanlegt verð á teng-
ingu við heimilin en búast
mætti við að grannþjónustan
kostaði um 5.500 kr. og stofn-
gjald yrði um 28.900 kr. Inn-
ifalið í verðinu er lagning inn í
fjölbýlishús og inn í sérhverja
íbúð, ásamt endabúnaði á ljós-
leiðarann. Það sama á við um
sérbýli, en þar verða íbúar
sjálfir að útvega jarðvinnu á
lóð; Lína.Net sér um fram-
haldið, að leggja rör og bora
inntak ásamt því að koma upp
Hauka á Ásvöllum. Stefnt er
að enn frekari uppbyggingu
íþróttamannvirkja í bænum
því innan fárra daga verða
opnuð tilboð í byggingu og
rekstur nýs fimleikahúss
Bjarkanna sem fyiú'hugað er
að reisa við íþróttahús Hauka
við Flatahraun.
Bæjarbókasafnið flytur
Um mitt næsta ár verður
tekin í notkun ný þjónustumið-
stöð bæjarins í Hellnahrauni
sem taka mun við hlutverki
áhaldahússins við Flatahraun.
Þá verður unnið að innréttingu
nýs húsnæðis bæjarbókasafns
að Strandgötu 1 og er stefnt að
því að bókasafnið flytjí þar inn
fyrir árslok2001.
Vegna fjölda umferðarslysa
á Reykjanesbraut frá Kapla-
krika og vestur íýrii' Hvamma-
braut er gert ráð fyrir því að
ljúka úrbótum á kaflanum frá
gatnamótum Lækjargötu og
að Hvammabraut á næstu ár-
um en verkið er á vegaáætlun
2000 til 2004. Heildarkostnað-
ur þess verks er áætlaður um
1.060 m.kr.
búnaðinum. Inni í grannþjón-
ustunni verður ljósleiðara- s
tenging með allt að 100Mb/
sek. sítengdu netsambandi;
það merkir að símagjöld
vegna netnotkunar hverfa.
Ymsa viðbótarþjónustu er
svo hægt að fá ef menn vilja,
og má þar til dæmis nefna úr-
val sjónvarpsrása, öryggishólf
fyrir gögn, talþjónustu og
margt fleira. Fyrir viðbótar-
þjónustuna þurfa notendur að
greiða aukalega. Alls koma
120 manns að þessu verki.
Jarðvinnan er unnin af ístaki
en tenging ljósleiðarans er í
höndum fyrirtækisins Cab-
lux-Ljósvirkis.
Lína.Net og Seltjarnarnesbær undirrita samning
Ljósleiðarar um
Seltj arnarnesbæ
Flutningur 7. bekkjar á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ gekk vel að sögn foreldraráðsmanna
Höfuðborgarsvæðið
Sértækar aðgerðir
skiluðu árangri
FLUTNINGUR 7. bekkjar
Mýrarhúsaskóla yfir í Val-
húsaskóla hefur gengið ágæt-
lega að sögn Atla Árnasonar,
sem átti sæti í foreldraráði
Mýrarhúsaskóla og skóla-
nefnd Seltjamamess, þegar
tekin var ákvörðun um að
flytja bekkinn í haust. Atli
sagði að gripið hefði verið til
sértækra aðgerða og að það
hefði skilað sér. í Mosfellsbæ
hefur einnig gengið ágætlega
að hafa 7. bekkinga með 8. til
10. bekkingum, segir Hilmar
Bergmann, formaður foreldra-
ráðs Varmárskóla, en þar fór
flutningur fram fyrir 4 árum.
í Morgunblaðinu í gær var
fjallað um fund foreldra í
Laugameshverfinu vegna
flutnings 7. bekkjar úr Laug-
ames- í Laugarlælqarskóla en
á fundinum var skorað á borg-
aryfirvöld að falla frá flutn-
ingnum.
Atli sagði að sú umræða sem
nú væri komin upp á meðal
foreldra á Laugamesinu
minnti mikið á umræðuna úti á
Seltjamamesi síðasta vetur
því þar hefðu foreldrar líka
verið á móti því að flytja 7.
bekkinn.
Foreldrar beittu
svipuðum rökum
Atli sagði að e.t.v. væri erfitt
að bera saman aðstæður á
Seltjamamesi og Laugamesi.
„Það var verið að leysa
nokkuð mörg mál með þessu
héma á Nesinu," sagði Ami.
„Það var t.d. mikill munur á
stærð skólanna og nokkrir erf-
iðleikar með yfirstjóm og hús-
næði í Mýrarhúsaskóla.“
Að sögn Atla beittu foreldr-
ar í Mýrarhúsaskóla svipuðum
rökum og foreldrar Laugar-
nesskóla gera nú þegar þeir
vora að mótmæla flutning-
num. Hann sagði að þeir hefðu
haft áhyggjur af aldurs- og
þroskamun, þá giltu aðrar
reglur fyrir 11 til 12 ára böm
en 13 til 15 ára börn, t.d. væri
mismunur á útisvistartíma.
„Sonur minn var í þessum
hópi sem fluttist yfir í Valhúsa-
skóla í haust og það er enn þá
tregi í nemendunum yfir því að
hafa ekki fengið að vera elsti
árgangurinn einu sinni.
Þetta virðist samt ganga vel
og er það ekki síst starfsfólk-
inu og skipulaginu í Valhúsa-
skóla að þakka. Hugsanlega er
ástæðan sú að þetta er lítill
skóli og auðveldara að halda
utan um hlutina.
Krakkamir finna samt að-
eins fyrir stríðni frá hinum
eldri, það er verið að senda þá
út í sjoppu, fá lánaðan pening
og borga hann aldrei aftur og
þess háttar.
í heildina held ég samt að
þetta hafi gengið ágætlega og
þá skiptir miklu máli að það
var gripið til sértækra aðgerða
til að vernda þessa nemendur.
Þeir eru hafðir á dálítið af-
mörkuðum stað. Umsjónar-
kennaramir úr Mýrarhúsa-
skóla fylgdu þeim yftr og
kenna þeim núna í Valhúsa-
skóla en það var gert vegna
þrýstings frá foreldram.“
Oldumar hefur
lægt í Mosfellsbæ
Hilmar Bergmann, formað-
ur foreldraráðs Vai-márskóla í
Mosfellbæ, sagði að á sínum
tíma hefðu foreldrar í Varm-
árskóla verið mjög ósáttir við
flutning 7. bekkjar í gagn-
fræðaskólann, ekki síst þar
sem málið hefði verið illa
kynnt.
„Síðan hefur öldumar
lægt,“ sagði Hilmar. „Ég hef
ekki heyrt mikla óánægju frá
foreldum undanfarið.“
Hann sagði að 7. bekkurinn
væri enn í gagnfræðaskólan-
um þó að upphaflega hefði ver-
ið talað um flutninginn sem
tímabundna ráðstöfun.
„Reyndar hefur þessu verið
haldið svolítið aðskildu, sér-
staklega félagslega, að því
leyti að 7. og 8. bekkur eru
hafðir saman og 9. og 10. bekk-
ur saman.
Þetta virðist hafa heppnast
ágætlega, það eina sem maður
hefur heyrt foreldra hafa
áhyggjur af er að krakkarnir
verði unglingar of snemma."