Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 23
Raðstefna Verslunarmannafelags Reykjavíkur um einelti á vinnustað
Alvarlegt
þjóðfélagslegt
vandamál
Morgunblaðið/Kristinn
Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir einelti valda þeim sem fyrir því
verða miklum vanda auk þess sem það valdi miklu fjárhagslegu tjðni.
EINELTI á vinnustað er alvarlegt
þjóðfélagslegt vandamál sem fæstir
vilja tala um opinberlega. Þetta var
meðal þess sem fram kom á ráðstefnu
Verslunarmannafélags Reykjavíkur
um þetta málefni í gær. Þá kom fram
að einelti á vinnustað er erfítt viður-
eignar vegna þess að oft á það sér
stað þegar gerandi og þolandi eru
einir og þolandi segir ekki frá. Þol-
endur eineltis telja oft að enginn
muni trúa þeim ef þeir segja frá, en
þegar málsatvik eru dregin fram í
dagsljósið eru fáir sem draga alvar-
leika málsins í efa.
Fullorðnir bregðast oft
við einelti með þögninni
Magnús L. Sveinsson, formaður
VR, sagði í setningarræðu sinni á ráð-
stefnunni að tilgangurinn með henni
væri að hefja umræðu um einelti á
vinnustað, sem forðast hefði verið að
ræða fram að þessu. Hann sagði að
rannsóknfr hefðu ekki verið gerðar á
umfangi þessara mála hér á landi, en
sá fjöldi mála sem VR hefur að und-
anförnu fengið til meðferðar gefi til
kynna að vandamálið sé staðreynd.
Rannsóknir í nágrannalöndum gæfu
auk þess fullt tilefni til að álykta að
vandinn væri einnig til staðar hér á
landi.
Að sögn Magnúsar bregðast full-
orðnir við einelti á annan hátt en
böm. Þau sýna oft sterk einkenni
verði þau fyrir einelti en fullorðnir
bregðast hins vegar oft við með þögn-
inni. Einelti veldui- þeim sem fyrfr- því
verður miklum vanda auk þess sem
það veldur miklu fjárhagslegu tjóni,
jafnt íyrir viðkomandi, vinnumarkað-
inn og heilbrigðiskerfið. Vanlíðan á
vinnustað verður hins vegar aldrei
mæld með peningum.
Einelti þrífst vegna
aðgerðaleysis fjöldans
Guðjón Ólafsson, frá skólaski-if-
stofunni í Hafnarfii'ði, sagði í erindi
sem hann flutti á ráðstefnunni, að ein-
elti væri samskiptavandamál sem
kemur öllum við. Allir bæru ábyrgð á
að fyrirbyggja að þessi mál kæmu
upp og að leysa þau ef svo yrði. Hann
sagði að meiri líkur væru á einelti ef
harka og tillitsleysi ríkti í samfélag-
inu og því væri það ekki án samheng-
is.
Guðjón fór yfir hvað átt er við með
einelti og sagði að hægt væri að skil-
greina það á marga vegu, en einungis
væru um 40 ár frá því fyrst var farið
að skilgreina þetta athæfi. Ein skil-
greiningin á einelti væri það þegar
einn eða fleiri níðast endurtekið á ein-
um eða fleirum. Hann sagði að einelti
væri ofbeldi og allt ofbeldi hefði sömu
áhrif á einstakiinga. Það sem væri
sárt við einelti væri sú höfnunartil-
finning sem viðkomandi finnur fyrir.
Að sögn Guðjóns getur einelti ann-
ars vegar verið beint og hins vegar
óbeint. Beint einelti er opin árás sem
heyrist eða sést en óbeint einelti er
höfnun, þegar einhver er skilinn út-
undan og það heyrist ekki og sést illa.
Hann sagði að rannsóknir sýndu að
karlar stunda frekai’ beint einelti en
konur hins vegar óbeint.
Guðjón lagði áherslu á að einelti
þrifist fyrst og fremst vegna aðgerða-
leysis fjöldans.
Umræða um einelti gefur stjórnend-
um tækifæri til stefnumótunar
Sæmundur Hafsteinsson sálfræð-
ingur sagði í sínu erindi að í þeim
miklu breytingum sem átt hafa sér
stað á undanfömum árum væm nýjar
kröfur gerðar til fólks sem starfs-
manna. Skilyrði fyrir góðum árangri
starfsmanna væra góður starfsandi á
vinnustað, samskiptaleikni og liðs-
heild. Umræða um einelti gæfi stjórn-
endum fyrirtækja tækifæri til stefnu-
mótunar og þjálfunar í að leysa
ágreining og taka á samskiptavanda.
Guðjón sagði að almenn fræðsla
um einelti væri mikilvæg og nauðsyn-
legt væri að skilgreina farveg og að-
ferðir til að taka á þessum málum því
líklegt væri að þeim fjölgaði í framtíð-
inni.
Karlar og konur til jafns
gerendur í eineltismálum
Sigrún Viktorsdóttir, mannfræð-
ingur á kjaramáladeild VR, greindi
frá rannsóknum sem gerðar hafa ver-
ið á tíðni og kostnaði vegna eineltis á
vinnustöðum í Bandaríkjunum, Bret-
landi og Svíþjóð. Engar rannsóknir
hafa hins vegar verið gerðar á þess-
um málum hér á landi. Nokkur mun-
ur er á niðurstöðum þessara rann-
sókna, þar sem einelti er skilgreint
misjafnlega. í niðurstöðum banda-
rískrar rannsóknar kemur fram að
um 21% starfsmanna hafði upplifað
einelti eða áreiti á vinnustað síðast-
liðna 12 mánuði. Niðurstöður breskr-
ar rannsóknar sýna að um 12,5%
vinnufærra manna þar í landi töldu
sig hafa orðið fyrir einelti eða áreiti á
síðastliðnum 5 áram. I sænskri rann-
sókn kemur fram að um 3,5% vinnu-
færra manna töldu sig verða fyrir ein-
elti á ári hverju.
Sigrún greindi frá því að niður-
stöður bandarískrai’ og sænskrar
rannsóknar væra eins hvað það varð-
ar að liðlega 70% þolenda í eineltis-
málum væra konur. Jafnframt að
gerendur væra til jafns karlar og
konur.
Ábyrgð vinnuveitanda er mikil
Guðjón B. Ólafsson, lögfræðingur
VR, fjallaði um réttarstöðu starfs-
manna og hlutverk stéttaifélaga.
Hann sagði að engin bein lagaákvæði
bönnuðu einelti og í þessum málum
bæri helst að líta til vinnuvemdar-
laga, þ.e. laga um aðbúnað og holl-
ustuhætti á vinnustöðum. Aðbúnaður
væri á ábyrgð vinnuveitanda og það
ætti bæði við um tæknilegan og fé-
lagslegan aðbúnað. Vinnuveitanda
bæri að stuðla að andlegri og líkam-
legri vellíðan starfsmanna á vinnu-
staðnum. Athafnaleysi vinnuveitanda
gæti leitt til bótaskyldu gagnvart þol-
anda eineltis og ábyrgð hans væri því
mikil.
Guðjón sagði að viðbrögð þolanda
við einelti ættu að vera að mótmæla
fyrst hegðun gerandans og dygði það
ekki til skyldi hann láta vinnuveit-
anda vita. Ef stjómandinn væri ger-
andinn ætti viðkomandi að leita til
samstarfsmanna og stéttarfélags.
Hann sagði mikilvægt fyrir þolanda
eineltis að skapa sér réttarstöðu með
sönnunargögnum með því að skrá hjá
sér þau tilvik sem upp koma og biðja
vinnufélaga um aðstoð.
Háskólabolur
Microflíspeysa
jakkapeysa
Gallabuxur
Bómullarbolir
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup