Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 27 Framkvæmdastjórn ESB birtir mat á aðildarhæfni umsóknarríkja Formlega mögulegt að taka inn ný ríki 2003 i i FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) lýsti því yfir á miðvikudag, að þau fyrstu úr ríkjahópnum, sem sækist eftir aðild að sambandinu, myndu formlega eiga kost á inngöngu frá áramótum 2002-2003. Þá mætti gera ráð fyrir að búið yrði að ljúka aðildarsamning- um við þau umsóknarríki, sem bezt hefðu staðið sig í aðildarundirbún- ingi. Þó segja embættismenn í Brussel að bjartsýni væri að ætla að fyrsta stækkunarlotan komi til fram- kvæmda í raun fyrr en árið 2005. í árlegri matsskýrslu sinni á því hvernig umsóknariTkjunum, sem nú eru alls þrettán, gengur að búa sig undir aðild að Evrópusambandinu hefur framkvæmdastjórnin jákvæð orð um viðleitni þeirra allra, en hvatti þau til að taka af meiri festu á vandamálum eins og spillingu, með- Manila. AFP, AP. JOSEPH Estrada, forseti Filipps- eyja, sem margir þingmenn vilja svipta embætti vegna spillingar, sagði í gær, að á bankareikningi, sem forsetaembættið hefði með að gera, væru 344 milljónir íslenskra króna, mútufé frá ólöglegum veð- málafyrirtækjum. Kvaðst hann að vísu ekki hafa endursent féð en ekki snert það heldur og væri því alsaklaus af öllu misjöfnu. Luis Singson, einn héraðsstjór- anna á Filippseyjum og fyrrver- andi drykkjufélagi Estrada, hefur borið, að hann hafi safnað saman og afhent forsetanum nærri 700 millj. kr. frá ólöglegum veðmála- fyrirtækjum. Um var að ræða mútur og á móti ætlaði Estrada að sjá til, að starfsemin yi-ði látin óáreitt. Kvaðst Singson hafa gert þetta að skipan forsetans sjálfs. Estrada neitaði fyrst öllu en nú segir hann, að féð frá Singson, raunar aðeins helmingur þess eftir því sem Singson segir, sé á reikn- ingi hjálparsjóðs á vegum forseta- embættisins. Hafi Yolanda Rica- forte, starfsmaður Singson, fengið Edward Serapio, fyrrverandi ráð- gjafa forsetans, til að leggja féð inn á reikninginn að skipan hús- bónda síns. Estrada segir, að við þessu fé hafi ekki verið hreyft og því sé ekki hægt að sanna á hann spillingu. Vegna þess hafi hann hafnað tilboði sumra leiðtoga stjórnarandstöðunnar um friðhelgi og afsögn. Hjákonurnar gjalda tímaskortsins í viðtali við filippeyska útvarps- stöð sagði Estrada, að hann hefði ekki lengur tíma fyrir hjákonurnar eftir að hann tók við forsetaem- bættinu. Sagði hann, að konan sín væri „eina forsetafrúin" en hann kvaðst sjá vel fyrir börnunum, sem hann ætti utan hjónabands. Ekki vildi hann þó segja hve mörg þau væru. ferð sígauna og „sölu“ á ungum kon- um og börnum. Stjórnvöld margra hinna fyrrver- andi austantjaldsríkja í Mið- og Austur-Evrópu hétu því að leggja sig enn betur fram um að uppfylla aðildarskilyrðin eins og þau hafa verið skilgreind, en önnur kvörtuðu undan meintrí ósanngjarnri gagn- rýni af hálfu framkvæmdastjórnar- innar. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómarinnar, sagði í ræðu um skýrsluna sem hann hélt fyrir Evrópuþinginu, að Evrópusamband- ið sjálft yrði að gjöra svo vel að leggja harðar að sér við að búa í hag- inn fyrir fjölgun aðildarríkja. „Stækkun sambandsins er aug- ljóslega veigamesta einstaka málefn- ið sem framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið standa frammi fyrir,“ AP Estrada Filippseyjaforseti mundar litla sprengjuvörpu. sagði hann. Vísaði Prodi til leiðtoga- fundar ESB sem fram fer í Nice í Frakklandi í desember næstkom- andi, þar sem til stendur að binda endahnútinn á breytingar á stofnun- um og ákvarðanakerfi ESB sem nauðsynlegar eru vegna stækkunar- innar. Varaði Prodi við því að alvar- lega myndi draga úr „skriðþunga“ stækkunarferlisins ef ekki næðist sá árangur á Nice-fundinum, sem von- azt væri eftir. Skýrsla framkvæmdastjórnarinn- ar, sem Prodi lýsti sem „metnaðar- fullum leiðarvísi" að stækkun sam- bandsins, tók af allan vafa um að ekki yrði um að ræða neinn „afslátt" af aðildarskilyrðunum fyrir umsókn- arríkin, sem flest eru - í samanburði við Vestur-Evrópuríkin - efnahags- lega vanþróuð fyrrverandi kommún- istaríki. En hann sagði að ef allt gengi að óskum og þeim „leiðarvísi" yrði fylgt sem lýst væri í skjali framkvæmda- stjórnarinnar væri hægt að ljúka að- ildarsamningum við fyrstu umsókn- arríkin fyrir lok árs 2002 og opna þar með fyrir möguleikann á því að taka ný ríki inn í sambandið um áramótin 2002-2003. Núverandi aðildarríki þurfa meiri tíma Forsvarsmenn ESB eru viðkvæm- ir fyrir gagnrýni frá ráðamönnum umsóknarríkjanna þess efnis, að sambandið sé að „draga lappirnar" í eigin undirbúningi stækkunarinnar. Embættismenn ESB í Brussel og stjórnmálaskýrendur halda því fram, að pólitísk nauðsyn sé á því að halda sig við dagsetninguna árslok 2002, en hún sé aðallega ætluð til að halda uppi þrýstingi á þau ríki sem gera sér vonir um að verða fyrst til þess að fá inngöngu um að slaka hvergi á í aðildarundirbúningnum. Fastlega megi gera ráð fyrir að nú- verandi 15 aðildarríki sambandsins þurfi að taka sér það mikinn tíma í að ljúka lögfestingu ESB-umbótanna og væntanlegra aðildarsamninga við ríkin sem bíða inngöngu að fyrsta stækkunarlotan komi varla til fram- kvæmda fyrr en árið 2005. Hver var þessi Pétur Jónatansson? Svarið er á nýja hljómdisknum „TIMBÚKTÚ og tólf önnur“ þar sem flutt eru 13 gömul og ný lög Páls Torfa Önundarsonar, læknis og gítarleikara úr Diabolus in Musica og Six-pack latino, þ.á m. Pétur Jónatansson, 17 stig of sól, Timbúktú, Mambo alla turca, Tito cha cha, Monica, Tango i myrkri, Fólkvísa, Miðsumarnótt o.fl. Hljóðfæraleikur: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanó, Jóel Pálsson, saxófónar, Matthías M.D. Hemstock, trommur og slagverk, Olivier Manoury, bandoneon, Páll Torfi Önund- arson, gítar, Snorri Sigurðarson, trompet, Tómas R. Einarsson, bassi, Þórdís Claessen, slagverk, Þórir Baldursson, píanó og upptökustjóm. Söngur: Egill Ólafsson, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Dreifing: Skífan www.skifan.is Estrada Filippseyjaforseti játar að mútuféð sé á bankareikningi Ekki snert féð og þar með saklaus Súreíiiisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi 4 ] i I ! I i i 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.