Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmynd/HalldórB. Runólfsson Ein af landslagsmyndum Lu Hong í Gallerí Fold. Island á kínversku MYIVPLIST Callerí Fold, Rauð- arárstfg LITAÐ BLEK Á PAPPÍR LU HONG Til 12. nóvember. Opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17, og sunnudaga frá kl. 14-17. ÞAÐ er vissulega merkilegt að skoða myndir Lu Hong af náttúru íslands, svo vel tekst henni að ná landinu, náttúru þess og veðráttu. Hún hefur verið búsett hér í tíu ár og skákar þegar flestum þeim sem fást við að mála íslenska náttúru. Það er auð- velt að sjá hvað það er sem er styrk- ur þessa fyrrum Beijingbúa. Natnin og vandvirknin skilar henn snöfur- legri útkomu í flestum myndanna. Eitt það skemmtilega við verk Lu Hong er hversu ólík þau eru öllu því sem við eigum að venjast frá hefð- bundnum landslagsmálurum okkar. Þótt vissulega komi upp í hugann listmálarar á borð við Þórarin B. sökum látlausrar tjáningai- listakon- unnar er aðferðafræðin töluvert öðruvísi. Vissulega eiga þau sammerkt áhugann á hestum og bæði sýna þau hrossin sem smágerðar og flnlegar skepnur andspænis yfirgnæfandi fjöllum og ásum. En meðan Þórarinn B. Þorláksson málaði og lét pensilinn um að byggja upp fleti verksins eru mun sterkari grafísk áhrif í myndum Lu Hong. Blekið og pensillinn eru nær því að vera teiknimiðlar en tæki til listmál- unar, þótt vissulega megi deila lengi um það hvar teikningunni sleppi og málverkið taki við. I venjulegri flokkunarfræði teljast vatnslita- myndir til dæmis til teikninga þó svo flestir tali um málun með vatnslitum. Þótt myndir Lu Hong liggi nærri því sem kalla mætti vatnslitamyndir eru það örfínir drættir og grafískar áherslur sem skilja verk hennar frá venjulegum vatnslitamyndum. Ósjálfrátt fer áhorfandinn að skoða fínleg smáatriðin og fylgja eftir þeim smágerðu forum sem penslar lista- konunnar skilja eftir sig. Því lengur sem dvalið er við smáatriðin því bet- ur sést hve kínversku miðlarnir sem Lu Hong notar, og verkar til sjálf, gefa framandi útkomu. Og þó er myndefnið svo nærtækt að öllu leyti. Þannig skapar listakonan merkilega togstreitu milli hins nána og hins framandi; nokkuð sem ljær annars kyrrlátum verkum hennar spennu. Það er mikill fengur að Lu Hong í raðir íslenskra landslagsmálara. Haldór Björn Runólfsson Sigrún Eld- járn sýnir í Brússel SIGRÚN Eldjárn sýnir nú málverk í EFTA-byggingunni í Briissel, uin það bil 20 olíumálverk, flest máluð á þessu ári. Viðfangsefni verkanna er íslenskt grúðursnautt og eyði- legt landslag: fjöll, eldstöðvar, sandar og vötn. í þessu landslagi eru örsmáar mannverur á ferli og sýna smæð mannsins gagnvart náttúrunni. Þetta er fyrsta einkasýning Sig- rúnar í Belgíu en hún hefur haldið margar sýningar bæði heima og er- lendis. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Sýningin í Briissel mun standa til 15. desember. EFTA er til húsa nr. 74 á rue de Tréves í Briissel. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á www.itn.is/~seld. Eitt af verkum Sigrúnar Eldjárn á sýningunni í Briissel. Hin „músíska“ fegurð TOJVLIST S a I u i' i ii n PÍANÓTÓNLEIKAR Peter Máté lék píanóverk eftir Jón Þórarinsson, Leif Þórai’ins- son.Jórunni Viðar, Jónas Tómas- son, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Miðvikudagurinn 8. nóvember, 2000. ÍSLENSK tónskáld hafa ekki samið mikið fyrir píanó og er það einnig einkennandi fyrir erlend nútíma tónskáld, með örfáum undantekingum. Klassísku og rómantísku tónskáldin fullnýttu þetta hljóðfæri og þegar nútíma- tónskáld tóku til að gera tilraunir með nýstárlegt tónstak og blæ- brigði, tók það nokkurn tíma að fínna píanóinu farveg, fyrir nýja tónhugsun, sem aftur á móti var auðveldara á önnur hljóðfæri og hljóðfærahópa. Tónleikar Tónskáldafélags ís- lands í Salnum, s.l. miðvikudags- kvöld, voru sérlega skemmtilegir og þar gat að heyra íslensk píanó- verk samin á tímabilinu 1945 til 81. Það var Peter Máté sem hér kom fram og hóf hann tónleikana á Sónötu í C (1945), eftir Jón Þór- arinsson. Tónmál verksins er að mestu tvíraddað og kontrapúnkt- ískt og að því leyti til minnh- það á barokktónlist, sem gerir tón- málið svo skýrt og gagnsætt. Hægi kaflinn er á köflum hljóm- rænastur og sérlega falleg tón- smíð. Péter Máte lék verkið ein- staklega vel og er sérlega lagið að „skálda" í tóninn tilfínningu, svo að tónmálið verður annað og meira en nótur. Þessi skáldlega tónmótun var einkennandi fyrir flutning allra verkanna á efnis- skránni. Annað verk tónleikanna var glæsileg sónata frá árinu 1957, eftir Leif Þórarinsson, er var blátt áfram stór í flutningi Peter Máté. Þá var flutningur hans á skemmtilegu tilbrigða- verki um fimm stemmur, eftir Jórunni Viðar, samið 1965, einnig afburða vel flutt, bæði tæknilega og hvað varðar mótun blæbrigða, sem Jórunn vinnur mikið með í þessu viðburðaríka verki. Sónata VIII (1973), eftir Jónas Tómasson var einstaklega skýrt mótuð. Það sem einkenndi sér- staklega leik Peter Máté, var hversu vel hann náði að skerpa heildarsvip verksins, sem hvað tónefnið áhrærir, er margbreyti- legt og oft byggt á stuttum og af- mörkuðum tónhendingum. Þetta á einnig við um lengsta og yngsta verkið á þessum tónleikum, sem er Gloria (1981), eftir Atla Heimi Sveinsson, þar sem margbreyti- leiki tónhugmyndanna fékk sér- lega skýra mynd, í afburða góð- um flutningi Peter Máté. Lokaverk tónleikanna var Der Wohltemperierte Pianist, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem er mjög vel unnið verk, þar sem fitj- að er upp á ýmsum vinnuaðferð- um í tónskipan og voru þessi leik- tækniatriði einstaklega vel útfærð. Þetta voru skemmtilegir tón- leikar, sérstaklega vegna þess, að þessir gömlu kunningjar voru af- burða vel fluttir og fengu hjá Pet- er Máté alveg nýjan hljóm. Peter Máté er frábær píanóleikari, sem leikur með tæknina en er einnig gefín sú gáfa að laða fram hina „músísku“ fegurð tónverkanna, jafnvel svo, að einstakur tónn fær sérstakt vægi og flóknar tónflétt- ur verða spennuþrungnar og ótrúlega skýrt mótaðar, sem auð- veldar væru. Þetta voru glæsileg- ir tónleikar, bæði er varðar flutn- ing og innihald tónlistar. Jón Ásgeirsson Stefán Jón Hafstein til starfa hjá Eddu EDDA - miðlun og útgáfa, sameinað fyrirtæki Máls og menningar og Vöku - Helgafells, hefur ráðið Stef- án Jón Hafstein til að þess að stýra nýmiðlunardeild fyrirtækisins. Undir deildina heyra vefír fyrir- tækisins og hvers kyns rafræn út- gáfa, hvort heldur er á geisladiskum eða á Netinu. Þróunarstjóri vef- lausna hjá Eddu verður Marínó Njálsson, sem verið hefur kerfís- stjóri Máls og menningar. Síðustu tvö ár hefur Stefán Jón rekið eigið fyrirtæki, sem m.a. hefur tekist á við verkefni á sviði nýmiðl- unar og netútgáfu, sem nú færast til Eddu undir hans stjórn, og má þar nefna veiðivefínn flugur.is. Lífseigur tónn LEIKLIST Ctvarpsleikliúsið SÚKKULAÐI HANDA SILJU Eftir Nínu Björk Ámadóttur. Leikstjóri María Kristjánsdóttir. Tæknimenn: Björn Eysteinsson, Sjörtur Svavarsson. Tónlist: Egill lafsson. Píanóleikur: Jónas Þór- ir. Leikarar: Sigrún Edda Björns- dóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ell- ert Ingimundarson, Iljálmar Iljálmarsson, Bergur Þór Ingólfs- son, Sigurður Skúlason, Gunnar Hansson. Útvarpsleikhúsið 5. og 8. nóv. 89 mínútur. EITT er það leikhús í landinu sem nýtur þeiirar mótsagnar að vera hvorutveggja minnst umtalað og eitt hið mest sótta. Þarf reyndar ekki að fara lengra en í stofusófann til að njóta þess. Utvarpsleikhúsið á þó nokkuð undir högg að sækja gagnvart ágengari miðlum og er það synd þar sem listrænir mögu- leikar til leikritaflutnings í útvarpi eru miklir ef vel er á haldið. Rökin fyrir því að Útvarpsleikhúsið sé mest sótt allra leikhúsa landsins eru þau að einu sinni til tvisvar í hverjum mánuði njóta á milli fjögur og sjö þúsund manns flutnings Út- varpsleikhússins. Þessum tölum mætti hampa á markaðstorgi leik- húsanna ef viljinn væri fyrir hendi. Súkkulaði handa Silju var frum- flutt í Þjóðleikhúsinu 30. desember 1982 og leikið 42 sinnum áður en lauk um vorið 1983. Ári síðar var það tekið til sýninga hjá Leikfélagi Akureyrar. Báðum uppfærslum stýrði María Kristjánsdóttir og heldur hún einnig um stjórnvölinn í þessari nýju uppfærslu Útvarps- leikhússins. María er því gjörkunn- ug leikritinu og mátti glöggt finna hversu öruggum höndum hún hefur tekið verkið; hvergi hikað við að fylgja eftii- stílbrögðum höfundar- ins, þar sem skiptist á ískalt raun- sæi og ljóðræn angist, þeir tveir pólar sem leikritun Nínu Bjarkar hverfðist iðulega um. Leiða má að því líkur að þessi sýn Nínu Bjarkar á leikritun hafi jafnvel verkað sem hindrun fyrir suma að leikritum hennar. Hin ljóðræna angist getur við lestur verkað sem tilfinninga- semi og raunsær blær samtalanna getur á móti verkað sem hversdags- legur og smámunasamur. Engu að síður liggur í þessu hinn dramatíski styrkur verka Nínu Bjarkar. Með því að tefla saman þessum ólíklegu andstæðum skapar hún sérstakan heim í leikritum sínum, þar sem umhverfið og persónurnar eru kunnuglegar en um leið er þeirra innri kvöl gefín sjálfstæð rödd í hin- um ljóðræna þætti verkanna. Skiln- ingur Nínu Bjarkar fyrir möguleik- um leikhússins felst í því að skrifa þannig leikrit að þau þarf að leika til að átta sig á styrk þeirra. Þeir sem lesa þau þurfa svo á móti að hafa þann skilning til að bera að átta sig á möguleikum verkanna. Sigrún Edda Björnsdóttir er jafnvíg á öll vopn raddbeitingar og er frábær útvarpsleikari. Nötur- leiki lífs hinnar einstæðu móður Önnu var skerandi; stúlkan sem fórnaði sér fyrir barnið sitt og stendur svo frammi fyrir því 35 ára gömul að dóttirin hafnar henni, seg- ist þó frekar vorkenna henni en fyr- irlíta. Uppbygging persónu Önnu er örugg og stígandi, þar sem í byrj- un verks þykir manni lítið til henn- ar koma en smám saman kviknar skilningur á aðstæðum hennar og lífshlaupi þar til ömurleiki lífs henn- ar er skýrari en tárum taki. Sam- tímis opnast augu manns fyrir því óréttlæti sem felst í kjörum þessar- ar ungu konu og dóttur hennar. Uppreisn dótturinnar Silju er skilj- anleg en jafnframt er ljóst hversu tilgangslaus hún er; það líf sem þeim mæðgum er skapað er ekki þeirra sök, heldur samfélagsins. Styrkur verksins liggur hins vegar í hversu lipurlega höfundurinn fellir samfélagsádeilu sínu inn í persónu- lega sögu mæðgnanna Önnu og Silju. Edda Björg Eyjólfsdóttir náði vel að túlka tilfinningasveiflur hinn- ar ungu Silju. Henni þykir vænt um mömmu sína en skellir þó skuldinni á hana og með nokkrum rétti þar sem Anna hefur misst af dóttur sinni í örvæntingarfullri viðleitni til að ala önn fyrir henni. Þar er fólg- inn sárasti broddur verksins. Öruggur leikur á öllum póstum, tónlist Egils Ólafssonar og kunn- áttusöm og listfeng leikstjórn gerði þessa sýningu Útvarpsleikhússins að minnisstæðum viðburði og færði heim sanninn um að þrátt fyrir oft á tíðum hæstar drunur úr tómum tunnum lifir tónninn lengur þegar innihaldið er til staðar. Hávar Sigurjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.