Morgunblaðið - 10.11.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 35
Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson
Eitt af verkum Sigmars Vil-
helmssonar í Gallerí Reykjavfk.
Innri
barátta
MYIVDLIST
Gallerí Rcykjavfk
MÁLVERK & TEIKN-
INGAR SIGMAR
VILHELMSSON
Til 12. nóvember. Opið virka daga
frá kl. 10-18. Laugardaga frá kl.
11-16, og sunnudaga frá kl. 14-17.
SIGMAR Vilhelmsson sýnir liðlega
fjörutíu myndir í Gallerí Reykjavík
við Skólavörðustíg. Það má sjá í
myndum hans mikla undirliggjandi
ólgu sem brýst út í rómantísku flæði
með draumkenndum, táknsæjum yf-
irtónum. A heildina litið skortir tölu-
vert á tæknilega samstillingu verka
hans. Svo mikið virðist Sigmari niðri
fyrir að tjáningin tekur öll völd og
útkoman glatast í ofhlaðinni tilfinn-
ingasemi.
Narkissískar táknmyndir eru
vandmeðfarnar og vilja gjarnan
hafna í ofsögum þar sem of mikið er
látið uppi með of litlum áhrifamætti.
Fléttur og samspeglanir ganga út
í öfgar og yfirskyggja raunverulegt
myndefni. Það er ekki öfundsvert að
róa á miðum Einars heitins Jónsson-
ar og ætla sér að afla betur en hann.
Það er hætt við að slíkir sjómenn
komi heim með öngulinn í rassinum.
Teir listamenn, hvor með sínum
hætti, gætu vísað Sigmari veginn til
gifturíkari árangurs. Annar er
finnski aldamótamálarinn Magnus
Enckell sem kom sjálfspeglunum
sínum til skila með einföldum en af-
arnæmum hætti.
Hinn er bandaríski postmódern-
istinn Ross Bleckner, en táknheimur
hans er öllu óræðari, hlaðinn sértæk-
um birtingarformum sem búa yfir
þeirri vitundardýpt sem Vilhelm
vh'ðist sækjast eftir að tjá.
En - nota bene - báðir áðurnefnd-
ir listamenn veðjuðu á næmleikann í
stað tilfinningaseminnar og höfðu
þar af leiðandi erindi sem erfiði. Það
virðist nokkuð langt í slíka ögun hjá
Sigmari, en hana verður hann að
rækta. Enginn verður óbarinn bisk-
up.
Halldór Björn Runólfsson
M-2000
JCL
(10. nóvember
Unglist í Reykjavík:
HLAÐAN í GUFUNESBÆ (GRAFARVOGI)
KL. 20-23.30
Glundroði og harðkjarnarokk ísam-
vinnu við dordingull.com. Hljómsveit-
irnar Mínus, Snafu, Forgarður helvít-
is, Elexirofl. auk Length oftime frá
Belgíu.
Unglist Akureyri:
SJALLINN KL. 20-02
Hljómsveitadjamm, fantasíuförðum
og verðlaunaafhending í maraþoni.
www.hitthusid.is
Kirkjusöngur
söngskólanema
SÚ HEFÐ hefur skapast að nem-
endur Söngskólans í Reykjavík
gleðji kirkjugesti í Reykjavík annan
sunnudag nóvembermánaðar ár
hvert.
Söngvarar frá Söngskólanum
syngja einsöng og dúetta við guð-
þjónustur í öllum kirkjum Reykja-
víkurprófastdæmanna, Fríkirkj-
unni í Reykjavík og kirlg'um
Kópavogs, nk. sunnudag.
I Grafarvogskirkju syngur Bylgja
Dís Gunnarsdóttir, í Fella- og Hóla-
kirkju Helga Magnúsdóttir og í
Neskirkju Kristveig Sigurðardóttir.
Gissur Páll Gissurarson syngur í
Hallgrímskirkju þar sem útvarpað
verður frá messunni. I Langholts-
kirkju syngfur Svana Berglind
Karlsdóttir, í Dómkirkjunni Guðríð-
ur Þ. Gísladóttir og í Árbæjarkirkju
syngja Hjördís Elín Lárusdóttir og
Sólveig Unnur Ragnarsdóttir dúett.
Magnea Gunnarsdóttir syngur í
Seljakirkju, Hólmfríður Jóhannes-
dóttir í Fríkirkjunni í Reykjavík,
Þórunn Marinósdóttir í Breiðholts-
kirkju, Dagný Þ. Jónsdóttir í Bú-
staðakirkju. í Áskirkju syngur fvar
Helgason, í Háteigskirkju Margrét
Árnadóttir og í Grensáskirkju Sig-
urlaug Jóna Hannesdóttir. í Laug-
arneskirkju syngja Aðalsteinn
Bergdal, Hulda Björg Vfðisdóttir,
Hafsteinn Þórólfsson og Ragnheið-
ur Hafstein og munu þau leiða safn-
aðarsöng.
Elísabet Ólafsdóttir og Pétur Örn
Þórarinsson syngja dúett í
Kópavogskirkju, Auður Guðjohn-
sen syngur í Digraneskirkju og
María Jónsdóttir í Hjallakirkju.
Nemendur Söngskólans í Reykjavík.
LANCÖME
PAfitlS
RÉNERtp^*#
CONTOÚR LIFT
Besti stuðningur
húðarinnar 1
| www.lancomo.com }ji]
Kynnum stórkostlegar
nýjungar fyrir andlit.
Viðskiptavinir Lancöme fá veglega kaupauka.
Kynning í dag
og á morgun laugardag.
H Y G E A
énýflisSru i'étíUín
Laugavegi
sími 511 4533
íslenska sem
annað mál
Málræktarþing 2000
í hátíðasal Háskóla íslands
11. nóvember
í tilefni af degi íslenskrar tungu efnir íslensk málnefnd
til málræktarþings í hátíðasal Háskóla íslands. Yfirskrift
þingsins er „íslenska sem annað mál“ og verður fjallað
um sambúð fólks af erlendum uppruna við íslenskuna,
jafnt þeirra sem sest hafa að á íslandi og þeirra sem
nema íslensku á erlendri grundu.
Dagskrá
10.30 Setning
10.35 Ávarp menntamáiaráðherra, Björns Bjarnasonar.
Afhentur nýr styrkur Mjólkursamsölunnar til
háskólanema sem vinnur að lokaverkefni um
íslenskt mál
10.45 Verðlaunahafar úr Stóru upplestrarkeppninni
lesa upp
10.50 Ávarp borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur
Ræðumenn:
11.00 Dr. Birna Arnbjörnsdóttir, Háskóla íslands:
Tvítyngi og skóli: Áhrif tvítyngis á framvindu
í námi
11.30 Ingibjörg Hafstað kennsluráðgjafi, Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur: Tvítyngdir nemendur í
íslenskum grunnskólum
12.00 Hádegishlé og veitingar
12.30 Þóra Björk Hjartardóttir dósent, Háskóla ísiands:
íslenska fyrir útlendinga í Háskóla íslands
12.45 Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar
Sigurðar Nordals: íslenskukennsla við
erlenda háskóla
13.00 Þóra Másdóttir talmeinafræðingur, Talþjálfun
Reykjavíkur: Tvítyngi og frávik í málþroska
13.30 Matthew Whelpton lektor, Háskóla íslands:
Að tala íslensku, að vera íslenskur.
Mál og sjálfsmynd frá sjónarhóli útlendings
14.00 Þingslit
ÍSLtHSgfAAmtTHt)
Málræktarþingið er öllum oþið á meðan húsrúm leyfir
"W