Morgunblaðið - 10.11.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 10.11.2000, Síða 43
i MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 43 L UMRÆÐAN VERNDUN er orðið eitt mest notaða hugtakið í umræðum um heill almennings. Allt verði verndað: auð- vitað náttúran í mjög víðum skiin- ingi, heilsa fólks og hamingja þess. Umhverfi, líka í mjög víðum skiln- ingi, er næsta lykilorðið. Undir því er raðað næstum því öllu sem er í kringum okkur: landið, vatnið og loftið, borg og sveit og næsta lykil- orðið: Lífríkið. Áhugavert er að rifja upp hvernig þessi vemdunarstefna varð til, hvernig hún hefur þróast og á hvaða villigötur hún er ef til vill að fara. Ótti við afleiðingar framfara verð- ur til á nítjándu öld í ferli iðnvæðing- ar. Mikið af lögum og reglum, sem við búum enn nú við, eru ávextir þessa ótta þótt margar forsendur hans hafi horfið. Græna stefnan, sem nú er við lýði, er þó miklu yngri. Vel- megunarár sjöunda áratugs 20. ald- ai- hafði ekki eingöngu í för með sér batnandi lífskjör en einnig aukna mengun og augljós neikvæð áhrif á umhverfi sem meirihluti Vestur- landabúa býr í. Raddir heyrast þá sem benda á að við slíkt verði ekki unað en í fyrstu er þaggað niður í þeim sem óvinum „framfara". Síðan myndast samtök sem berjast með hjálp fjöl- miðla og kröfugangna fyrir verndun umhverf- is. Fyrsta af slíkum að- gerðum sem heppnast og vekur heimsathygli er gerð í San Francisco: samtökum blómakynslóðar tekst að koma í veg fyrir að hraðbraut sé lögð í gegnum miðborg hinn- ar frægu hafnarborgar. Ahrif þessa fara eins og eldur í sinu um öll Vest- urlönd. í kjölfarið er meðal annars hætt við að leggja hraðbraut í gegnum Grjótaþorpið og komið í veg fyrir niðurrif húsa í Bak- arabrekku. Geta má þess, að margir höfðingjar og þjóðarstólpar brugð- ust illa við framferði skrílsins sem kom í veg fyrir þessar framkvæmdir. Áhugavert er, að græna stefnan fæðist í Kaliforníu, ríkasta fylki Bandaríkjanna, og verður sterkust í ríkasta hluta Evrópu: í Þýskalandi og Sviss. Hræðslan er mest þar sem efna- hagsþróun hefur geng- ið lengst og með henni ágangur manna á um- hverfi. Á eftir krökkunum í flagsandi blómabuxun- um kemur fylking af allt annari tegund af fólki sem tekur við af þeim er hippatímabil- inu hnignar. Ekki nærri eins skrautlegt, og miklu þurrara, það liðið. Og eins og allir vita eru núna haldnar alþjóðaráðstefnur sem fjalla með misgóðum árangri um verndun lofts og vatns á hnettinúm öllum. Græna stefnan hefur einnig eignast lausaleiksbörn sem skjóta upp kollinum þegar verst á stendur eins og í bestu fjölskyld- um. Þau skæðustu og dýrustu er heittrúarhópur pödduvemdara. Hitamál þeirra er, að nauðsynlegt sé að vernda allt lífríki, hvað sem er og hvar sem er. Afmenningur les því í blöðum, að æskilegt sé, og reyndar Umhverfi Þetta nýútsprungna áhugafólk, segir Björn Ólafs, telur sig sjálft hafa óhag af röskun á núverandi ástandi. siðferðilega nauðsynlegt, að gera ráðstafanir til að vernda pöddur sem enginn vissi einu sinni áður að væru til. Aðferðin til að koma þessari teg- und af verndun í framkvæmd bygg- ist venjulega á því, að búa til sam- viskubit hjá lesanda sem kann ekki við annað en að þegja þegar reikn- ingurinn fyrir kostnaði á þessari mikilvægu vemdun er lagður fram. Síðasta dæmið sem ég hef séð um slíkt, í þýsk-frönsku stöðinni ARTE í gær, vom heitar umræður um undir- göng undir hraðbraut, til þess gerð að jámsmiðstegund nokkur yrði ekki tmfluð í árlegri ferð sinni um viðkomandi hérað. í gamla daga var manni kennt það í skóla að engin lifandi vera úr dýra- né plönturíki vildi búa á höfuðborg- arsvæðinu á íslandi, nema Seltim- ingar sem hugsa smátt. En nú er merkileg dýrategund, fyrirgefið, líf- ríki, þar undir hverjum steini. Ekki virðist skipta máli þótt bent sé á að náttúran aðlagi sig og láti ekki skipa sér fyrir verkum, né heldur að bestu Pödduverndarar unnu rolludýrkendur Björn Olafs íbúðahverfin séu á stöðum sem hefur verið gerbreytt af mannshendi. Ný tegund af lífríki, sem myndast í mannabyggð, eins og til dæmis í garð- eða skógrækt, virðist algjör- lega óáhugaverð, eins konar undir- náttúra. Þessi tegund af vemdunarstefnu hefur síðan áhrif sem mætti kalla á ungíslensku perrnð áhrif. Einstakl- ingar og hagsmunahópar búa til skarkala í kringum mál, aðallega framkvæmdir, undir því yfirskini að þeir séu hliðhollir lífríkisvemdun, á svæði sem oftast er í nágenni við eignir þeirra. Mjög algengt er í háþróuðum nágrannalöndum nú, að allt í einu vakni ótrúlegur áhugi í ein- hverju héraðinu á ormum, gæsum eða öðmm pöddum sem enginn hafði áður áhuga á nema til að veiða þær eða nota í beitu. Þegar málið er at- hugað kemur í Ijós að þetta nýút- spmngna áhugafólk telur sig sjálft líka hafa óhag af röskun núverandi ástands sem er þó lagt fram sem aukaatriði, næstum því innan sviga. Yffrleitt fylgir slíkum málum, að þeir sem hag hafa af breytingu þegja sem fastast til að verða ekki flokkaðir sem pöddumorðingjar eða lífríkis- skemmdarvargar og fylgja þeir því sínum málum eftir á kafbát. Er ekki víst að slíkt sé jákvæð lýðræðisþró- un. En er það ekki aukaatriði? Þeir sem hrópa hæst í anddyri muster- anna hafa lengi og með ágætum stjómað veröldinni. Höfundur er arkitekt „Dallas-Shakespeare“ í Borgarleikhúsinu FYRIR skömmu var haldinn málfundur í Borgarleikhúsinu um íslenskar Shakespeare- sýningar. Ég gat því miður ekki sótt þennan fund þar sem ég var bundinn við kennslu en , hef fyrir mér frásögn Morgunblaðsins af hon- , um. Sú er skráð af blaðamanni sem er af einhveijum sökum ekki nafngreindur. Af skýrslu hans, sem ber hið bráðskemmtilega heiti „Saklaus meðferð á Shakespeare", verður ekki séð að mikil skoð- anaskipti hafi orðið þama eða menn rætt það sem er kjarni málsins. Hver er þá kjarni málsins? Hann i er í sem stystu máli sá að flestar, ef ekki allar, sýningar reykvísku at- vinnuleikhúsanna á verkum Shake- speares síðustu ár hafa verið list þessa skálds óviðkomandi. Þetta gild- ir umfram allt um sviðsetningar Guð- jóns Pedersen sem mun nú hafa feng- ið færi á fleiri leikritum Shake- speares en nokkur annar íslenskur leikstjóri frá upphafi. Um þessar mundir gengur útfærsla Guðjóns á Lé konungi - eða öllu heldur þeim tætlum sem eftir em af þýðingar- texta Steingríms Thorsteinssonar eftir að þeir Hafliði Arngrímsson hafa farið um hann höndum - fyrir hálftómu húsi í Borgarleikhúsinu. Guðjón hefur sem kunnugt er kosið að hefja starfstíma sinn sem leikhús- stjóri Borgarleikhússins með því að fela sjálfum sér að leikstýra stór- brotnasta harmleik Shakespeares. Hann ber því tvöfalda ábyrgð á fyrir- tækinu, sem leikstjóri og leikhús- stjóri. Það er því ærin ástæða tU að staldra við og lýsa stuttlega vinnu- ™ brögðum hans eins og þau birtast í þessari sýningu. Lér konungur Guðjóns Pedersens er í sama anda og/yrri atrennur hans að Shakespeare. I fyrsta lagi er verk- ið stytt svo hressilega að það er ekki nema svipur hjá sjón. Nú er þó geng- ið öllu lengra en fyrr með því að sjálf atburðarásin er orðin óskiljanleg öðr- um en þeim sem þekkja verkið fyiir. AUur þáttur Kordelíu og manns hennar, Frakkakonungs, hefur sem sé verið þurrkaður út, m.a. með þeim + árangri að sjálfsvíg KordeUu undir leikslok- in er án aUs aðdrag- anda; líkið af henni birt- ist einfaldlega, eins og skrattinn úr sauðar- leggnum, hangandi uppi í einhveiju ijáfri. Um þessar aðfarir mætti skrifa langt mál sem ég spara mér hér enda geta menn kynnt sér „herlegheitin“ í leikskránni þar sem textinn er birtur með styttingum - sem voru raunar fleiri á þeirri sýningu sem ég sá. I öðru lagi er leik- stjóranum, eins og löngum fyrr, mjög í mun að búa til sjálfstæðar uppá- komur eða sýningar inni í sýning- unni. Lítið dæmi: orð Lés um „nakta vesalinga" sem eigi sér hvergi hæli í hríðum og óveðrum, verða honum til- efni til að láta leikarahópinn tölta berstrípaðan yfir hálfupplýst bak- sviðið (sem bendir e.t.v. tU að leik- stjórinn leggi eiginlega merkingu í orð kóngsins!) Sýningin er full af „slap-sticks“, líkamlegum skoptU- burðum, oft án nokkurra eðUlegra tengsla við það sem fram fer, t.d. hendist ein persónan út af sviðinu hangandi í regnhlíf Kkt og hún sé að breytast í Mary Poppins. Leikið er á móti textanum þegar færi gefst: dæmi um það er þegar þrjóturinn Ós- vald er látinn segja frá dauða tengda- sonar Lés, hertogans af Cornwall, einum örlagaríkasta atburði leiksins, með kæruleysis- og fyrirlitningarsvip eins og þetta sé ekkert sem máli skipti. Erótíkin, sem er í verkinu eins og undiralda, er dregin fram með groddalegum frygðarlátum og til- heyrandi klæðakasti. Notkun tónlist- areffekta - hljóðmyndar eins og það er stundum kallað á fínu máli - er gegndarlaus; sýningin er bókstaflega útbíuð í alls kyns tónasuði. Stundum er jafnvel frægum tónverkum mis- boðið, eins og þegar Ave Maria Schu- berts er látið hljóma undir hinni frægu augnstungusenu Glostmjarls. í leikritinu gerist það að nokkrir einstaklingar fylgja kónginum, sem tapar viti eftir vanhugsað valdaafsal í hendur dætra sinna, út í útskúfun og niðurlægingu. Það eru einkum Jarl- inn af Kent, hfrðfífl konungs og Ját- Leiklist Hvað heldur Guðjón Pedersen að Shake- speare hafí verið að fara, spyr Jón Viðar Jónsson, þegar hann samdi Lé konung? geir, sonur Glostuijarls, sem dulbýr sig sem geðsjúkling eftir að faðir hans hefur látið blekkjast af rógi hálf- bróður hans, fúlmennisins Játmun- dar, og rekið hann í útlegð. Hér eru Játgeiri lagðar til spastískar hreyf- ingar, rétt eins og slíkt sé einkenni geðveilu! Tryggðatröllið Kent-jarl er orðin hrein skrípafígúra með harð- kúluhatt og regnhlíf, eins og stokkin út úr teiknimyndasögu. Með þessu móti verða förunautar Lés eitt all- sherjar furðuverk, nánast eins og framlengingar á fíflinu fræga sem Halldóra Geirharðsdóttir skilaði að mörgu leyti vel. Þó að „Barbara" hennar sé ekki nýstárleg, náði Hall- dóra stundum í skottið á þeirri beisku tragikómík sem er grunntónn fíflsins, eini Ijósi punkturinn í sýningunni. En annars rann hér allt út í stefnulausan skrípagang, eins og í sumum fyrri „Shakespeare-sýningum“ Guðjóns Pedersens (ekld síst Macbeth) þvi að Guðjón hefur ekki enn áttað sig á því að Shakespeare er skáld hins blæbr- igðaríka og margbreytilega í mann- legu lífi og að leikur andstæðnanna er grundvallaratriði í list hans. Vart þarf að orðlengja um það að leikarar vinna hér fá afrek. Hvert stóratriðið af öðru lyppast máttlaust niður: skipting ríkisins, píslargangan á heiðinni, augnstungan, að ekki sé minnst á lokaþáttinn. I fæstum tilvik- um verður sakast við leikarana sem sumir berjast fyi'ir lífi sínu í spenni- treyju leikstjórans. Þó verður að segjast að textakunnátta Péturs Ein- arssonai' í aðalhlutverkinu var öld- ungis afleit; ég fullyrði að ekki hafi nema í almesta lagi 20-30 % textans komist óbrengluð til skila hjá honum á þeirri sýningu sem ég sá. En sjálf- sagt er ekkert grín fyrir leikara að skila slíku risahlutverki í sýningu Jón Viðar Jónsson sem er aðeins sýnd einu sinni í viku þannig að leikarar ná aldrei almenni- legu valdi á henni. Staðsetningar gera Pétri ekki alltaf auðvelt fyrir; a.m.k. þyrfti engan smáræðis texta- leikara til að skila hinni frægu ræðu Lés á heiðinni (Blow, winds, and crack your cheeks! Rage, blow .... ), standandi innarlega á sviðinu, lemj- andi rennvotum stakki í gólfið allan tímann. Ég skrifa það varla heldur á reikning Péturs þó að ekkert verði úr geðveiki Lés hjá honum. Pétur hefur lengi verið vaxandi leikari, textameð- ferð hans verður að vísu seint talin til fyrirmyndar en að mínum dómi er val hans í þetta hlutverk misráðið; hann hefur hreinlega ekki þann styrk og þá tragísku stærð sem það krefst. Sé lit- ið yfir flóru íslenskra leikara eru að- eins tveir menn sem hægt er að hugsa sér í námunda við Lé konung: Amar Jónsson eða Þorstein Gunn- arsson. Sé þess nú spurt hvort ekki kunni að leynast í sýningunni einhver leik- stjómarleg hugsun, sem fari fram hjá gagnrýnandanum, er því einu til að svara að hún hefur þá farið framhjá mér. Ég hef raunar séð allar „Shake- speare-sýningar" Guðjóns og aldrei séð þar votta fyrir viðleitni til raun- hæfrar túlkunar i leikstjóm. Hann virðist einfaldlega ekki kunna að nýta eigið hugarflug í þágu skáldskaparins - eins og t.d. Rimas Tuminas gerir í að mörgu leyti prýðilegri sýningu á Kirsubeijagarðinum í Þjóðleikhús- inu. Við Guðjón sjálfan hef ég einu sinni átt ítarlegt samtal um þetta efni með blaðamanni og þá hafði hann ekki annað fram að færa en almennt orðaða frasa. Á fyrmefndu málþingi mun hann hafa lýst þvi yfir að verk Shakespeares séu eins og hveijar aðrar „sápuópemr“ og persónulýs- ingamar út úr Dallas. En auðvitað er til í dæminu að ■ nafnlaus blaðamaður Mbl. hafi mis- skilið Guðjón og jafnvel afbakað mál hans. Því væri best ef hann sæi sér fært að koma sjálfur fram og skýra hvað hann var að fara. En hræddur er ég um að hann yrði þá í leiðinni spurður nokkurra spurninga um nýj- asta afrek sitt. Hér em örfá dæmi: 1. Hvers vegna var Frakkakon- ungur og allur þáttur hans strikaður út úr verkinu? Telur Guðjón auka- atriði hvort leikrit hanga saman eða ekki? 2. Hvers vegna var Jarlinn af Kent gerður að fígúm? í hvaða skyni var sýningin fyllt af „kómík“ sem á ekki neinar rætur í textanum? 3. Var nauðsynlegt að sýna sam- drátt Játmundar og kóngsdætra með jafnsvaðalegum tilburðum og þarna er gert? Telur leikstjórinn að áhorf- endur myndu annars ekki skilja hvað er að gerast á milli þessa fólks? 4. Er einhver hugsun á bak við tónlistamotkun í sýningunni? 5. Hvað heldur Guðjón Pedersen að Shakespeare hafi verið að fara þegar hann samdi Lé konung? Höfundur er leikhúsfræðingur. Rifjaðu upp Ijúfj minningar? mj við iirinckl, góðan nial, góöa þjónustu og Ijúfíi tónlíst á HÓTEL REYKJAVÍ: SIGTÚN (íunn.ii IVill lclktii fimmiucl.. IösukI. og hiugíudag fiú kl. I• > 15 lil 25.00 I'yi'ir hópa aöi.i dag.i I r>orðt.ipanl;inir í síma oUH 9000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.