Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 51
 i ! I Kristján Eðvarðsson at- skákmeistari Reykjavíkur SKAK II e 11 i s h e i m i 1 í ð UNGLINGAMEISTARA- MÓT ÍSLANDS 8.10-4.11.2000 KRISTJÁN Eðvarðsson er at- skákmeistari Reykjavíkur 2000. Hann sigraði nokkuð örugglega á Atskákmóti Reykjavíkur sem lauk nú í vikunni. Sigur á mótinu ti’yggði Kristjáni reyndar tvöfaldan titil, því mótið var jafnframt Atskákmót Hellis og þar sem Kristján er félagi í Taflfélaginu Helli er hann einnig at- skákmeistari Hellis 2000. Kristján hlaut 6Vt vinning í 7 skákum. Arnar E. Gunnarsson varð annar með 5% vinning. Röð efstu manna: 1. Kristján Eðvarðsson 6V4 v. 2. Arnar E. Gunnarsson 5'á v. 3. -5. Björn Þorfmnsson, Davíð Ól- afsson og Bragi Þorfinnsson 5 v. 6.-8. Ólafur ísberg Hannesson, Guðjón Heiðar Valgarðsson og Gunnar Björnsson 4‘/2 v. 9.-11. Sigurður Ingason, Kristján Halldórss. og Valdimar Leifss. 4 v. 12.-14. Guðmundur Kjartansspn, Vigfús Ó. Vigfússon og Grétar Áss Sigurðsson 3% v. Alls tóku 26 keppendur þátt í mót- inu. Skákstjórar voru Gunnar Bjömsson, Vigfús Ó. Vigfússon og Davíð Ólafsson Bragi Þorfínnsson ungl- ingameistari í skák Bragi Þorfinnsson er unglinga- meistari íslands í skák árið 2000. Sigur hans á mótinu var mjög glæsi- legur, en hann lagði alla sjö andstæð- inga sína og varð IV2 vinningi fyrir ofan Davíð Kjartansson sem lenti í öðm sæti. Röð efstu manna varð þessi: 1. Bragi Þorfinnsson 7/7 v. 2. Davíð Kjartansson 5V4 v. 3. Guðni Stefán Pétursson 5 v. 4. Guðjón Heiðar Valgai-ðsson 5 v. 5. Sigurður Páll Steindórss. 4'/2 v. 6. Guðmundur Kjartansson 4v. 7. -10. Ólafur ísberg Hannesson, Halldór B. Halldórsson, Björn ívar Karlsson og Stefán Bergsson 3/2 v. Þátttakendur vom 17, sem er tölu- verð fjölgun frá síðasta ári. Skák- stjórar voru Sigurbjöm Bjömsson, Vigfús Ó. Vigfússon og Haraldur Baldursson. Mótið var haldið í fé- lagsheimili Taflfélagsins Hellis. Bragi Þorfínnsson efstur í úrslitakeppni Haustmótsins Bragi Þorfinnsson er efstur í úr- slitakeppninni um titilinn skákmeist- ari Taflfélags Reykjavíkur 2000. Þeir Bragi, Sigurður Daði Sigfússon og Sævar Bjarnason urðu efstir og jafnti í meistaraflokki Haustmóts TR og tefla nú tvöfalda umferð um sigur á mótinu. Öllum skákum fyrri hluta keppninnar lauk með jafntefli, en Bragi sigraði Sævai- Bjarnason í fyrstu skák seinni hlutans. Sigurður Daði þarf að sigra Sævar í síðustu skák keppninnar til að knýja fram aukakeppni milli sín og Braga. Stað- an er nú þessi: 1. Bragi Þorfinnsson 2/2 v. af 4 2. Sigurður D. Sigfússon IV2 v. af 3 3. Sævar Bjamason 1 v. af 3. Keppninni lýkur í kvöld. Skákklúbba- keppni TR Skákklúbbakeppni TR verður haldin föstudaginn 10. nóvember nk. kl. 20:00 i félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða 2x7 umferðir eftir Monrad- kerfi með 5 mínútna umhugsunar- tima og skal hver sveit skipuð fjómm skákmönnum auk varamanna. Þátt- taka í klúbbakeppninni er ekki ein- göngu fyrir rótgróna skákklúbba, heldur ereinnig heimilt að mynda sveitir að eigin ósk. Þátttökugjald fyrir hverja sveit er kr. 1.000. Veitt verða þrenn verðlaun auk þess sem keppt er um veglegan farandbikar. Þátttöku má tilkynna með tölvupósti (rz@itn.is) eða í síma 896-3969. Kristján Bragi Eðvarðsson Þorfinnsson íslandsmót drengja- og telpna Keppni í drengja- og telpnaflokki á Skákþingi íslands (fædd 1985 og síðar) verður dagana 11.-12. nóvem- ber. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími 30 mínútur á skák fyrir keppanda. Mótið mun fara fram á Akureyri og er Skákfélag Akureyrar fram- kvæmdaraðili. Teflt verður í sal Brekkuskóla við Laugargötu. Einnig er boðið svefnpokapláss í skólanum. Tilkynna þarf fjölda í svefnpoka- pláss með góðum fyrirvara. Taflið hefst laugardaginn 11. nóvember kl. 13:30. Þátttökugjald er kr. 800. Þátttökutilkynningar berist Skák- sambandi Islands í síma 568 9141, netfang: siks@itn.is. Einnig má til- kynna þátttöku til Skákfélags Akur- eyrar s. 462 7655, Þórs Valtýssonar s. 462 3635, Gylfa Þórhallssonar s. 462 3926 eða netfang ghka@simnet- .is íslandsmótið í netskák 2000 Taflfélagið Hellir, Strik.is og ICC, alþjóðlegi skákþjónninn, bjóða til íslandsmótsins í netskák sunnudag- inn 12. nóvember kl 20:00, en mótið er nú haldið í fimmta skipti. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, fjögurra mínútna skákir með tveggja sekúndna viðbót við hvem leik (4 2). Þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið, en núverandi Is- landsmeistari í netskák er Davíð Kjartansson. Boðið er upp á glæsileg verðlaun í boði Strik.is. Einnig býður ICC upp á frímánuði fyrir verðlaunahafa. Mótið fer fram með sama hætti og undanfarin ár þ.e. keppendur tefla undir dulnefnum og vita þeir því ekki hvort andstæðingur þeirra er byrj- andi eða stórmeistari. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá flokka: opinn flokk, undir 1800 skákstigum og stigalausa. Mótið verður að þessu sinni haldið á stærsta skákþjóni heims, ICC. Mótið er öllum opið hvort sem þeir eru félagar á ICC eða ekki. Þátttak- endur, sem ekki eru skráðir á ICC, fá frían aðgang í einn mánuð í boði ICC. Skylda verður að nota nýjasta Blitzin hugbúnaðinn (Blitzin 2.31) í mótinu, en hann er með innbyggðan hugbúnað til að útiloka að skákmenn noti sér tölvu til aðstoðar sem er stranglega bannað og kostar brott- rekstur úr mótinu. Hellir áskilur sér jafnframt rétt til að útiloka viðkom- andi frá netskákmótum á vegum Hellis í framtíðinni. Glæsileg verðlaun verða í boði Striks.is. Allir þrír íslandsmeistar- amir fá farsíma, nánar tiltekið verða verðlaunin sem hér segir: Opinn flokkur 1. vl. Ericsson-R380 (Verðgildi um kr. 70.000) + sex mán. frítt á ICC 2. vl. Þrír mán. frítt á ICC 3. vl. Tveir mán. frítt á ICC Áhugamenn undir 1800 stigum 1. vl. Nokia-8210 (Verðgildi um kr. 45.000) + þrír mánuðir frítt á ICC Byrjendaflokkur (stigalausir) 1. vl. Nokia-8210 (Verðgildi um kr. 45.000) + þrír mánuðir frítt á ICC Verði menn jafnir í efsta sæti ein- hvers flokksins verður teflt um titil- inn. Verði tveir efstir og jafnir verða teflt tveggja skáka einvígi með sömu tímamörkum og í mótinu sjálfu. Verði enn jafnt verður tefldur bi-áða- bani. Verði fleiri en tveir jafnir verð- ur tefld einföld umferð, verði enn jafnt, þá bráðabani. Til að skera úr um önnur verðlaun verða reiknuð stig. Ekki er útilokað að fleiri verðlaun bætist við. Nánari upplýsingar um mótið eins og t.d. um skráningu má nálgast á vefsíðu mótsins: www.simnet.is/hell- ir/netskak2000.htm. Einnig má finna upplýsingar um mótið á skak.is. Atkvöld á mánudag Taflfélagið Hellir heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum mánudag- inn 13. nóvember 2000 og hefst mótið kl. 20:00. Fyrst verða tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mín- útur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan kepp- anda, sem einnig fær máltíð fyiir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Daði Örn Jónsson Hraðfrystihús Eskifjarfjarðar hf. hefur birt viðauka við útboðs- og skráningariýsingu sína. Viðaukinn verður sendur þeim hluthöfum sem skráðir voru í hluta- skrá félagsins í lok viðskiptadags 19. október 2000 og öðrum þeim sem fengu lýsinguna senda í pósti. Hægt er að nálgast viðaukann á heimasíðu Landsbankans: www.landsbanki.is. Landsbanki Islands Hraðfrystihús Eskifjarðar hf FÖSTUDAGÚR 10. NÓVEMBER 2000 51 HÖRPU TILBOÐ Gæða innimafnmi Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á 4 lítra dós 1.990i i. í verslunum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KEFLAVÉK. Sími 421 4790 MÁLNINGARUERSLANIR 1«C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.