Morgunblaðið - 10.11.2000, Page 53

Morgunblaðið - 10.11.2000, Page 53
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 STEFANIA KRISTJANA BJARNADÓTTIR + Stefanía Kristj- ana Bjarnadóttir fæddist á Hóli í Kjós 27. júlí 1927. Hún andaðist í Lands- spítalanum í Foss- vogi 3. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, bóndi, f. 27.11. 1892, d. 16.7. 1985, og Álfdís Helga Jónsdóttir, húsfrú, f. 1.7. 1894, d. 23.1. 1947. Systkini henn- ar voru: Jóna Guð- rún, d., Jóna Sigríður d., Laufey, Þorgrímur d., Ingi- mundur d., Guðmunda Hrefna, Ásgeir, Hreinn og uppeldissystir- in Þuríður. Stefanía ólst upp á Hóli og síðan í Dalsmynni, Kjalarnesi. Hún giftist 27.9. 1950 Gísla Gestssyni, bifreiðarstjóra, f. 8.9. 1913, d. 6.12. 1983. Þau ólu upp Bjarna Gíslason, f. 23.4. 1952, d. 25.8. 1974. Stefanía giftist 23.11. 1991 seinni manni sínum, Tryggva Guðmanns- syni, vélstjóra, f. 6.3. 1919, d. 17.2.1998. Stefanía vann við ýmis störf, m.a. við Safnaðarheimili Kópavogs og var virkur þátttak- andi í Kvenfélagi Kópavogs og Mæðrastyrksnefnd. Útför Stefaníu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkar ástkæra Stefanía K. Bjarnadóttir er látin. Eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, varð hún að láta í minni J pokann. Nokkrum dögum fyrr, var j hún viss um að hún kæmist heim einu sinni enn. En þegar við heim- sóttum hana næst var eins og ein- hver neisti hefði slokknað í augun- um, hún var þreytt, við stoppuðum stutt svo hún gæti hvílst. Andlátsfréttin kom daginn eftir. Mai-gar góðar minningar streyma fram í hugann, við reynum að fanga ,, eitt og eitt brot og festa á blað. Tryggvi stjúpi kemur glaður og j kátur til okkar og segii- að hann sé Sjj búinn að hitta hana Stebbu og þau ætli að rugla saman reitum sínum, Stefanía var úr Kjósinni og Tryggvi alinn upp hjá afa hennar í Blönd- holti, hann minntist þess að hafa séð hana sem stelpuhnátu á sínum upp- vaxtarárum. Síðan lágu leiðir þeirra saman í Eilífsdalnum, þar sem þau áttu sumarbústaði bæði tvö. Fyrst bjuggu þau á Hagamelnum hjá Tryggva en fljótlega fluttu þau sig um set í Skólagerði 65, þar sem I Stefanía hafði búið um 40 ára skeið. Þar leið þeim vel og voru góð heim að sækja. Stefanía var mjög dugleg og lífs- glöð kona, og ekki skrítið að Tryggvi hafi hrifist af henni. Það var aðdáun- arvert hvernig hún tók okkur, og þegar við lítum aftur var eins og hún hefði alltaf verið nálæg. í huga Íbarna okkar var hún sem besta amma og þakka þau henni allt og minnast hennar með hlýju. Kjósin var þeim alltaf kær og ferðimar í Eilífsdalinn margar. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar voraði. Þá var bmnað upp í sumar- bústað með áhöld til hreingerninga og allt gert klárt fyrir sumarið. Þar voru þau meira og minna og undu sér hvergi betur. Það var ánægju- legt að fá að njóta þess með þeim. Kartöflurnar niður snemma sum- ars, sumarblómin á sinn stað, klippt | og snyrt. Búnir til nýir trjáreitir hér ! og þar, alltaf nóg að gera. Það var vel tekið á móti öllum þeim er birtust, veitingar af bestu gerð og auðvitað kók og súkkulaði fyrir krakkana. Einu sinni á ári var grillað og haft meira við, svokölluð uppskeruhátíð. Stefanía var í essinu sínu á slíkum stundum og hlustaði af áhuga á frásögn annarra af námi og starfi. Gaman fannst henni að rölta um móann og tína ber þó ekki væri nema út í skyrið. Léttfætt stiklaði hún yfir lækinn seinni parts sumars M og skaut þar yngri konu ref fyrir rass. Það var því Stefaníu mikið áfall þegar Tryggvi lést í febrúar 1998. En ótrauð hélt hún sínu striki hnar- reist og bjartsýn eins og henni var tamt. Hún sagðist ánægð með að þau hefðu þó náð að eiga tíu góð ár saman. En sex mánuðum síðar fékk hún þær fréttir, að hún væri haldin ólæknandi sjúkdómi og var það öll- um mikið áfall. Við vorum titrandi á beinum yfir öllu þessu, þegar við heimsóttum hana á spítalann, en Stefanía var ótrúlega sterk og það var hún sem taldi í okkur kjarkinn, en ekki öfugt. Með þessa óbilandi trú á að hlut- irnir fari vel og „þetta verður betra á morgun“, tókst henni að rífa sig upp og komast aftur heim. Við lítum á Stefaníu sem hetju, hetju sem hef- ur tekist á við mótlæti með þvílíku jafnaðargeði að margir geta lært af. Bjartsýni og jákvæðni einkenndu hana og hjálpuðu henni mikið í hennar erfiðu veikindum. Við kveðj- um Stefaníu með miklum söknuði og þökkum fyrir allt sem hún var okk- ur. Innilegar samúðarkveðjur send- um við systkinum hennai' og fjöl- skyldum þeirra. Sá dagur er lagður í sólskinssjóð, er sálina vermir best. Angan frá andans gróðri er andanum hamingja mest. Ég hitti konu, er sigrar sorg, sál, er til himins nær. fágæt perla við flæðarmál, fáguðogundra-skær. (Guðm. Fr.) Minningin lifir. Fríða og Guimar, Gunnar Atli, Ragnheiður og Hákon. Það dimmdi skyndilega föstudag- inn 3. nóvember og allt var svo kalt og tómlegt þegar við fengum frétt- ina um andlát þitt. Þó svo að við ætt- um von á því. Þú varst svo bjartsýn þrátt fyrir veikindi þín síðustu ár. Þú varst búin að undirbúa okkur en samt kom fréttin okkur að óvörum. Elsku Stefanía, það er svo margs að minnast frá samverustundum okk- ar. Þú varst okkur alltaf svo kær og dætrum okkar sem amma. Við þökk- um Guði fyrir að hafa átt þig að í öll þessi ár. En ég kynntist þér þegar ég var barn að aldri í Kópavogi. En við systkinin lékum okkur við Bjarna son þinn sem þú misstir 1974. Síðan misstir þú fyrri mann þinn, Gísla. Þú giftist Tryggva sem lést fyrir tveimur árum og þú veikt- ist um svipað leyti en þú vai'st alltaf svo sterk og dugleg. Líka síðustu mánuðina sem þú lifðir. Við biðjum algóðan Guð að geyma þig um leið og við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar og minningarnai' sem við eigum um þig. Ásthildur, Jón Helgi og fjölskylda. Það er erfitt að sitja hér og reyna að skrifa niður fáar línur til að kveðja þig, því ég á margar góðar minningar um þig eftir allar sam- verustundir okkar bæði heima hjá þér í Skólagerðinu og uppi í sumar- bústað. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þín og fá kaffi og heimabakað brauð og spjalla við þig. Þú varst með hjarta úr gulli og var því erfitt að skilja hvað þú hefur mátt ganga í gegnum á ævi þinni, en þú varst alltaf jafn sterk og bjartsýn 4 MINNINGAR þrátt fyrir það. Það er erfitt að kveðja þig svona en ég veit að þér líður betur núna og loksins færðu að sjá hann Bjarna aftur. Þú kenndir mér svo margt á minni stuttu ævi og eiga minningar mínar um þig eftir að hlýja mér um hjarta allt mitt líf. Ó blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tölum sem eins og skuggi þá er liðinn hjá. (Matthías Jochumsson). Takk fyrir allt, elsku Stefanía mín. Þín nafna, Stefanía Kristjana Jónsdóttir. Nú er hún Stebba dáin. Þetta dauðastríð frá því hún veiktist fyrst af krabbameininu hefur tekið tvö ár eða rétt rúmlega það. Við kynntumst fyrir allmörgum árum þegar við bjuggum í Skóla- gerðinu í Kópavogi. Einn daginn sat ég hjá Stebbu og var að ræða við hana að nú vantaði mig dagmömmu handa Ragga syni mínum því að ég ætlaði að halda áfram með föndur- og leikskólann sem ég_ hafði starf- rækt í nokkur ár. Ég tilnefndi nokkrar konur sem höfðu svarað auglýsingu minni en ég auglýsti í versluninni hjá Guðna á Borgar- holtsbrautinni. Þá sagði Stebba: „Af hverju lætur þú mig ekki passa hann fyi'st þig vantar dagmömmu?" Stebba var heimavinnandi húsmóðir um þessar mundir og vildi gjarnan taka drenginn fyrir mig. Ég var auð- vitað himinlifandi því betri mann- eskju gat ég ekki fengið fyrir hann. Upp frá þessu var Ragnar alltaf hjá Stebbu og Gísla þegar við þurft- um á að halda og miklu meira en það því að þau buðu honum með sér í sumarfrí og í sumarbústað og hann átti alltaf vísan stað hjá þeim hve- nær sem var. Það var í rauninni al- veg sérstakt að hitta á svona góða og ábyggilega konu til að sjá um barnið sitt og alltaf, hvenær sem var, gat Raggi farið til Stebbu sinnar. Þar átti hann alltaf skjól og í rauninni sitt annað heimili. Þegar Bjarni, uppeldissonur þeirra, dó af slysförum var Ragnar hjá þeim. Ég ætlaði eitthvað að fara að afsaka það við Stebbu þegar við komum aftur, en við vorum erlendis þegar þetta var. Þá sagði hún: „Það bjargaði honum Gísla, því þá hafði hann einhvern til að hugsa um á meðan.“ Bjarni var þeirra eina bam og sorgin ólýsanleg en hann fórst í sinni fyrstu sjóferð eftir að hann lauk námi úr Sjómannaskólanum. Nokki'um árum seinna lést Gísli, maðurinn hennar, skyndilega. Stebba bjó ein í mörg ár en giftist aftur og Tryggvi seinni maður henn- ar er einnig látinn. Það er sorglegt þegar hvert áfallið af öðru leggst á sömu mann- eskjuna. En svona er lífið. Stebba stóð þetta allt af sér þótt erfitt væri og lifði lífinu á sem eðlilegastan hátt og þegar kom að því að hún veiktist lét hún sem minnst bera á því og var alltaf hress þegar maður kom í heimsókn, hvernig sem henni leið sjálfri. Það er eins og sumt fólk fái aukaki-aft þegar sorgin ber að dyr- um. Stebba var ákaflega rólynd mann- eskja en ákveðin samt sem áður og bar sorgina í hljóði. Hún var samt sem áður félagslynd, starfaði mikið með Kvenfélagi Kópavogs og lét aldrei sitt eftir liggja í þeim störfum sem hún tók að sér. Hún vann einnig í verslun hjá Ás- geiri bróður sínum og seinna í Kópa- vogskirkju og Safnaðarheimili kirkjunnar. Hún átti sumarbústað við Meðal- fellsland ásamt Tryggva manni sín- um og eftir hans daga vann hún ótrauð í sumarbústaðnum eftir því sem heilsan leyfði. Með hjálp góðra vina og fjölskyldunnar tókst henni að hlúa að bústaðnum og eyða þar mörgum ánægjulegum stundum. Stefanía seldi húsið sitt í Skólagerð- inu og keypti sér íbúð á Kópavogs- braut á vegum Sunnuhlíðarsamtak- anna. Þar leið henni vel þessa síðustu mánuði og samband hennar við systur sína og fjölskyldu var allt- af mjög gott og t.d. hafa systurnar spilað brids vikulega í mörg ár. Það er mikill fengur að kynnast slíkri mannkostamanneskju sem Stefanía var. Alltaf traust og tilbúin að veita þeim hjálp sem þurftu með. Ég og Ragnar sonur minn erum eilíflega þakklát þessari konu sem hefur hjálpað okkur gegnum árin, fjöl- skylda mín vottar aðstandendum hennar samúð okkar allra. Guð blessi minningu hennar. Valborg Soffía Böðvarsdóttir. Með nokkrum orðum langar okk- ur að kveðja Stefaníu Bjarnadóttur þar sem annað okkar vegna fjarveru erlendis getur ekki fylgt henni síð- asta spölinn. Baráttu við illvígan sjúkdóm sem hún hafði tekist á við af æðruleysi er lokið. Hún hafði ein- staklega þægilega næi'veru og fjöl- skyldu okkar þótti gott að umgang- ast og kynnast þessari yndislegu konu. I þau skipti sem við hittumst ræddum við mikið saman og það er margt sem sækir á hugann nú þegar komið er að kveðjustund. Bjarni minnist með þakklæti áranna sem hún vann í versluninni hjá þeim feðgum. Hún vann starf sitt þar af alúð og ávaxta- og grænmetisborðið var í góðum höndum í hennar umsjá. Stefanía fékk að reyna margt í líf- inu, missti uppeldisson sinn af slys- förum um tvítugt og hafði tvisvar orðið ekkja. En hún átti góða að og marga vini, þá hélt hún góðu sam- bandi við systkinabörn sín og sagði okkur það stuttu fyrir andlát sitt að henni hefði alltaf fundist mikilvægt að tengjast öllum systkinabörnum sínum og lagði á það áherslu að yngra fólkið í fjölskyldunni fengi að vita um skyldleika sinn. Þegar við ræddum þessi mál þá hafði annað okkar að orði að það mætti sannar- lega líkja henni við ættmóður í stórri fjölskyldu. Stefanía og systkini hennar hafa öll haft mikinn áhuga á því að spila bridge og var oftar en ekki tekið í spil þegar komið var saman en þær systur spiluðu alltaf vikulega til fjölda ára. Við tókum nokkrum sinn- um með henni í spil og það voru ánægjulegar stundir. Hún var félagslynd og starfaði mikið í Kvenfélagi Kópavogs og sá um safnaðarheimili kirkjunnar í nokkur ár. Stefanía og Tryggvi, seinni maður hennar, áttu sumarbústað í Kjós- inni. Þar leið henni vel og eftir að hún varð ekkja fór hún þangað svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Stefaníu, hún bað okkur alltaf fyrir kveðju til barn-< anna okkar og nú biðja þau okkur um kveðju til hennar. Við viljum þakka þann hlýhug sem hún sýndi okkur. Blessuð sé minning hennar. Mnn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, oggæfavarþaðöllum er fengu að kynnast þér (Ingibj. Sig.) Sigurlaug og Bjarni Ásgeirsson. Kveðja frá Kvenfélagi jk. Kópavogs I dag verður kvödd hinstu kveðju frá Kópavogskirkju Stefanía K. Bjarnadóttir, félagskona í Kvenfé- lagi Kópavogs. Stefanía var einn af máttarstólp- um félags okkar, alltaf boðin og búin að rétta fram hönd og taka þátt í þeim verkefnum sem voru á dagskrá hverju sinni. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið og leysti þau af stakri prýði, var hún meðal annars formaður árið 1975, gjaldkeri 198071983 og varaformað- ur 1987-1988. í mörg ár starfaði hún á vegum félagsins í mæðrastyrks- nefnd í Kópavogi og það er eitt sem er víst að þar reyndi hún að leysa úr ' erfiðleikum skjólstæðinga sinna eins og kostur var. Stefaníu þótti vænt um kvenfélagið og tók virkan þátt í starfinu alla tíð. Þótti henni miður að geta ekki tekið þátt í 50 ára af- mæli félagsins nú fyrir skemmstu, en þá var hún að heyja sína síðustu baráttu við illvígan sjúkdóm sem hafði herjað á hana um langa hríð. Við eigum eftir að sakna Stefaníu, það fór ekki mikið fyrir henni en við vissum að hún var alltaf til staðar og við gátum alltaf treyst á hana. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Að leiðarlokum viljum við þakka Stefaníu samfylgdina og störf henn- ar í þágu Kvenfélags Kópavogs. Eft- irlifandi ástvinum öllum vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Kvenfélag Kópavogs. + Móðir okkar, GUÐBJÖRG BIRKIS, áður Hátúni 8, Reyjavík, lést miðvikudaginn 8. nóvember á Landspítala Landakoti. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Regína Birkis. t Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN MARÍASDÓTTIR, Digranesvegi 16, Kópavogi, lést miðvikudaginn 8. nóvember Sigurður Einar t Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, FANNEY SIGURJÓNSDÓTTIR, lést föstudaginn 27. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ragna Olgeirsdóttir. V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.