Morgunblaðið - 10.11.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 63
BREF TIL BLAÐSINS
Endurskoða þarf hlutverk Ríkiskaupa
á útboðum í hugbúnaðarkerfum
Frá Þórði Örlygssyni:
VALGARÐUR Guðjónsson skrif-
aði grein sem birtist í Morgun-
blaðinu 26. okt þar sem hann skor-
ar á Ríkiskaup að draga til baka
útboð á hugbúnaði fyrir Hollustu-
vernd, Heilbrigðiseftirlit sveitarfé-
laga og Embætti yfirdýralæknis.
Ástæður telur hann vera óvönd-
uð vinnubrögð við gerð útboðs-
gagna þar sem „óljósar kröfur og
hálfunnar lýsingar séu lagðar til
grundvallar og ætlast til að gert sé
bindandi tilboð í viðkomandi
kerfi“.
Ég vil eindregið taka undir þessi
orð Valgarðs og benda á nauðsyn
þess að hlutverk Ríkiskaupa í út-
boðum á hugbúnaðarkerfum verði
tekið til endurskoðunar. Til sam-
anburðar hef ég skoðað útboð nr
12229 á Innheimtu og tengdri
þjónustu fyrir íbúðalánasjóð, en
þar koma fram sambærilegir al-
mennt orðaðir frasar og í því út-
boði sem Valgarð vísar til.
Annað finnst mér einkennilegt
en það er að Ríkiskaup hefur ekki
nein afskipti af viðkomandi máli
eftir að tilboði hefur verið tekið og
verksamningur gerður. Hvernig fá
þeir þá aðhald og upplýsingar til
að breyta starfsháttum sínum í
tímanna rás, en í þessum geira
breytast hlutirnir hratt. Þess má
geta að skiladagur verksins fyrir
Ibúðalánasjóð var 1. mars 2000 en
verkinu er enn ekki lokið og virð-
ist verktakinn fá að komast upp
með það.
Með þessu er tilboðsgjöfum mis-
munað og hvers virði er nú hlut-
verk Ríkiskaupa?
Ríkiskaup hefur valdið aðilum
innan hugbúnaðargeirans miklum
heilabrotum og vonbrigðum.
Ég vil þakka Valgarði Guðjóns-
syni fyrir verðuga ábendingu.
ÞÓRÐUR ÖRLYGSSON,
lögfræðingur.
Réttlæti á
götum úti
Frá Valdimari Kiistinssyni:
MÓTMÆLAAÐGERÐIR gegn há-
um sköttum á bensíni sem hófust í
Frakklandi breiddust út til margra
landa og voru eitt helsta umfjöllun-
arefni fjölmiðla.
Hér á landi létu margir í ljós skoð-
anir á málinu og undruðust flestir
geðleysi landans að taka ekki þátt í
aðgerðunum. Virðist ýmsum hafa
orðið þetta nokkurt áfall og kunnu
ekki skýringar á kjarkleysi fólks.
Helsta niðurstaðan var þó sú að alda-
löng kúgun þjóðarinnar endurspegl-
aðist þarna í nútímanum.
Ekki verður séð að farsímakyn-
slóðin ferðaglaða þjáist vegna kúg-
unar og vanmetakenndar svo ann-
arra skýringa verður líklega að leita.
Einhverjir hafa munað eftir því að
bensínskattarnir eru notaðir til upp-
byggingar vegakerfisins og til að
greiða fyrir umferð í þéttbýli. Svo
dást ekki allir að útileikjum franskra
bænda sem gætu verið fólgnir í því
að sturta mykju í miðbænum. Þá
vilja sumir draga úr bílaumferð og
vona að hátt bensínverð stuðli að því.
Hins vegar er eðlilegt að mörgum
bregði við miklar bensínhækkanir
sem oft sýnast berast skjótar hingað
en samsvarandi lækkanir erlendis.
Hér var gripið til þess ráðs að byrja
á því að ræða málin fremur en rjúka í
aðgerðir og var það mjög til fyrir-
myndai’.
Fólk hlýtur þó að hafa tekið eftir
því hve aðstæður til að hafa þving-
andi áhrif í þjóðfélaginu eru misjafn-
ar. Þannig eru viðkvæmar stofnanir
og dýr atvinnutæki stundum tekin í
eins konar gíslingu og allir vita hve
mjólkin er fljót að súma. Einu sinni
gekk verkalýðsbaráttan út á það að
grafa skurði þvert á umferðargötur
en nú væru hægari heimatökin að
nota bara bílana. En hætt er við að
réttlæti götunnar sem af skyndiupp-
þotum leiddi í ýmsum málum kæmi
misjafnt niður og að smælingjarnir
yrðu út undan eins og svo oft áður.
En upplausnin myndi áreiðanlega
skaða allt þjóðfélagið. Hitt er svo
annað mál að þótt misnota megi bif-
reiðar á ýmsan máta þá eru þær hið
mesta þarfaþing og eiga drjúgan
þátt í því að Island er nú vel innan
marka hins byggilega heims. Því er
ástæða til að fara varlega í að
þrengja að notkun þeirra.
VALDIMAR KRISTINSSON,
Reynimel 65, Reykjavík
Amerísku heilsudýnurnnr
Skipholti 35 • Sími: 588-1955
Tillögur í
umferðarmálum
Frá Gísla Óskarssyni:
ÁGÆTIS grein eftir Valgarð Briem,
„Kveðja til Umferðarráðs", sem birt-
ist í Mbl. 31/10 sl„ varð til þess að mig
langaði að tjá mig um umferðarmál
almennt. Öll erum við meðvituð um
það frelsi sem felst í því að hafa bif-
reið til umráða. Mikill fjöldi öku-
manna á öllum aldri er svifaseinn og
utangátta. Þessir ökumenn eiga ekki
heima í umferðinni á álagstímum,
þ.e. virka daga kl. 7-9 og 16-19. Best
væri að þessir ökumenn viðurkenndu
sjálfir vanmátt sinn og fengju útgefin
„utanálagstímaökuskírteini", þ.e.
þeim væri óheimilt að aka á ofan-
greindum annatímum. Einnig fengju
þessir ökumenn segulmerki (líkt og
æfingaakstursmerkin) til að auð-
kenna bifreið sína. Þetta stuðlar að
því að þeim er sýnd meiri tillitssemi.
Sanngjarnt væri að þessir ökumenn
greiddu lægri bifreiðatryggingar,
bæði vegna þess að þeir eru minna í
umferðinni og eins vegna þess að þó
þeir lendi sjálfir síður í umferðar-
óhöppum á annatíma en aðrir öku-
menn valda þeir örugglega óbeinum
óhöppum vegna pirraðra (stress-
aðra) ökumanna. Mér sýnist að öku-
menn á borð við Valgarð virði um-
ferðarreglur mun betur en aðrir
ökumenn (stansskyldu, stefnuljós
o.fl.). Einna helst mætti árétta að
þeir héldu sig yfir höfuð á akgrein
lengst til hægri.
Oft er talað um að gatnakerfið sé
sprungið. Lengja má lífdaga þess
með ofangreindu, einnig með því að
fólk nýti sér almenningssamgöngur í
og úr vinnu og að endingu að öku-
menn noti stefnuljós undantekning-
arlaust þegar við á. Það virðist vera
að „töffaramir“ sem kitla pinnann,
þurfa að undirbúa beygju og gefa
stefnuljós, valdi ekki öllu þessu þann-
ig að stefnuljósin verða útundan.
Að mínu áliti eiga rándýrar hraða-
hindranir sér engan tilverurétt.
Skynsamlegra væri að nota þá fjár-
muni í aukna löggæslu (ekki veitir af)
og sekta síðan duglega fyrir of hrað-
an akstur.
Að lokum vil ég hvetja ykkur öku-
menn að hugsa ykkur um tvisvar áð-
ur en þið setjið nagladekk undir bíl-
ana ykkar. Síðustu þrjú ár hef ég
ekið á heilsársdekkjum og get með
góðri samvisku keypt mér nýjan
heilsársdekkjagang undir bílinn fyrir
peninginn sem annars hefði farið í
umfelgun og jafnvægisstillingu. Það
er ekkert mál í þessa 4-5 daga yfir
vetrartímann, sem nagla er þörf, að
taka bara strætó eða leigubíl.
GÍSLIÓSKARSSON,
atvinnubílstjóri,
Hæðargarði 19a, Reykjavík.
Þýði
Frá Tryggva Hjörvar (eldri):
ÉG VAR að hlusta á fyrirlestur um'
daginn sem fjallaði um skoðana-
könnun. Um hvað hún snérist er
aukaatriði, en eins og nú er í tísku
varpaði fyrirlesari upp texta af glær-
um (gott orð) á þar til gert tjald og
las svo fyrir okkur textann. í einni
setningunni var talað um þýði og
eðlilega spurði einhver hvað orðið
þýddi. Jú, það þýddi hópur, þ.e. sá
hópur sem spurður var, ekki sá sem
svaraði (væntanlega hefur sá hópur
sem ekki svaraði verið illþýði). Ekki
kom fram hvað sá hópur sem svaraði
er nefndur í þessari ný-íslensku sem
tröllríður menntakerfinu.
Nú er ég langt frá því að vera sér-
fróður um íslenskt mál. Hef aðeins
tilfinningu fyrir málinu, sem ég hlaut
í föðurhúsum og hef tínt upp á veg-
ferðinni.
Með ný-íslensku á ég við það að
tilfinningin segir mér að íyrir áhrif
enskunnar, séu ekki bara þýðendur
heldur fjöldi þeirra sem eru að setja
saman handbækur, flytja erindi og
þar fram eftir götunum að reyna að
finna upp og setja inn nafnorð þar
sem sögnin á að vera ráðandi. Senni-
lega til að stytta textann, hér ætti ég
víst að segja: „fara flýtileið (short
cut)“. Með því móti verður málið
stirðara og hugsunin fylgir ekki text-
anum nærri eins vel. Þetta verður
líkara „stofnanamáli".
Þýði, illþýði og sennilega þýðend-
ur verður stirðara og leiðinlegra mál
en: „hópurinn sem spurður var, hóp-
urinn sem svaraði ekki og hópurinn
sem svaraði “.
Einhver sagði mér að enskan væri
byggð upp á nafnorðum en íslenskan
á sögnum, enda eru íslendingar
söguþjóð að margra áliti.
Nú er þetta ekki einhlítt. Mikill
fjöldi nafnorða hefur verið búinn til
sem sóma sér með afbrigðum vel í
málinu. En það breytir ekki því að
alltof oft er verið að böggla inn til-
búnu nafnorði þar sem sögnin á að
ráða.
TRYGGVI HJÖRVAR (eldri).
Austurbrún 35, Reykjavík.
0PIDT1L
0LLKV0LD
Fagleg ráðgjöf,
rétt efnisval
og góð áhöld
tryggja árangurinn
www.wopldwwbiz.com
TfiLVU
SÉRVERSLUN MEÐ TÖLVUBÚNAÐ
AMD 800 MHz K7 Duron örgjörvi
128 MB 8ns, 133MHz SDRAM minni
20 GB, 7200 RPM ATA/66 WD harðdiskur
17" Sampo Dark Tint skjár, frábær skerpa
32 MB GeForce2 MX skjákort, AGPx4
56k V.90 módem, hugbúnaður fylgir
8x hraða DVD, 40x hraða venjulegt
Sound Blaster True 3D innbyggf hljóðkort
60 W vandað stereo hátalarapar
Þú velur stýrikerfi, Windows 98 enskt/íslenskt eða Windows Millennium
Tölvulisíinn • Nótatúni 17 • 105 Reykjavík • Sími 562 6730
1 ökum lieslar notaðar lölvur upp í nýjar • 011 verð etu slaðgieiðstuveið mcí virðisaukaskatti • Visa 09 Euto taðgreiðslur lil alll ai 36 mánaia