Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 65
DAGBOK
Arnað heilla
PT A ÁRA afraæli. Nk.
ð \/ sunnudag 12. nóvem-
ber verður fimmtug Mar-
grét Helga Steindórsdóttir,
Stekkum, Sandvíkur-
hreppi, Eiginmaður hennar
er Guðmundur Lárusson. I
tilefni af því tekur hún á
móti gestum laugardaginn
11. nóvember í félagsheimil-
inu Stað á Eyrarbakka eftir
kl. 19.
BRIPS
UinNjnn Luðinundur
l'ull Aniai'.smi
„ÞETTA sér maður bara í
bókum.“ Einar Jónsson veit
hvað hann er að tala um, því
hann á stærsta bridsbóka-
safn á íslandi. Hann varð í
öðru sæti í Sandgerðismót-
inu um síðustu helgi ásamt
félaga sínum Valgarð Blönd-
al, en sigurvegararnir voru
bræðurnir Anton og Sigur-
björn Haraldssynir. Spihð
sem Einar taldi eiga heima í
bridsbók kom upp í viður-
eign þessar tveggja para:
Suður gefur; EV á hættu.
Norður
* 1065
v 1072
* G75
* G974
Vestur
* 98
v 93
* Á9842
* 10862
Austur
A D742
v K65
♦ D63
* KD5
Suður
A ÁKG3
VÁDG84
♦ K10
4. Á3
Anton varð sagnhafi í
fjórum hjörtum og Valgarð
spilaði út trompníunni. Ant-
on lét tíuna úr borði og Ein-
ar dúkkaði réttilega. Anton
svínaði aftur í hjarta, en
sneri sér síðan að spaðanum
~ spilaði gosanum! Einar
átti nú tvo slæma kosti:
Hann gat tekið slaginn, en
þá gæti Anton komist inn á
spaðatíu til að spila tígli á
tíuna. Hinn möguleiki Ein-
ars var að gefa Antoni á
spaðagosann, en þá hefði
Anton spilaði ÁK í spaða og
leyft Einari að trompa með
stökum kóng. Síðan væri
hægt að trompa fjórða spað-
ann og spila svo tígli úr
blindum. Vissulega þarf
sagnhafi að hitta í tígulinn,
en það vafðist ekki fyrir An-
b)ni og hann fékk tíu slagi og
33 stig af 40.
Ast er...
K A ÁRA afmæli. Á
t) V/ morgun, laugardag-
inn 11. nóvember, verður
fimmtug Steinunn Sig-
hvatsdóttir. Hún og eigin-
maður hennar, Gunnar Þór-
arinsson, taka á móti
gestum sama dag í sal
VSFK við Hafnargötu í
Keflavík (Víkinni) kl. 19.
ff A ÁRA afmæli. í dag,
lív/ 10. september, verð-
ur fimmtug Marentza
Poulsen, veitingakona,
Þjórsárgötu 4, Reykjavík.
Eiginmaður hennar er
Hörður Hilmisson, rafvirki.
... svo mikil í
litlum böggli.
SKAK
tíin.sjnn llelgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
STAÐAN kom upp á milli
ungversku skákdrottningar-
innar Judit Polgar (2.656),
svart, og tékkneska stór-
meistarans Zbynek Hracek
(2.612) á Ólympíuskákmót-
inu í Istanbúl sem stendur
nú yfir. 23. ...Rxe5! 24. Dxe5
Dxc4 Freistandi var að leika
24. ...Hxg2 og ljúka skákinni
með miklum tilþrifum. Hins
vegar kemur hvítur með
krók á móti bragði með 25.
Bd5! sem hefði heldur betur
sett strik í reikninginn þar
sem bæði eftir 25. ...exd5 26.
De8+ Hxe8 27.
Hxe8# og 25. ...Dxd5
26. Dc7# verður
svartur mát. 25. Rb2
Bxf3 26. gxf3 Ekki
gat hvítur þegið
drottninguna: 26.
Rxc4 Bxg2#. 26.
...Dc2! og hvítur gafst
upp enda stutt í mát-
ið. Skákin tefldist í
heild sinni: 1. e4 c5 2.
Rí3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7
6. Be3 a6 7. Bd3 b5 8.
Rxc6 Dxc6 9. 0-0 Bb7
10. a3 Rf6 11. De2 h5
12. f4 Rg4 13. Bd2 Bc5+ 14.
Khl Bd4 15. Hael 0-0-0 16.
Rdl Í5 17. Ba5 Hdf8 18. c3
Ba7 19. e5 g5 20. c4 bxc4 21.
Bxc4 gxf4 22. HÍ3 Hhg8 23.
b4 og nú er staðan á stöðum-
yndinni komin upp. Klúbba-
keppni Taflfélags Reykja-
víkur fer fram í kvöid, 10.
nóvember, kl. 20 í félags-
heimili þess í Faxafeni 12.
Hlutavelta
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr.
2.655 til styrktar Rauða kross íslands. Þau heita Ragn-
ar Ingi Magnússon, María Björg Magnúsdóttir og Anna
Bergrún.
LJOÐABROT
SKAFLAR
Er geng ég eftir götunum,
þá gín við augum mínum,
svo margt af jarðlífs misfellum,
að mér er spum í huganum:
Skal sær ei hækka senn?
Því sekkur land ei enn?
Æ, til hvers eru allir þessir menn?
Ég horfi í fólksins augu inn,
og á mig kulda leggur
frá anda, sem er uppgefinn
að elta gæfuvinninginn;
hans þrá er tapað tafl
við tómlátt skapaafl.
Við fátíð upprof dyngir skafli á skafl.
Jakob Thorarensen.
STJÖRNUSPÁ
eítir Frances llrake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert öryggið uppmálað og
bjartsýni þinni er viðbrugð-
ið. Þú þarft að rækta
betur tilfinningar þínar
ígarð annarra.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Nú ert þú kominn á loka-
sprettinn með verkefni sem
þú hefur unnið lengi að.
Láttu ekki deigan síga heldur
haltu ótrauður áfram til enda.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Þér lætur best að umgangast
fáa í einu og það er svo sem
allt í lagi en þú þarft líka að
venja þig á að vera í fjöl-
menni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) KA
Betri er krókur en kelda.
Þess vegna skaltu varast alla
fljótfærni og gefa þér tíma til
þess að kanna málin tii hlítar.
Krabbi ^
(21. júní-22.júh")
Þú færð hverja hugmyndina
á fætur annarri en gefst ekki
tóm til þess að leggja þær
niður fyrir þér og kanna
notagildi þeirra. Reyndu
samt að hugsa einhverja til
enda.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Það er til lítiis að hlaupa út og
suður þegar aðstæður krefj-
ast þess að þú einbeitir þér að
einhverjum einum hiut.
Reyndu að festa ráð þitt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <BfL
Það getur verið gagnlegt að
grípa til gamansagna þegar
létta þarf andrúmsloftið. En
mundu að aðgát skal höfð í
nærveru sálar.
(23. sept. - 22. okt.) m
Þú hefur meðbyr og átt að
notfæra þér hann til þess að
koma áhugamálum þínum í
höfn. Láttu það ekki hafa
áhrif á þig þótt öfundarmenn
þínir séu með útúrsnúninga.
Sporðdreki
(23. okt.-21.nóv.)
Þú þarft að sýna meiri sveigj-
anleika ef þú ætlar að ná ein-
hverjum árangri í starfi því
eintrjáningsháttur skilar þér
engu nema fyrirhöfninni.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) ík)
Þú átt að leggja metnað þinn
í að skrifa og tala móðurmál
þitt lýtalaust því ekkert er
leiðinlegra en að lesa eða
hlusta á ambögur og vitlausa
orðanotkun.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) jlf
Leyfðu barninu í þér að
brjótast út og hafa ofan af
fyrir þér um sinn. Það léttir
bara lundina og býr þig undir
átök morgundagsins.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.) wíia'
Hafðu augun hjá þér svo þú
missir ekki af þeim tækifær-
um sem bjóðast. Það gæti
verið bót að því að skipta um
umhverfi um stund.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars) V%Btt>
Láttu það eftir þér að beita
listfengi þínu í myndum og
máli. Það er mannbætandi að
gefa sig listinni á vald.
Stjörnuspána á að lcsa sem
dægradvöl. Spár a f þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalcgra staðreynda.
--•* &
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14
Nettoi, t
s Babínnréttingar
Vantar þig nýtt og betra
bab fyrir jólin?
Nú er lag, því vib
bjóbum allt ab
afslátt af öllum gerbum.
mxmi
Friform
HÁTÚNI6A (I húsn. Fönix) SlMI: 552 4420
' Rýmum ffyrir nýjum vörum
Ekta síðir pelsar aðeins 99 þús.
Handunnin húsgögn 20% afsl.
Opið virka daga kl. 11—18 og lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545
Sigurstjama
mmmmmmmmmom
Bómullarnáttkjólar fyrir dömur
verí frá kr. 1.798,-
efefcál BÚÐIN I
Garðatorgi, sími 565 6550.
Geisladiskur — einsöngslög
Geisladiskur með 15 íslenskum einsöngslögum,
sungin af Árna Jónssyni tenórsöngvara við undirleik
píanóleikaranna Fritz Weisshappels og
Gísla Magnússonar,
fæst nú í hljómplötuverslunum.
Lucla
hágæðavörur frá
Þýskalandi
~flólut/eTiLu.n Jyteinunnat
Akureyri - sími 462 2214
Jólafötin komin
á stelpur og stráka
Kápur, pelsar og drengjafrakkar
Barnakot
Kringlunrít 4-6 sim'588 1340
MIKIÐ ÚRVAL
PILS • TOPPAP
BUXUR • KIÓLAR
Hiá Svönu
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18
& lau. frá kl. 10-14.
Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sírni 565 9996.