Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Við erum ekk tala um umb Eldheitar umræöur hafa spunnist um einkarekstur innan heilbrigöiskerfisins síðustu vikurnar. Anna G. Ólafsdóttir varó ekki aðeins fróöari um nýjar leióir í heilbrigóisþjónustu í spjalli viö Sigríöi Snæbjörnsdóttur. Umræöan fór vítt og breitt enda fer því fjarri aö áform Sigríðar um aö gefa sér góöan tíma til aö velta framtíðinni fyrir sér eftir aö hafa látið af störfum hjúkrunarforstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur hafi gengiö eftir. KULDABOLI slær um sig með hryssingskulda og hvassviðri þenn- an eftirmiðdag í Kópavoginum rétt fyrir jól. Lítill gulur köttur stekkur út úr runna og er fljótur að skjótast inn í hlýjuna í Álfatúni 20. Sigríður Snæbjömsdóttir er heldur ekki lengi að bjóða til stofu og brosir af- sakandi þegar skarkali berst úr eld- húsinu. „Eg hélt að ég myndi hafa svo góðan tíma til að láta skipta um eldhúsinnréttingu í haust og núna eru að koma jól,“ segir hún og held- ur léttstíg upp marrandi tréstigann upp á eíri hæðina. Hæðin er hlýlega innréttuð og ekki kemur að sök að vindur stendur beint upp á stóra gluggann á gaflinum. Sigríður horfír hugsi inn í veð- urhaminn í Fossvoginum, skýtur undir sig berum tánum og viður- icennir að vera af hinni alræmdu ’68 kynslóð. „Kannski ber ég þess merki„“ segir hún stríðnislega „sambland af uppreisnarsegg og íhaldskurfi! I alvöru talað útskrif- aðist ég úr menntaskóla árið 1968. Við vinkonumar Margrét Gústafs- dóttir tókum ákvörðun um að fara í Hjúkrunarskóla íslands í eins konar bríaríi eitt kvöld á menntaskólaár- unum. Eftir á að hyggja þykir mér ákvörðunin dálítið merkileg því eng- inn í fjölskyldum okkar tengdist heilbrigðiskerfinu. Engu að síður stóðum við fastar við ákvörðunina og hófum báðar nám í skólanum eft- ir stúdentspróf.“ Hefur þú einhvem tíma séð eftir ákvörðuninni? „Eins og flestir hef ég gengið í gegnum misskemmtileg skeið í vinnunni og óneitanlega hafa þau augnablik komið upp að ég hef séð eftir að hafa valið hjúkmn að ævistarfi. Langtum oftar hef ég upplifað ákaflega gefandi starf enda er hjúkran ótrúlega spennandi og fjölbreytilegt fag. Hjúkranarfræð- ingar hafa val um að starfa við heilsugæslu, sjúkrahús, skóla og í einkafyrirtækjum auk kennslu og stjórnunar. Nútíminn hefur fært hjúkranarfræðingum enn fleiri tækifæri og hægt er að nefna störf við hvers kyns þróun á sviði heil- brigðisþjónustu og heilsueflingar." Sigríður ljóstrar því upp að bam- eignir hafi valdið því að henni hafi seinkað aðeins í náminu og ekki lok- ið því fyrr en árið 1973. „Eftir al- menna námið fór ég út í sérhæfingu í svæfingarhjúkran og starfaði við svæfingarhjúkran á Landakotsspít- ala til ársins 1977.“ Hvekktist aðeins Eftir fæðingu þriðja barnsins lét Sigríður sig ekki muna um að halda til náms til Bandaríkjanna. „Ég vildi afla mér víðtækari þekkingar og hóf nám til BS-gráðu í hjúkrun við Wisconsin-háskóla í Madison árið 1979. Námið var gjörólíkt náminu héma heima. Fyrst og fremst akad- emískt í samanburði við verklega áherslu í Hjúkranarskólanum. Af því leiddi að ég hafði engan sérstak- an áhuga á því að fá gömlu gráðuna mína metna inn í námið. Áhugi minn stóð fremur til þess að drekka í mig allan hugsanlegan fróðleik tengdan faginu,“ segir Sigríður enda lét hún sér ekki nægja að Ijúka BS-gráðu í hjúkrunarfræði árið 1982 heldur bætti við sig MS-gráðu í stjórnun við sama háskóla árið 1984. Eftir framhaldsnámið tók Sigríð- ur við starfi hjúkranframkvæmda- stjóri lyfjadeilda Landspítalans og gegndi þvi starfi allt til ársins 1988. Þá tók hún við starfi hjúkranarfor- stjóra Borgarspítalans og hélt því starfi á sameinuðu sjúkrahúsi Borg- arspítalans og Landakots í Sjúkra- hús Reykjavíkur árið 1996. Auk þess að vera virk í félags- störfum og fræðslumálum hefur Sig- ríður unnið að ýmsum verkefnum fyrir heilbrigðisráðuneytið og fleiri aðila, m.a. í tengslum við sameining- arferli stóra sjúkrahúsanna á höf- uðborgarsvæðinu. ,Aunars byrjaði ég eiginlega að fylgjast af áhuga með sameiningu sjúkrahúsa víðs- vegar um heiminn upp úr 1990. Ekki leið heldur á löngu jþar til umræðan hófst hér á landi. Ég var formaður nefndar á vegum heilbrigðisráðu- neytisins um endurskoðun á hlut- verki sjúkrahúsanna árið 1996. Varaformaður var Kristján Er- lendsson í heilbrigðisráðuneytinu. Við höfum talsvert starfað saman í tengslum við breytt rekstrarform sjúkrahúsanna og hlutverkin sner- ust við þegar hann var formaður og ég varaformaður annarrar nefndar um þróun og rekstur sjúkrahúsanna árið 1998.“ Sigríður var í leyfi frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna vinnu nefndar- innar megnið af árinu 1998. Hún hlaut þann heiður að vera valin styrkþegi við Wharton Business School í Philadelphiu í Pennsylvan- iuríki um sumarið. „I sérhæfðu námi fyrir yfirstjómendur gafst okkur styrkþegunum tækifæri til að hlýða á leiðandi áhrifafólk og fræðimenn kynna það sem efst var á baugi í stjómun fyrirtækja og rekstri sjúkrahúsa. Afdrif og árangur sam- einaðra sjúkrahúsa fékk mikið vægi og ljóst var að því fór fjarri að mark- miðin um hagræðingu og spamað væra sjálfgefin. Oftar en ekki mis- tókust skipulagsbreytingamar. Ég verð að viðurkenna að ég hvekktist aðeins enda ljóst að taka þyrfti tillit til gríðarlega margra þátta ef vel ætti til að takast með samein- inguna,“ segir Sigríður og nefnir sérstaklega aðstæður og samvinnu við starfsmenn. „Tvennt ætla ég að nefna í tengslum við ábyrgð yfir- stjórnenda. Annað er hversu mik- ilvægt er að hafa í huga að ekki sé algjörlega skrúfað fyrir samkeppni og þar af leiðandi val bæði sjúklinga og starfsfólks. Hitt er að reyna verð- ur eftir fremsta megni að koma í veg fyrir óæskilegar afleiðingar einok- Órói og áhyggjur vaxandi Sigríður vitnar í lögmál Murphie’s um að allt sem hugsanlega geti farið úrskeiðis fari úrskeiðis. ,A Land- spítalanum - háskólasjúkrahúsi hafa hvorki starfsmenn né sjúklingar lengur val í raun. Ekki bætir úr skák að starfsmenn virðast ekki lengur hafa leyfi til að vega og meta sjálft rekstrarformið eins og glögg- lega kom fram þegar ráðning Steins Jónssonar í stöðu sviðsstjóra kennslu og fræða var afturkölluð fyrir jólin. Eðlilegt er að spurt sé hvar umræðan eigi að fara frarn ef ekki á eina sjúkrahúsinu. Hins veg- ar get ég ekki sagt að stöðusvipting Steins hafi komið mér á óvart eins og ráðningarmálum á sjúkrahúsinu virðist háttað. Starfsfólk finnur fyrir því takmarkaða skoðana- og mál- frelsi sem það býr við. Ég fann reyndar fyrir því sjálf síðustu mán- uðina sem ég starfaði á sjúkrahús- inu - því miður.“ Hvað hefði getað dregið úr óæski- legum afleiðingum sameiningar? „Við gerðum aldrei ráð fyrir því að yfirstjórnin byggði ekki á nútíma- legri vinnuaferðum, t.d. því að vinna meira í teymum, dreifa ábyrgð á vettvangi, halda boðleiðum opnum og tryggja gott upplýsingaflæði," segir Sigríður og tekim fram að með skynsamlegum vinnubrögðum og samvinnu við starfsfólkið hefði án efa verið hægt að draga úr ýmsum neikvæðum fylgifiskum sameining- ar. „Velheppnuð sameining er ekki framkvæmd eingöngu ofan frá því starfsemin byggist á hugviti fólks- ins. Eftir áratuga starf hef ég enn ágæt tengsl inn á sjúkrahúsið. Ég er ekki bara að tala um hjúkranar- og lækningasviðin heldur inn í flesta hópa og því miður virðist órói og áhyggjur víða fara vaxandi og langt í frá að sameining sé orðin að vera- leika.“ „Að sjálfsögðu varð ég spæld...“ Sigríður er spurð að því hvort henni hafi fundist sameiningarferlið ganga of hratt fyrir sig. Hún segir að yfirleitt sé nauðsynlegt að láta sameiningar ganga hratt fyrir sig. Engu að síður sé árangurinn háður því að búið sé að hugsa út í næstum hvert einasta skref í sameiningar- ferlinu. Eins og í ljós hafi komið hafi talsvert vantað upp á að svo hafi verið. Ráðningarferlið í framkvæmda- stjóm hins sameinaða sjúkrahúss tók langan tíma. Stöðumar vora auglýstar lausar til umsóknar í febrúar í fyrra. Ráðningar fóra ekki fram fyrr en í maí. Sigríður sótti um stöðu hjúkranarforstjóra og var af fagnefnd metin hæfasti umsækj- andi. Engu að síður var annar ráð- inn í stöðuna. „Mér var í bréfi til- kynnt að ég fengi ekki stöðuna. Annaðhvort yrði fundið starf við mitt hæfi innan hins sameinaða sjúkrahúss eða gerður við mig starfslokasamningur. Ekki var gengið á eftir mér vegna annars starfs við hæfi og gerð starfsloka- samnings er nýlokið. Sá ferill var erfiður. Hvorki gekk reyndar né rak fyrr en ég bað ráðherra að skerast í leikinn. Að sjálfsögðu varð ég spæld, fann fyrir höfnunartilfinningu og tómleika. Á hinn bóginn hef ég með tímanum komist að því að mér hefði orðið lífsins ómögulegt að starfa við núverandi stjómunarstíl á sjúkra- húsinu.“ Sigríður segist hafa ákveðið að taka sér góðan tíma til að velta framtíðinni fyrir sér. „Veistu!" segir hún, „svona breytingar hafa ekki bara neikvæðar afleiðingar. Ég get nefnt hversu sterkt ég hef fundið fyrir stuðningi á meðal míns frá- bæra fyrrverandi starfsfólks sem og annarra innan og utan sjúkrahúss- ins. Margir þeirra hafa haft ýmis- legt við framkvæmd og stjómar- hætti á sameinuðu sjúkrahúsi að athuga. Áhugasamt og hæfileikaríkt fólk hefur komið saman að undan- förau og viðrað skoðanir sínar. Heimili mitt hefur nánast verið eins og félagsheimili frá því í sumar. Hugmyndir komu fram og byrjuðu að gerjast í frjósömum jarðvegi," segir hún hugsi og viðurkennir að hafa sjálf verið spenntust fyrir ein- hvers konar fyrirtækjarekstri. „Ein af ákvörðunum sumarsins var að við vinkonumar Ingibjörg Þórhallsdótt- ir ákváðum að stofna fyrirtæki um rekstur og ráðgjöf í heilbrigðisþjón- ustu. Við teljum okkur ansi sterkar saman enda er hún hjúkrunarfræð- ingur með meistaragráður á sviði menntunar og rannsókna. Nokkum tíma tók að fmna rétta nafnið á fyr- irtækið. Hver hugmyndin á fætur annarri var útilokuð af því að nafnið var upptekið. Rétta nafnið fannst að lokum því fyrirtækið hefur verið skráð undir nafinu Metis ehf. Nafnið á vel við því að Metis er nafn á grískri gyðju ráðsnilldar og skyn- semi fyrir utan að vera afskaplega alþjóðlegt nafn á fyrirtæki." Gagnleg Auður Sigríður segir að fyrirtækið hafi því miður ekki hafið starfsemi sína enn. Fyrst og fremst sé væntanlega henni sjálfri um að kenna enda hafi hún verið alltof upptekin við önnur verkefni til að hafa tíma til að skoða húsnæði og hleypa rekstrinum af stokkunum. „Ég ætti náttúrlega að segja þér frá því að þegar ég var sem mest að velta fyrir mér fyr- irtækinu sá ég auglýst í blaðinu námskeið um rekstur fyrirtækja undir yfirskriftinni Framkvöðla Auður. Ég var svo lánsöm að kom- ast á námskeiðið og sé ekki eftir að hafa slegið til í haust. Námskeiðið tók 4 mánuði, stóð yfir frá 18 til 22 tvo daga í viku og eina helgi. Gengið var út frá því að nemendur veldu sér eina viðskiptahugmynd til að fylgja eftir á námskeiðinu. Ég valdi mér ásamt annarri úr faginu að skoða hugmynd um stofnun miðstöðvar sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu. Við urðum að sjálfsögðu margs vísari enda vora fyrirlesarar á námskeið- inu úr ýmsum áttum, t.d. lögfræð- ingar, rekstrarfræðingar, markaðs- fræðingar, tölvufræðingar og sérfræðingar í almannatengslum. Annars verð ég að viðurkenna að mér fannst sérstaklega gaman að fylgjast með því hvemig konur úr hinum ýmsu áttum tóku stór stökk og öðluðust nýja sýn,“ segir Sigríður brosandi og hrósar Höllu Tómas- dóttur, skipuleggjanda námskeiðs- ins, og hennar starfsfólki við Há- skólann í Reykjavík fyrir frábært námskeið. „Þessar konur eru ótrú- lega kröftugar og koma miklu til leiðar í vinnu sinni til að hvetja kon- ur áfram í atvinnulífinu. Ekki veitir af.“ Fleiri verkefni hafa brunnið á Sig- ríði í haust. „Ég er ekkert að segja frá þeim öllum,“ segir hún hugsi og ákveður að nefna tvö verkefni af stærri gerðinni. „Hið fyrra hef ég verið að vinna með VSO fyrir heil- brigðisráðuneytið. Verkefnið gengur út á að kanna vaxandi kostnað í heil- brigðisþj ónustunni. Af eðlilegum or- sökum hefur vinnan því í senn verið ákaflega spennandi og tímafrek. Engu að síður tókst okkur að ljúka verkefninu og skila áfangaskýrsl- unni til ráðuneytisins í liðinni viku. Hitt verkefnið hef ég unnið í fjög- urra manna nefnd fyrir mennta- málaráðuneytið. Nefndin er fyrir ut- an mig skipuð fulltrúum frá háskólanum í Maryland, rektor hjúkrunarháskólans í Kaupmanna- höfn og sérfræðingi KHI í fjar- kennslu og kennslutækni. Hlutverk nefndarinnar er að meta nám í hjúkranarfræði við Háskóla Islands og Háskólann á Akureyri. Verkefnið er liður í ákveðnu gæðamati og stendur enn yfir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.