Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem Áhorfendur voru vel með á nótunum og brugðust skjótt við ef þurfti. Morgunblaðið/Gunnlaugur Emar Bnem Verksmiðjuliðin og efnaðir áhugamenn mæta á þyrlum til að horfa á. inn sem við borðuðum á fyrr um dag- inn. Heppnir að vera of seinir Daginn eftir var ákveðið að ná þremur leiðum fyrri part dags og vera viðstaddir þjónustuhlé seinna um daginn og gekk sú áætlun upp í megindráttum eftir nokkurt bras og hugarangur. Við fórum af stað eins og fyrri daginn um klukkan sex um morguninn og náðum að horfa á tíu fyrstu bílana á fyrstu sérieiðinni þar sem skyggnið var aðeins um 50 metrar sökum mikillar þoku en það virtist ekkert draga úr hraða kepp- endanna. Næst var ekið með hraði á næstu leið sem átti að hefjast eftir þrjá tíma og töldum við okkur vera á góðum tíma þar til við komum ná- lægt staðnum þar sem við ætluðum að vera en þá var búið að loka öllum leiðum út af hraðbrautinni þar sem allt var orðið fullt - lögreglan sagði að við værum tveim mínútum of sein- ir og sagan um hvað Island væri langt í burtu virkaði ekki í þetta sinn, hún vorkenndi okkur ekki og við fengum ekki að leggja bílunum. Þess í stað ókum við til baka stuttan spöl, lögðum úti í kanti og skoðuðum kort- in. Ákveðið var að leggja bflunum í útskot sem við sáum framundan og ganga inn á leiðina og eftir um kort- ers gang komum við að glæsilegri u- beygju sem var rétt handan við endahliðið. Þetta var lengsta leið rallsins eða rétt tæplega 50 km löng. Þarna áttuðum við okkur á öllum þeim skiltum sem höfðu orðið á vegi okkar og á var ritað að mótorsport gæti verið hættulegt. Þarna stóðu nokkrir ljósmyndarar í vegkantinum í utanverðri beygju og gátu hvergi forðað sér ef eitthvað hefði útaf brugðið þar sem brött brekka var handan vegarins og máttu þeir þakka fyrir að enginn gerði aksturs- mistök í þessari beygju. Mikil og ströng gæsla var á staðnum en sumir ijósmyndarar láta ekki segja sér til þar sem mikil samkeppni er um að ná sem bestum myndum. Eftir þessa leið var gengið í um hálftíma yfir á næstu leið sem var hinum megin við hraðbrautina. Mikil undrun sló hópinn þegar fyrsti bfll mætti en það var Marcus Grönholm, sem ekur á Peugeot 206 WRC en Colin McRea sem ekur á Ford Rac- ing Focus WRC átti undir öllum eðli- legum kringumstæðum að vera fyrstur og þetta þýddi aðeins eitt - hann var dottinn út, hetja flestra ís- lendinganna. Það kom líka í ljós þeg- Markus Grönholm, núverandi heimsmeistari í ralli. Finninn Juha Kankkonen, margfaldur heimsmeistari, hef- ur lengi staðið í eldlínunni. ar á leið og hafði hann þá ekið útaf og velt bfl sínum snemma á leiðinni. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem hann ekur útaf og verður að hætta keppni en hann er með skemmtilegustu ökumönnum síðari tíma og því nokkur eftirsjá að honum í keppninni. Ekkert til sparað Eftir þessa leið lá leiðin til Swan- sea þar sem viðgerðarhlé átti að eiga sér stað fyrir síðustu sérleið dagsins. Við mættum á svæðið rétt áður en ökumenn komu á staðinn og gengum þar um og skoðuðum aðbúnað lið- anna. Þarna voru hjólbarðar, stuð- arar, drif, framrúður o.fl. í stæðum, þarna er ekkert tfl sparað, það er allt tilbúið þegar ökumaðurinn kemur. Loks komu fyrstu ökumennimir og þá var strax hafist handa við að gera við. Ökumennirnir voru varla búnir að stíga út úr bflunum þegar búið var að lyfta bflnum á búkka og 12-20 við- gerðarmenn voru byijaðir að skrúfa allt í sundur í hverjum bfl, hver við- gerðarmaður hafði sitt hlutverk. Stuttu eftir að fyrstu ökumennimir vom komnir inn var haldinn stuttur blaðamannafundur þar sem efstu þrír ökumennirnir vom spurðir spuminga og þama stóðum við fáum metmm frá og horfðum á þessa frægu menn, menn sem við höfum litið upp til í mörg ár. Við gengum því næst um svæðið og fyrir ein- hverja tilviljun var ég að ganga framhjá Subam-svæðinu. Þá datt mér í hug að komast inn á svæðið þeirra og mér var leyft það. Þama var ég staddur í hringiðu rallsins, þama var allt að gerast, menn að keppa við klukkuna þar sem þeir hafa einungis 45 mínútur til að gera við bflana, þarna em menn ekkert að spá í hvort ákveðnir hlutir duga ein- hverja kflómetra lengur heldur er bara skipt um allt, svo sem drif, öxla, stífur o.fl. Ég ákvað að reyna að koma mér inn í rútuna sem öku- mennimir vom staddir í, eftir nokkra stund skaut ég mér inn og var alveg viðbúinn því að verða vísað strax út en þama komst ég inn og dvaldi dágóða stund. Þetta var ekki nein venjuleg rúta heldur hótel á hjólum, þama var lítill veitingastað- ur og hvfldarherbergi fyrir öku- menn. Ég leit í kringum mig og þama vom bara menn sem unnu í Subam-liðinu, ég stóð við hlið tækni- stjóra Subaru og við hlið hans var fyrrverandi heimsmeistarinn Juha Kankkunen sem ekur fyrir Subam, ég trúði þessu ekki - ég var eini ut- anaðkomandi maðurinn þarna inni, allir vom merktir Subara í bak og fyrir. Mér leið eins og litlum strák sem væri staddur í Lególandi, þetta var eins og draumur. Tíminn leið og áður en ég vissi af var tíminn liðinn og ökumennirnir tilbúnir fyrir síð- ustu leið dagsins. Við ókum til Swan- sea og ákveðið var að fara út að borða um kvöldið því tími gafst til og skoða næturlífið í Swansea. Mæta á þyrluni til að fylgjast raeð Þrátt fyrir að hafa dvalið í bænum langt íram eftir nóttu vom þeir allra hörðustu komnir á fætur snemma og lagðir af stað til að ná fyrstu leið um morguninn. A leiðinni urðum við á vegi lögregluþjóns sem hafði út á hraða bifreiðarinnar að setja en eftir útskýringar á vankunnáttu okkar á breskum umferðarlögum héldum við ferðinni áfram með áminningu í far- teskinu. Þegar við nálguðumst leið- ina var búið að loka þeirri fyrstu vegna mikillar umferðar og var því ákveðið að keyra í átt að þeirri næstu sem var ekki langt frá. Eins og svo oft áður var það tilviljunin ein sem réð því að við völdum ákveðinn stað á næstsíðustu leið rallsins. Við vomm ekki þeir einu sem vora mættir þarna frekar en fyrri daginn. Við gengum í góðan stundarfjórðung þar til við fundum góðan stað, eins og svo oft áður varð fyrir valinu myndarleg beygja og allt leit eðlilega út, lúðra- blástur og nokkrir flugeldar vom sprengdir áður en fyrsti bíll gerði vart við sig. En fáum mínútum áður en blái Subaminn hans Richards Bums lét í sér heyra flugu yfir okkur fjórar þyrlur sem gerðu sér lftáð fyrir og lentu 50 metra frá okkur. Tvær þeirra vom á vegum Subam-verk- smiðjanna en hinar tvær vom, að við höldum, á vegum efnaðra áhuga- manna um rallý. Þeir horfðu á fyrstu 6-8 bflana og síðan vom þeir famir á næstu leið til að horfa á þá sömu, það er greinilega ekkert til sparað. Eftir þessa leið var farið að undirbúa heimför með viðkomu í Cardiff. Hóp- urinn komst til London á tilsettum tíma og var það samdóma álit allra að þessi ferð hefði verið vel heppnuð í alla staði og eiga bæði Páll Halldór Halldórsson og Samvinnuferðir- Landsýn þakkir skildar. Til stendur að hafa þetta árlegan viðburð og hafa menn nú þegar nefnt að gaman væri að fara til Finnlands eða Portú- gals á næsta ári. Þrátt fyrir að þessi keppni hafi verið lokamótið í heims- meistarakeppninni þurfa áhuga- menn ekki að óttast þar sem aðeins sex vikrn- em þar til flautað verður aftur til leiks {Monte Carlo þar sem heimsmeistarakeppnin hefst á næsta ári. SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 35 * Að fatta Guð „ Vegna þess að í fyrsta lagi þá erþað mér að kenna að égskuli vera greindari en allir í kringum mig. “ Fjodor Dostoévskí: Minnisblöð úr undirdjúpunum. Kannski em manns eigin gáfur það sem helst kemur í veg fyrir að maður geti fattað Guð. Það er að segja, allar þessar gáf- ur sem maður telur sjálfur að maður búi yfir. Þær gera að verkum að manni finnst maður ekki geta leyft sér að trúa því að til sé einhver andi; eitthvað sem er handan efnisheimsins. Og manni finnst maður ekki komast hjá því að horfast í augu við að maður sér í gegnum trúna og veit að í raun og vem er eng- inn Guð til. Eða að hann er í mesta lagi efnaferli í manns eig- in heila - jafnvel arfgengt. En kannski er þetta einmitt vandinn. Maður heldur að maður sjái í gegnum þetta alltsaman, en í rauninni er það manns eigin (meinta) VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson viska sem maður þyrfti að sjá í gegn- um. Og þá gæti fyrst farið að glitta í Guð. Það mun einhvemtíma hafa verið gerð könnun á því í Banda- ríkjunum (því að Bandaríkja- menn em svo vísindalegir) hvaða viðhorf menn hefðu til eigin greindar. Kom ekki á óvart að flestir litu svo á að þeir væru sjálfir töluvert greindari og snjallari en hinir. Undirdjúpamaðurinn í sögu Dostoévskís, sem vitnað er í hér að ofan, var dálítið illa haldinn af greind, að því er honum sjálfum fannst, og það leiddi til þess að hann gat engu trúað, og sá - betur en allir hinir, að því er honum fannst - hvað mannlífið var tilgangslaust og vitlaust. Hann sá í gegnum allt þetta kjaftæði. (Að því er honum fannst); „Og nú dreg ég fram líf- ið úti í mínu horni og storka sjálfum mér með þeirri full- komlega gagnslausu huggun að greindur maður geti í rauninni ekki orðið að neinu; að einungis fiífl geti orðið að einhverju." Vegna þess að greindur mað- ur sér í gegnum allt kjaftæðið. Og auðvitað sér hann þá líka í gegnum Guð. En vandi und- irdjúpamannsins var bara sá, að „á bakvið“ alltsaman var ekkert. Þess vegna var lítið uppúr allri greindinni að hafa, og hann ósk- aði sér þeirrar heimsku sem honum sýndist múgamaðurinn búa við: „Ég öfunda slíkan mann svo mikið að það liggur við að ég fyrirlíti hann. Hann er heimsk- ur, skal ég viðurkenna, en kannski á venjulegt fólk að vera heimskt, hvað veit maður?“ Undirdjúpamaðurinn var sannur fyrirlítari þessa heims, og alls þess sem fólk trúir á og tekur sér fyrir hendur. í hans augum var enginn munur á Guði og veraldlegum gæðum - hvort tveggja var að hans mati í raun- inni tálmynd sem fólk reisti sér og lifði við einungis til þess að þurfa ekki að horfast í augu við tómið sem lífið er í raun og vem. Sjálfur var hann svo hugaður og greindur - að eigin mati - að hann bara gat ekki unað við tál- myndir. Þess vegna bölvaði hann sinni eigin greind. Ja, þvflík rakin óheppni. En ef maður nú lendir í þessum ógöngum þá á maður um tvennt að velja. Maður getur farið leið undirdjúpamannsins og afneitað heiminum, eða maður getur gengið blekkingunni á vald, ann- aðhvort Guði eða Mammoni, eða bara báðum tveim - það kemur út á eitt, því hvor tveggja er tál- mynd. Fer bara eftir smekk hvort manni finnst skemmtilegra að græða peninga eða fara í kirkju. En maður kemst aldrei frá þeirri hugsun að einungis tómið sé raunveralegt. (Það var þetta sem Nietzsche var að meina þegar hann sagði að Guð væri dauður). Eða hvað? Er þessi hugsun kannski gildra sem hégóma- girndin leiðir mann í? Getur ver- ið að það að afneita öllu og segja það hégóma og tálmyndir sé í rauninni mesta tálmyndin og sterkasta hégómagirndin? Vegna þess að maður vill auð- vitað vera gáfaður, og það að vera gáfaður er jú yfirleitt talið vera andstæða trúgirni. Þá kannski freistast maður til að draga þá ályktun að eftir því sem maður trúir minna hljóti gáfur manns að vera meiri. En það var eitt sem und- irdjúpamaðurinn efaðist í raun- inni aldrei um. Sína eigin skarp- skyggni. Merkilegt. Þessi gagnrýni maður var, þegar allt kemur til alls, allsendis ógagn- rýninn á eigin visku. Hann sá í gegnum allt - nema sjálfan sig. Það má segja að hann hafi efast um allt nema efann. En það, að efast um efann, merkir að vera opinn fyrir því að trúa. Til dæmis á Guð. Undirdjúpamaðurinn hafði reynt það sem hann taldi í raun vera tálmyndir: „Ég bjó til æf- intýri, fann upp líf handa sjálf- um mér svo að ég myndi að minnsta kosti lifa einhvernveg- inn.“ En allt kom fyrir ekki. Því er það, að jafnvel þótt maður ákveði að ganga einhverri tál- mynd á vald finnst manni að maður verði samt að gera það með háðskum fyrirvara, bæði til að halda andlitinu gagnvart sjálfum sér og líka til að eiga ekki á hættu að verða hankaður á því að maður trúi í rauninni á eitthvað. Því að þá liti maður út fyrir að vera ekki mjög gáfaður - jafnvel barnalegur. Þess vegna er háðsleg fjar- lægð það sem gildir, og einlæg sannfæring bannfærð. Háðið, eða írónían, (sem á ekkert skylt við húmor, það er allt annað) er aðalsmerki og helsta vopn þeirra sem nú á dögum vilja teljast gáf- aðir, og þeir geta beitt því á hvað sem er og þannig sýnt fram á að allt sé í raun tálmynd. Líka Guð. Hættan er bara sú, að þetta aðalsmerki verði að myllusteini um hálsinn og dragi úr manni allan mátt, líkt og virðist hafa farið fyrir undirdjúpamanni Dostoévskís. Þannig má segja, að háðfuglum (eða „íronistum,“ eins og það heitir á nútíma gáfu- mennamáli) sé sú hætta búin, að þeir verði eigin háði að bráð. Það em nú ekki sérlega gáfu- leg örlög. Ef nánar er að gáð lík- ist þetta helst því sem á góðri ís- lensku er kallað heimska. Alveg spurning hvort er ekki öllu meira vit í Guði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.