Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 37^- MINNINGAR SS GUÐMUNDUR PÁLL PÉTURSSON + Guðmundur Páll Pétursson fædd- ist að Núpi í Fljóts- hlíð 28. nóvember 1954. Hann lést 9. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Breiðabóls- staðarkirkju í Fljóts- hlíð 16. desember. Þegar maður er ungur og öll okkar skilningarvit nýþrosk- uð markar hver nýr staður sér sess í minningu okkar með sérstökum hætti. Enda þótt það séu nú liðin þrjátíu og fjögur ár síðan ég upplifði sveitina í fyrsta sinn man ég eftir því eins og það hefði gerst í gær. Hægur andvari og hlýtt var í veðri og kyrrðin ein- ungis rofin af einstaka fugli sem í óða önn var að undirbúa komu unga sinna. Þegar ég gekk upp traðirnar að Núpi með Díu frænku og gróðurlyktin fyllti öll vit mín fann ég fyrir gleði og spenningi , nýtt ævintýri var að hefjast. Þegar við höfðum verið boðin innilega velkomin af þjónunum Pétri og Önnu og höfðum sest í sæti í nýja eldhúsinu uppgötvaði ég að bærinn var fullur af krökkum. Þar á meðal var snaggaralegur strákur með mjög ljóst stíft hár sem stóð út í allar áttir. Þessi strákur var með kímnisglampa í augum og eins og ég komst að síðar var alltaf stutt í brosið hjá þessum frænda mínum. Strákurinn hét Guðmundur Páll og var sonur hjónanna á bænum. Ég var fljótur að falla inn í hið daglega líf á bænum. Við urðum herberg- isfélagar við Palli þetta sumar og öll þau sumur sem ég var í sveit á Núpi og áður en leið á löngu vorum við orðnir vinir og félagar. Guð- mundur Páll var skapmikill maður og gustaði stundum af honum en aldrei var langt í brosið. Gott var að vera í sveit á Núpi. Létt var yfir hinu daglega lífi á bænum og fylgdi ég Palla daglangt eftir og lærði á lífið í sveitinni enda Palli bæði ljúf- ur drengur og þolinmóður við bæj- arstrákinn sem kunni ekki neitt. Eins og all- ir þeir sem Palla þekktu voru hestarnir hans líf og yndi og vildi hann prufa sig áfram með tamningar og reiðlist eftir eigin höfði. Einn sumardag töluðum við saman um hetju þess tíma sem var Zorro og hvernig hesturinn hans bæði stökk yfir allar hindr- anir og prjónaði alltaf þegar Zorro fór á bak. Palli var ekkert að tví- nóna við hlutina en tók sig til með það sama og kenndi Vini, sem var hestur pabba hans, að stökkva yfir bæjarlækinn og í beinu framhaldi af því að láta hann prjóna í hvert skipti sem hann fór á bak. Þetta gekk vel og okkur fannst þetta hin besta skemmtun, alveg þangað til að Pétur pabbi Palla ákvað að skreppa á hestbak. Um leið og Pét- ur settist í hnakkinn sáum við okk- ur til skelfingar að uppáhaldshest- urinn hans stóð beint upp á endann. Við létum okkur hverfa hljóðlega og reyndum aldrei aftur að leika Zorro á reiðhesti húsbónd- ans. Guðmundur Páll hafði mikla kímnigáfu til að bera og var stríð- inn þegar það átti við. Állt var það þó gert þannig að enginn meiddist eða varð sár yfir. Þegar líða tók á sumrin og dagarnir urðu styttri áttu Palli og ég það til í húmi næt- ur að þræða krókótta stígu að mat- jurtagarði Önnu húsfreyju og nappa einni rófu eða gulrót. Aldrei hef ég fyrr eða síðar fengið eins góðar rófur og þær sem við borð- uðum úti á túni í stjörnubjartri nóttinni. A þessum kvöldum töl- uðum við Palli um vonir okkar og þrár, hvað við ætluðum okkur að gera þegar við værum orðnir stórir og hvernig heimurinn átti að vera. Arin liðu, við urðum fullorðnir og eignuðumst okkar fjölskyldur, heimili og börn. Guðmundur Páll giftist æskuástinni sinni, henni Hrund, eignaðist Loga, Odd Pétur og Dögg og gerðist bóndi að Núpi er foreldrar hans fluttu til Reykja- víkur. í lífi hvers manns skiptast á skin og skúrir og örlögin höguðu því þannig til að ekki reyndist vænlegt fyrir fjölskylduna að stunda búskap. Að geta ekki stundað búskap, haldið öllum hest- unum sínum og lifað með nátt- úrunni hefur eflaust tekið á hjá Palla. Lífsvegurinn er ekki alltaf eins beinn og breiður og við viljum. Eftir því sem árin liðu varð lengra á milli heimsókna en það skipti engu máli því þegar við hittumst var eins og við hefðum hist daginn áður og Palli snaraði fram sögu eða skemmtilegri lýsingu úr hinu daglega lífi, eitthvað sem hann var sérlega laginn við. Það er undar- legt að hugsa til þess að Guðmund- ur Páll, persóna sem hefur fylgt mér í gegnum lífið eins langt aftur og ég man, skuli vera farinn. Nú þegar vegir skilja vil ég óska Palla, vini mínum og frænda, vel- ferðar í þeirri ferð sem hann hefur nú lagt út í og bið Guð um að styrkja fjölskyldu hans og veita þeim frið. Erlendur Birgisson. Manstu eftir blóminu sem óx í hlíðinni fyrir ofan bæinn? Það var þarna þegar þú fæddist, en þú viss- ir ekki af því fyrr en löngu seinna. Það var vor, sólbjart vor. En innra með þér var engin birta. Þú labbaðir upp í hlíðina og fannst þetta blóm, sem brosti við þér í sólskininu og þú brostir á móti þegar þú fannst hlýjuna, sem blómið gaf þér. Og þú settist niður í hlíðinni hjá blóminu og grést eins og lítið barn, sem veit ekki af hverju það grætur. Heimurinn get- ur verið svo stór og vondur fyrir lítil börn. Þegar þú fórst úr sveitinni, klipptirðu blómið niður við rót og tókst það með þér í postulínsvasa með vatni og blómagræði. En smám saman visnaði blómið og dó, þvi það hafði enga rót. Og þú fórst að sækja rótina, svo nýtt blóm gæti vaxið næsta vor. En þá var búið að eyðileggja hlíðina þína, þar sem blómið hafði vaxið öll þessi ár. Þá vissir þú að lífið er þar sem blómin vaxa, en dauðinn í postulíni. Blessuð sé minning þín. Andrés Guðnason. lýst, sýndi mannkosti þeirra og hve þeim þótti óumræðilega vænt hvoru um annað og aðra. Það gleð- ur mig að vita og finna að slíka mannkosti hafa börn þeirra erft og dugnað. Með dugnaði og elju gerðu þau Hulda og Sigurðu sér gott bú ; og eftir áratugi gátu þau leyft sér að láta af búskap. Byggðu þau sér ji fallegt hús í fögru umhverfi 1 landi '®* sem tilheyrt hafði Skúfsstöðum og skírðu það Mela. Þar var hafinn annar þáttur í lífi þeirra, notalegt ævikvöld og fram- tíðin var björt. Hafin var skógrækt á Melum og annað til að fegra og bæta. Hugsað var til gesta og gerð falleg grasflöt við húsið. En skyndilega tók Guð hana Huldu til sín, konuna sem átti eftir að gera svo margt hér á jarð- ríki og gefa svo mikið af sér. Missir margra var mikill. Við sem eftir lifum minnumst hennar með þakklæti og ást og biðjum Guð að gæta sálu hennar. Elsku Siggi minn, Hólmfríður, Reynir, Una, Njáll Haukur, Inga Fjóla og Halla, barnabörn og tengdasynir, megi Guð styrkja ykkur og varð- veita í sorg. Treystum böndin og lifum í anda hennar sem við elsk- uðum. Skarphéðinn. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Frágangur afmælis- ogminning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. BlómaLjMðin öauSskom v/ Possvo0skiVkju0ai*3 Sími: 554 0500 ,<VlV^lR^n í OSWAI.DS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN I ADAI5TRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK j Díivið Jnger Olufiur l 'tfítrnrstj. I tfnrnrstj. (’t fnrnrstj. I ÍKK1 STUVl NNUSTOFA EYVINDAR ARNASONAR I <$ ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 dr. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Gcirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri JÓN KORT OLAFSSON + Jón Kort Ólafs- son fæddist í Haganesi í Fljótum 15. ágúst 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 26. nóv- ember sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarð- arkirkju 2. desem- ber. Elsku afi, það er leiðinlegt að þú þurftir að deyja því þú varst svo hugrakkur að berj- ast fyrir lífi þínu. Bar- áttan var löng og ströng fyrir þig en því miður tapaðir þú og fórst til Guðs og ég mun ætíð minnast þess hversu góður þú varst mér alltaf. Þú reyndir að láta temja hest til að við barna- og bamabamabörnin gætum farið á hestbak en það var ekki hægt. Þú varst alltaf svo skemmti- legur, fórst með mér að gefa hest- unum brauð þó svo að þú værir veik- ur, þú hjálpaðir mér að reka kindumar inn í fjái’hús og leyfðir mér að gefa þeim þegar ég kom á veturna. Fórst oft með mér í sund og það þótti mér gaman. Þú bauðst mér upp á ís. Fórst með mér á vél- sleða til að gefa hestunum, sem þér þótti auðvitað mjög vænt um. Þér þótti svo gaman að syngja lagið Blessuð sértu sveitin mín og mér þykir svo vænt um að þú söngst það á spólu fyrir mig í síð- asta skiptið sem þú varst hjá okkur. Guð geymi þig elsku afi minn. Ég skrifa eitt af uppáhaldslögunum þínum í kveðjuskyni. Blessuð sértu, sveitin mín sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Fjalladrottning, móðir mín mér svo kær og hjartabundin. Sæll ég bý við brjóstin þin, blessuð, aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verðá á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjarta bundin. Elsku amma og aðrir ástvinir, votta ykkur mína innilegustu og dýpstu samúð. Astarkveðja, Rafnar Snær Baldvinsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÁGÚSTU ÞORSTEINSDÓTTUR. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki lyfja- deildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Jón Guðmundsson, Þóra Valg. Jónsdóttir, Einar Steingrímsson, Anna Björg Jónsdóttir, Garðar Guðmundsson, Ólafur Helgi Jónsson, Ásdís Geirsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Óskar Örn Óskarsson, Ágúst Haukur Jónsson, Þórunn Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkur, systur, tengdamóður og ömmu, EYVARAR MARGRÉTAR HÓLMGEIRSDÓTTUR, Hlunnavogi 15, Reykjavík. Steingrímur Helgason, Unnur Heba Steingrímsdóttir, Hafþór Aðalsteinsson, Helga Guðrún Steingrímsdóttir, Eiríkur Hauksson, Jón Hólmgeir Steingrímsson, Soffía Hilmarsdóttir, Ingunn Steingrímsdóttir, Sveinbjörn R. Auðunsson, Aðalbjörg Hólmgeirsdóttir, Lárus Guðgeirsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug vegna andláts eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, VALGERÐAR SÆMUNDSDÓTTUR, Ljósheimum 4. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-3 á Landspítalanum Fossvogi, hjúkrunarfrasðinga Karitas og starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi Indriði Indriðason, Guðrún Indriðadóttir, Jón Ágúst Sigurjónsson, Sólveig Indríðadóttir, Stefán K. Guðnason og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.