Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 44
Í4 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Hundalíf | í I % Smáfólk IM 50RRY YOUR CHRI5TMA5 PIAY WA5 CANCELEP.. NO CHRI5TMA5PLAY..NO CHRISTMA5 TREE..NO CHRI5TMA5 CAROLS.. NO CHRI5TMA5 COOKIE5... 711- JU5T A MATH TE5T ON REPANP GREEN PAPER. Mér þýkir leitt að skólaleikritið Ekkert jólaleikrit.. Ekkert jólatré.. Bara stærðfræðipróf á rauðan og þitt hafi verið slegið af.. Engir jólasöngvar.. Engar grænan pappír.. jólasmákökur... «6, Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kýrrassa tók ég trú Frá Guðmundi Bergssyni: ÞANNIG orti Káinn í eina tíð. Nú á þessu ári tóku framsóknarmenn upp kýrrassatrú. Er það vel við hæfi á sama tíma og þjóðin hélt upp á þúsund ára afmæli kristni í landinu, að þeir taki upp þessa trú, en það eru ekki íslenskar kýr, því þær kvaddi ráðherra með kossi í beinni útsendingu en þær hafa haldið lífi í þjóðinni frá því land byggðist öðru fremur, á alskonar hallærisárum hafísa og eldgosa. Þetta eru norskar kýr enda eru framsóknarmenn mikið fyrir allt sem þaðan kemur. Ekki hika þeir við að spilla íslenskri náttúru með því að leggja undir vatn beitilönd hreindýra og varplönd heiðargæsa til að geta selt Norðmönnum ódýra raforku til að þeir geti komið upp ál- verum í sem flestum fjörðum á Is- landi. Áhugi Norðmanna fyrir ál- verum hér er auðskilinn. Þeir mega hvergi heima reisa álver né virkja heima hjá sér, svo er Sömum fyrir að þakka. Þegar norska þingið ætl- aði að samþykkja að koma á fót stórorkuveri með því að leggja und- ir vatn stór svæði af beitilöndum hreindýra tóku Samar til sinna ráða og það vakti athygli þegar þeir tjölduðu fyrir framan þinghúsið um hávetur og þaðan fóru þeir ekki fyrr en hætt var við skemmdarverkið. Eftir það voru sett lög um virkjanir og eftir þeim er farið og mættum við taka þá til fyrirmyndar á þeim svið- um og hætta hentistefnuaðferðinni um umhverfismat og ekki umhverf- ismat eða að hægt sé að hagræða því ef svo ber undir. Þá lægi það fyr- ir löngu áður en til framkvæmda kemur hvar og hvernig að verki væri staðið í stað þess að hefja als- konar undirbúning að stórfram- kvæmdum á meðan beðið er eftir umhverfismati eða ganga á skjön við allt mat ef svo ber undir. Þó að Austfirðingar fái vinnu á meðan virkjanir og framkvæmdir standa yfir þá tekur það enda. Ekki hef ég trú á’því að það verði margir íslend- ingar í verinu um miðja öldina, í mesta lagi nokkrir sem fylgjast með á töflum og skjám hvernig gengur í kerskálunum en þar verður mest at- vinnulaust Asíu- og Afríkufólk sem er auðvitað ágætisfólk en það verða ekki austfirskir Islendingar sem vinna í kerskálunum, en það er sjálf- sagt að taka vel á móti þeim. Gamla fólkið sem hefur unnið í fiski alla tíð er flutt í burtu og það eru komnir útlendingar í staðinn, þannig er nú þegar farið að manna atvinnurekst- urinn á austfjörðum og það áður en álverið stóra kemur. Það verður ekki spornað við flóttanum af lands- byggðinni með álverum. Það er al- gjör öfugþróun að unga fólkið sem hefur verið að mennta sig á tækni- sviði þurfi að gerast landflótta og stuðla að uppbyggingu hjá öðrum þjóðum sem eru að keppa við okkur, af því að ráðamenn þjóðarinnar ein- blína á erlenda stóriðju til framtíðar í stað þess að hlynna að íslensku hugviti. Utgerð er alltaf að komast á færri hendur og vinnslustöðvum í landi lokað á æ fleiri stöðum en vinnslan færist æ meir út á sjó og þar er öllum úrgangi hent fyrir borð og svo mætti lengi telja, en ekki meira í einu. Þeim finnst ekki mikið mál mörgu þó þeir grandi, leggja byggðir undir ál á okkar kæra landi. GUÐMUNDUR BERGSSON Sogavegi 178, Reykjavík. Þjóðmenningarhú sið er til sóma Frá Jóhannesi Þór Guðbjartssyni: MIG LANGAR til að segja nokkur orð um Þjóðmenningarhúsið. Ég fór um húsið og skoðaði það þegar búið var að hreinsa allt út úr því; Ástæða þess að ég skoðaði húsið var að ég hafði verið beðinn að skoða húsið með tilliti til þarfa fatlaðra og hverju þyrfti að breyta til að það væri aðgengisfært fyrir alla. Ég var mjög hrifinn af húsinu og einnig sá ég að mikil vinna var fyrir höndum að breyta því þannig að það þjónaði þörfum okkar allra. Húsið var hátt í 100 ára og barn síns tíma. Nú vorum við að hugsa til næstu hundrað ára og þætti sjálfsagt gott ef ekki þyrfti að gera það aftur upp fyrr en eftir jafnlangan tíma. Þegar húsið var opnað fór ég um það og skoðaði, ég verð að viður- kenna að ég var hissa á hve vel hefði tekist til og allt vel gert og vinnu- brögð góð. Eg tek það fram að endurgerð gamalla húsa hefur verið áhugamál mitt lengi og hef ég skoðað mörg hús víða í Evrópu. Mikil vinna og tími fór í þetta verk og ber að þakka þeim sem það unnu. Ég viðurkenni að betra hefði verið að kostnaðartölur hefðu staðist en það er alltaf leiðinlegt þegar svona málum er snúið upp í pólitískt mold- viðri bara vegna þess að mönnum finnst það heppilegt en ekki er horft á málið í heild. Við erum að vinna þetta verk til að það standi næstu hundrað ár eða meira og er ég viss um að eftir þann tíma verður talað um hve vel var vandað til verksins og ekki minnst orði á þann kostnað sem var við það. Þjóðmenningarhúsið er til sóma fyrir íslensku þjóðina og það sem mest er um vert er að allir komast um það. JÓHANNESÞÓR GUÐBJARTSSON, húsasmíðameistari og fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.