Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 36
J6 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur og tengdasonur, EIRÍKUR KRISTINN NIELSSON, Kambsvegí 7, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 17. desmber. Jarðsungið verður frá Áskirkju fimmtudaginn 28. desember kl. 13.30. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á deild 11 E Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka umönnun. Jónína Eggertsdóttir, Eggert Jóhann Eíríksson, Bergþóra Eiríksdóttir, Sigríður Th. Eiríksdóttir, Atli Örvar, Jónína Valgerður Örvar, Bergþóra Eiríksdóttir Sigríður Th. Árnadóttir t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR BERGSSON, Króktúni 17, Hvolsvelli, sem lést sunnudaginn 17. desember, verður jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju á Hvols- velli föstudaginn 29. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á björgunarsveitina Dag- renningu á Hvolsvelli. Guðríður Árnadóttir, Jónína Sigurðardóttir, Árný Jóna Sigurðardóttir. + Ástkær móðir mín, dóttir og systir, AÐALHEIÐUR JÓNATANSDÓTTIR, Skúlagötu 76, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu daginn 21. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Eydís Olsen, Valborg Guðmundsdóttir, Friðrik Max Jónatansson. SÍMON PÁLSSON + Símon Pálsson fæddist í Reykja- vík 30. aprfl 1948. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 10. des- ember sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 21. desember. Góður drengur er fallinn í valinn langt fyrir aldur fram. Eins og svo oft í lífi Símonar Pálssonar var atburða- rásin hröð. Minna en sólarhringur frá því er maðurinn með ljáinn gerði fyrst vart við sig þangað til öllu var lokið. Við Símon kynntumst fyrst að gagni sumarið 1973 þegar við unnum saman hjá Flugfélagi íslands á Keflavíkurílugvelli. Við höfðum þá verið málkunnugir í nokkur ár enda feður okkar góðir vinir, en það var ekki fyrr en þetta sumar sem góður kunningsskapur tókst sem síðar þró- aðist í nána og trausta vináttu. Konur okkar, þær TV og Bobba, eru einnig miklir vinir. Raunar átti Símon verulegan þátt í því að ég kynntist konunni minni og oft gönt- uðumst við með það að Símon væri í vissum skilningi arkitekt að hjóna- bandi okkar Bobbu eins og hann orð- aði það. Sagðist hann hafa séð það löngu á undan mér hve ágætlega við hjónin ættum saman. Við fyrstu kynni virkaði Símon fremur hlédrægur, en það breyttist brátt enda iðaði hann af lífsgleði og gáska sem ekki fór leynt við nánari kynni. Á vinamótum var Símon hrók- ur alls fagnaðar. Engum duldist að þar fór duglegur, fjörugur og skemmtilegur maður sem naut þess að lifa. Sérstaklega var áberandi hvað hann var einstaklega hug- myndaríkur og hnyttinn í tilsvörum. Af öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman er mér minnisstæð- ust veiðiferð í Laxá í Laxárdal sum- arið 1982. Ekki svo að skilja að Sím- on væri sérstakur áhugamaður um veiði, miklu fremur var hann áhuga- maður um útivist og að vera samvistum með vinum sínum. Áttum við hjónin einstakar stundir í fögru um- hverfi og góðu veðri. Ekki fer miklum sög- um af veiðiskap, enda var fremur hugsað um að njóta lífsins, náttúr- unnar og heitra geisla sólarinnar. Þessar samveru- stundir sem margar aðrar gleymast aldrei. Að leiðarlokum er þakklæti og söknuður efst í huga. Þakklæti fyrir ógleyman- legar samverustundir við góðan dreng og söknuður yfir því að þær verða ekki fleiri. Góður Guð styrki TV, Jóhönnu, Villa, Svein Orra og fjölskylduna alla í þeirra miklu sorg. Óli Haukur. Maður er vart búinn að átta sig á fréttinni um fráfall vinar okkar og samstarfsfélaga Símonar Pálssonar, sem jarðsettur var tuttugasta og fyrsta desember síðastliðinn. Erfitt er að ímynda sér að hann sé ekki enn á meðal okkar, með sama baráttu- andann sem einkenndi Símon alla þá tíð sem við unnum saman, sem var allt of stutt. Það var í lok vikunnar sem hann féll frá, að ég hafði samband við hann til þess að fá hjá honum viðskiptaráð vegna starfs míns hjá Flugleiðum í London, en Símon var þar svæðisstjóri fyrir félagið í nokkur ár. Hann var ekki seinn að koma með holl ráð sem ein- kenndust af reynslu og réttsýni. Það er undarlegt að sjá fyrir sér starf okkar á sölu- og markaðssviði Flug- leiða í framtíðinni án Símonar. Hann setti sterkan svip á hópinn og átti stóran þátt í markaðsstarfi Flugleiða um allan heim, þar sem við félag- arnh- tókum hann allir til fyrirmynd- ar, alla tíð. Símon reyndist mér ein- staklega vel jafnt í starfi sem í leik. Hann var reynsluríkur, réttsýnn og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Símon var bóngóður, út- sjónarsamur, áræðinn og hörkudug- legur, fyrir utan að vera bráð- skemmtilegur og lúmskur húmoristi. Það voru forréttindi að fá að kynnast Símoni. Fyrir utan vinnuna átti fjölskyld- an og skógræktin hug hans allan. Hann var duglegur við að gefa mér góð ráð um skógrækt og ég hef sjald- an hitt mann sem hafði eins mikla til- finningu fyrir jörðinni og því sem hún gaf af sér. Hann hafði yndi af því sem blómstraði og dafnaði, jafnt úr jörðu sem og þegar þurfti að ná vexti út úr markaðssvæðum. Þá var eng- inn betri en Símon. Allir starfsmenn Flugleiða í Lond- on eru harmi slegnir yfir skyndilegu fráfalli Símonar. Starfsmenn Flug- leiða í Bretlandi og fjölskylda mín senda Þuríði, Jóhönnu, Vilhjálmi Styrmi, Sveini Orra og öðrum að- standendum sínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Ljúfur vinur, látinn vinur, lifir áfram í mínum klökka hug. Stefán Eyjólfsson. Leiðir okkar Símonar lágu saman á aðalfundi Bresk-íslenska verslun- arráðsins í London haustið 1998. Hann var þá að taka sæti í stjórn ráðsins og ég við stöðu fram- kvæmdastjóra. Strax kom í ljós að kröftugri liðsmann var ekki hægt að hugsa sér en Símon. Hann var ávallt tilbúinn að benda á ný sóknarfæri í starfseminni og leggja krafta sína í þau verkefni sem tekist var á hendur hverju sinni. Ég heillaðist strax af framsýni þessa mikla heimsmanns og fannst mikið til koma hve auðvelt hann átti með að samsama sig tíð- aranda unga fólksins í dag. Það tók- ust því með okkur ágæt vinabönd og fátt vissi ég skemmtilegra en að hitta Símon yfir morgunkaffi til að ræða heimsins mál. Stundum komu listir inn í þá um- ræðu og þar var hann í essinu sínu og leiðbeindi unga manninum um eft- irtektarverða listamenn af yngri kynslóðinni í dag. Við höfðum ein- mitt nýlega ráðgert slíkt morgunsp- jall um jólaleytið. Fyrir hönd Bresk-íslenska versl- unarráðsins vil ég þakka Símoni fyr- ir frábær störf í þágu ráðsins og votta fjölskyldunni dýpstu samúð á erfiðum tímum. Guðjón Rúnarsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og afi, SÆVAR MÁR STEINGRÍMSSON sölustjóri, Álfhólsvegi 79c, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 19. desember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 29. desember kl. 10.30. Bára Hákonardóttir, Hrönn Sævarsdóttir, Arnar Þórir Ingason, Drífa Sævarsdóttir, Sævar Már Sævarsson, Sigrún Fanney Sigfinnsdóttir, Einar Steingrímsson, Sigfríður Steingrímsdóttir, Ólafía Árnadóttir, Hákon ísfeld Jónsson, Harpa Sif, Ómar Þór og Kara Björk. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HERDÍS TORFADÓTTIR, Víkurgötu 4, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju fimmtu- daginn 28. desember kl. 14.00. Guðmundur Bjarnason, Bragi Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Páll Guðmundsson, Ólöf Þórey Ellertsdóttir, Bára Guðmundsdóttir, Guðjón Karlsson, Áslaug Guðmundsdóttir, Halldór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hulda Njálsdótt- ir fæddist í Reykjavík 4. janúar 1936. Hún lést 12. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hóladómkirkju 21. desember. Það var á þriðju- daginn 12. desember sem mágur minn, Sig- urður á Melum, hringdi í mig og sagði mér af því að systir mín hefði veikst. Mér var mjög brugðið en róaðist nokk- uð þegar hann sagði frekar frá veikindum hennar og að ekki virt- ist þau vera alvarleg. Sagði hann mér að hún hefði verið flutt á sjúkrahúsið á Akureyri til frekari skoðunar og síðast þegar hann hafði haft spurnir af henni virtist henni líða vel og létt yfir henni. Var mér léttara í lund þegar hann kvaddi mig og kvíðinn hvarf. Nokkru síðar hringdi hann aftur og sagði mér lát systur minnar. Mér fannst sem heimurinn hryndi yfir mig og sorgin heltók mig. Ég hafði misst einu systur mína og þá manneskju sem ég mat mikils og hafði verið mér svo hjart- fólgin. Ég spurði Guð í hljóði hvers vegna, hún sem átti eftir að gera svo mikið, en fékk ekki strax svar í hjarta mitt. Mér var hugsað til eig- inmanns hennar, mannkosta- mannsins, þess góða drengs, sem hafði reynst systur minni afskaplega vel, en hafði nú misst svo mikið. Einnig hugsaði ég til barnanna þeirra sem svo skyndilega misstu elskaða móðir og barnabarnanna sem misstu hana ömmu sem hafði verið þeim svo góð, tengda- dætra og tengdasona. Það var svo sannarleg sorg og söknuður hjá minni fjölskyldu að hafa misst hana Huldu, konuna sem ég, kpnan mín og börn elsk- uðum öll. Ég minnist bernsku okk- ar og örfárra stunda sem ég man að við áttum saman, en Hulda var elst okkar fjögura systkina. Veik- indi móður okkar og lát hennar varð til þess að leiðir okkar skildu þegar við vorum öll ung. Hún fór til ömmu í Fljótum, hennar Maríu. Elsti bróðirinn fór til afa og ömmu á Breiðabólstað á Skógarströnd, en við tveir þeir yngstu vorum sendir á aðra staði. Það voru erfiðir tímar og þungt fyrir föður okkar að þurfa að sundra þannig fjölskyldu sinni, en önnur ráð voru ekki fyrir hendi. Ég minnist þess þegar ég var fimm ára og pabbi hafði mig hjá sér að Hulda kom í heimsókn í Siglufjörð. Strax kom í ljós sú ástúð og hug- ulsemi sem margur átti eftir að kynnast hjá henni. Stóra systir, þá átta ára, tók að sér að annast litla bróður. Þess tíma mun ég minnast meðan ég lifi og þess hvað hún gaf mér þá, þessi elskaða systir mín. Hún skrifaði mér oft og sagði mér af högum sínum og því sem hún taldi mig hafa gaman af. Þann- ig héldum við sambandi og síðar áttum við fjölskylda mín margar ferðir, bæði í Siglufjörð þar sem þau Sigurður bjuggu fyrst og síðar að Skúfsstöðum í Hjaltadal þar sem þau bjuggu lengst af sinn hjú- skap. Börnin mín nutu þess að eiga hana Huldu að, Sigga og börnin þeirra. Elsta barnið okkar hjóna var í níu sumur hjá þeim í sveit og önnur skemur. Það var svo sann- arlega þeirra gæfa. Það veit ég að svo er um aðra þá sem dvöldu á sumrin á Skúfsstöðum. Oft var margt um manninn á Skúfsstöðum, við matborðið og í gistingu. Aldrei minnist ég þess að ekki hafi verið pláss fyrir alla. Víst er að margir muna komu sína að Skúfsstöðum og einnig þeir sem nutu höfðing- skapar þeirra hjóna þar og örlætis. Eitt einkenndi Skúfsstaðaheimilið, en það var gjafmildin, gestrisni og umhyggja fyrir öðrum. Margar voru þær sendingar sem komið var til ættingja, vina og ann- ara sem þótti ástæða til að gleðja, matur og annað. Þar var systir mín oft stórtæk og naut ég og mín fjöl- skylda þess mjög, einnig aðrir sem Hulda og Sigurður höfðu hug til. Aldrei vissi ég til að slík mál væru sérstaklega til umræðu og skipti mágur minn sér ekki af því hvað konan hans aðhafðist í þeim málum, en gerði hvað hann gat til að aðstoða ef þörf var á, þó oft hafi magnið verið mikið. Þar var hugur beggja sá sami, þeim hjónum best HULDA NJÁLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.