Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 39 HUGVEKJA I Betlehem er barn oss fætt... Ljóslífsins Skammdegismyrkrið ræður ríkjum í desembermánuði. Birtan hefur samt Allir komust þeir til byggða Þá eru allir jólasveinarnir komnir til byggða, enda ekki seinna vænna þar sem jólin fara nú í hönd. Þeir hafa birst einn og einn á baksíðu Morgunblaðsins að undanförnu en eru nú hér allir saman komnir. Brian Pilkington teiknaði sveinana sérstaklega fyrir Morgunblaðið að þessu sinni. GUJ^GAUR sem áður sigurgöngu sína á þessum tíma, segir Stefán Friðbjarnarson, með sólhvörfum á vetri og komu hans sem er ljós lífsins. „Ég er Ijós heimsins. Sá, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. “ - Jesús Kristur. Desember er myrkur mánuður. Þá er dagur stystur og myrkrið mest. En vetrarsólstöður (21.-22. desember) eru tímamót. Sólhvörf að vetri boða hækkandi sól og vaxandi birtu, vorið sem er fram- undan. Sú vissa að birtan hrekur myrkrið smám saman út úr sólar- hringnum hefur hjálpað kynslóð- unum að þreyja þorrann og góuna, kuldann og myrkrið, hér á mörkum hins byggilega heims. Það gleymist á stundum að raf- ljós komu ekki inn í Islands sögu fyrr en á 20. öldinni. Sem og að nýting heits vatns - jarðvarmans - til húshitunar setti ekki umtals- verðan svip á lífshætti okkar fyrr en á seinni hluta aldarinnar. Langleiðina í tíu aldir höfðu ís- lendingar ekki önnur vopn í hendi gegn kulda og myrkri vetrar en lýsislampa, rekavið, mó og tað. Kerti úr tólg eða vaxi vóru löngum nánast munaðarvara. Það var til siðs á þessum löngu liðnu myrkurtímun að setja ljós út í skjá (glugga) til að vísa fjarver- andi veginn heim. Þessi litlu Ijós vóru vegfarendum boðskapur um vin í vetrarmyrkrinu. Þau færðu og heim sanninn um, að í myrkr- inu skín ljósið skærast. Eyþjóð, háð sjávarútvegi og siglingum, þekkir annars konar leiðarljós, sem vísar sjófarendum veg til hafnar. „Brennið þið, vitar; lýsið hverjum landa, sem leitar heim - og þráir höfn,“ segir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í kvæðabálknum „Að Þingvöllum 930-1930“, sem orktur var í tilefni af Alþingishátíð á Þingvöllum árið 1930. Og í kvæðinu Vitavörðurinn segir hann: „Guð er í hverjum geisla, sem gegn um nóttina brýzt...“ Ljósið í skjá torfbæjarins og vitinn á útnesinu þjónuðu sama tilgangi, að hjálpa fólki í nauðum, vegvillum. Að vísa ljóssins veg - út úr myrkrinu. Við Islendingar höldum hátíð ljóssins, hátíð hans sem er ljós lífsins, í mesta skammdeginu. Sjálf hátíðahöldin hafa að vísu breytzt í tímans rás en tilefnið og tilgangurinn er hinn sami. Fyrri kynslóðir, flestar, bjuggu við fátækt miðað við hag- sæld líðandi stundar. Þær fögn- uðu jólunum með hógværari hætti og fábreyttara móti en nú er gert. Gleði hugans var ef til vill meiri og innilegri þá en nú. En það var meiri einfaldleiki í umbúðum há- tíðarinnar, húsnæðinu, klæðn- aðinum, hátíðarmatnum og jóla- gjöfunum, sem sumir telja að keyri um þverbak í dag. Það var heldur ekki mikið umleikis þegar lítið barn var lagt í jötu í Betle- hem fyrn- 2000 árum. Löngu gengið skáld, sem horfði til bernskujóla, sagði: Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Ljós litlu jóla- kertanna, sem börn 19. aldar og fyrstu áratuga þeirrar 20. hömp- uðu í hógværri gleði, var tákn- rænt ljós, sem lýsti fyrst og fremst upp hugskot fólksins; tákn hans, sem er ljós heimsins, veg- urinn, sannleikurinn og lífið. Hann sem er hið sanna jólaljós má ekki gleymast eða týnast í lit- skrúðugum og fyrirferðarmiklum umbúðum hagsældarjólanna. Hann sem er ljós lífsins þarf að lýsa í hugarskjá okkar - vera þar sá viti er vísar veginn - út úr myrkrinu. Matthías Jochumsson kemst svo að orði í einu kvæða sinna: Bjartara, bjartara yfirbamiljúfu hvelfast Guðs hallir á helgri nóttu; ogherskarar himinbúa flytja Guðs fóður friðájörðu. Efnaleg hagsæld og velferð Is- lendinga á mörkum árþúsunda eru Guðs gafir, sem fara þarf vel og réttlátlega með. Á helgum jól- um eigum við samt sem áður fremur að huga að öðrum verð- mætum, sem mölur og ryð fá ekki grandað, velferð sálar sérhvers manns. Þá á hann, sem er ljós lífs- ins, að skipa heiðurssessinn. Hver sem fylgir honum gengur í birtu en ekki myrkri. Boðskapur jólanna er sá að Guð er í hverjum geisla sem frá ljósi lífíns brýzt gegnum myrkrið í mannheimi. Gleðilega jólahátíð! VCSXTkSLliKlR rnM m mm-es-m m m tm m skyrgámur h&KAShElKlK xíSJ/SSthM. KSRtASN/Kl R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.