Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 <--------------------------- MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem Finninn Markus Grönholm tryggði sér hcimsmcistaratitilinn á forugum vegum Wales. Juha Kankkunen er fjórfaldur heimsmeistari en nú er óvíst með framhaldið hjá honum. Þeir eru sneggri en - maður gæti ímyndað sér Lokamótið í heimsmeistaramótinu í rallakstri fórfram síöustu helgina í nóvember. Gunnlaugur Einar Briem var í hópi íslendinga sem geröi sér ferö til aö fylgjast meö og sjá þá bestu keyra foruga vegi í skógi vöxnu landi Wales. Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem Hafren Sweet Lamb er ein vinsælasta leiðin í rallinu, hún er löng og þykir vera nokkuð erfið yfirferðar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Einar Briem Viðgerðarhlé hjá Peugeot; mikið gengur á enda hafa liðin aðeins 45 mínútur í hvert skipti til að fara algjörlega yfir keppnisbílana. ALLIR eiga sér draum og þarna rættist draumur 19 íslendinga þegar þeir fóru til Wales á Englandi til að fylgjast með lokamótinu í heims- meistarakeppninni í rallakstri þar sem 149 bflar hófu keppni en aðeins 79 luku henni. Það er erfitt að trúa því að fyrir fáeinum dögum var ég staddur í bækistöð Subaru-versk- miðjanna í keppninni og stóð við hlið Juha Kankkunen, fyrrum heims- meistara, og Richard Bums, sigur- vegara rallsins, þetta var svo fjar- stætt en engu að síður veruleiki. Þetta hófst allt með því að Páll Hall- dór Halldórsson, fyrrum íslands- meistari í rallakstri, hafði samband við nokkra ökumenn og að lokum var þetta orðinn góður 19 manna hópur sem á aldrei eftir að gleyma þessari ferð. Við fórum út snemma á fimmtu- dagsmorgni og flugum til London og ókum þaðan til Cardiff þar sem rallið var gert út, þar varð maður fyrst var við umfangið á þessu öllu saman. Bærinn var undirlagður fyrir þessa keppni og hvar sem litið var vorum . við minntir á keppnina og þeir sem eru hvað lengst leiddir í dellunni voru á bflum sem búið var að útbúa eins og bfl þess ökumanns sem þeir halda með, útbúið rásnúmer og allt tilheyrandi. Búið var að útbúa tví- hliðabraut í miðjum bænum þar sem fyrsta sérleiðin var ekin. Þetta var eins og að mæta á fótboltaleikvang, fólksfjöldinn var svo mikill og þegar fyrstu bílarnir lögðu af stað ætlaði allt að verða vitlaust, lúðrar og flug- eldar voru óspart notaðir til að hvetja ökumenn áfram. Strax á þess- ari sérleið urðum við varir við þá miklu rallýmenningu sem ríkir á Englandi, fyrir marga er þetta eins og þjóðhátíð. Áður en farið var út höfðum við keypt okkur passa sem gilti á allt, inn á allar leiðir og öll bfla- stæði, en ekki náðum við að sækja þá fyrir fyrstu sérleið og ekki vildum við misssa af henni. Við báðum um að .fá að komast inn þar sem við værum 'áhugasamir íslendingar sem áttu langt ferðalag að baki og að við hefð- um ekki náð í miðana vegna umferð- ar. Að lokum, eftir að hafa fengið að tala við nokkra gæslumenn, hleyptu þeir okkur inn og við sáum ekki eftir því að hafa lagst aðeins á hnén fyrir þá. Þetta var stórkostleg upplifun að sjá þá keyra þessa leið þar sem ekk- ert var gefið eftir. Eftir að um þriðj- ungur bflanna hafði ekið hringina var ákveðið að reyna að koma sér af stað til Swansea þar sem hópurinn gisti og tók tæpa tvo tíma að koma sér úr bænum vegna umferðar. Mikil og ströng gæsla Um kvöldið var hafist handa við að skoða og skipuleggja morgundaginn því mikilvægt var að ákveða áður en lagt var af stað hvaða leiðir yrðu eknar til að lenda í sem minnstri um- ferð. Lagt var að stað frá hótelinu upp úr sex um morguninn eftir rúmra fjögurra tíma svefn og eftir á að hyggja mátti það ekki seinna vera þvi margir voru mættir á staðinn og um leið og bflastæðin urðu full var ekki fleirum hleypt inn á leiðina. Margir höfðu mætt um nóttina og gist í bflum sínum eða tjaldað og þeg- ar við mættum var fólk bara að elda sér egg og beikon í morgunmat í skottinu á bflum sínum. Allar beygj- ur voru fullar af áhorfendum og gæslan mikil og allt merkt í bak og fyrir hvar mætti standa og hvar ekki. Við komum okkur fyrir í einni vink- ilbeygju og var hrein unun að sjá fyrstu bflana koma, þeir varla bremsuðu - köstuðu bflnum aðeins til hliðar, gíruðu niður og lögðu á hann, áður en við vissum af voru þeir komnir út úr beygjunni, búnir að gíra upp í sjötta gír á örfáum sek- úndum og famir. Við stóðum þama og skildum ekki hvemig þeir fóru að þessu, við vorum vitni að akstri þeirra bestu. Ekki tókst öllum að koma sér áfallalaust út úr beygjunni og fór einn ökumaður útaf og festist í skurði. Afturhjól bflsins náði ekki gripi þar sem bíllinn hafði stungist á nefið fram af veginum en áhorfendur voru með á nótunum og áður en við vissum af var hópur manns kominn bæði ofan á bflinn til að þyngja hann að aftan og hópur manns að ýta hon- um inn á veginn. Við horfðum á þess- ar aðfarir og héldum að áhorfend- urnir væru að tapa sér en eftir að hafa hamast á bflnum í nokkrar mín- útur hafðist bfllinn inn á veginn aft- ur. Við öll átökin við að koma bflnum upp á veginn brotnaði af honum spegill, afturvængur, stuðari og fleira sem fólk virtist ná taki á til að koma bflnum upp á veginn. Þrátt fyrir að ökumaðurinn næði að halda ferð sinni áfram og klára leiðina var bíllinn meira skemmdur eftir hjálp- sama áhorfendur en við það að aka ofan í skurðinn. Um 20.000 manns að horfa á einum stað Stefnan var sett á sérleið sem átti að byrja um hádegið en við ákváðum í tíma að snúa við vegna mikillar um- ferðar og við sáum ekki fram á að ná leiðinni. Þess í stað ákváðum við að keyra um 200 km norður í Cambr- ian-fjöll og það var enginn hægðar- leikur. Til að losna við mestu um- ferðina fórum við fáfarna sveitavegi sem voru eintómar beygjur en við náðum á leiðina í tíma og sáum ald- eilis ekki eftir þessum akstri fyrir að sjá meistarana koma fram hjá okkur einu sinni. Leiðin heitir Hafren Sweet Lamb og er ein vinsælasta leiðin í rallinu. Við ókum í átt að bíla- stæðinu og bjuggumst við að þurfa að leggja úti í kanti á þröngum sveitavegum eins og fyrr um morg- uninn en þama var búið að gera gríð- arstórt bflastæði sem tók þúsundir bfla. Við gengum af stað og þá var þetta eins og að ganga Lækjargöt- una á 17. júní en við vorum í fjöllum úti í miðri sveit, þama voru sölubás- ar í röðum þar sem hægt var að kaupa gaslúðra, flugelda, mat o.fl. ásamt því að kamramir skiptu tug- um. Sá hluti leiðarinnar sem við vor- um staddir á lá um þröngan dal og vom áhorfendur beggja vegna dals- ins. Leiðin lá fyrst niður brekku þar sem þeir komu á ógnarhraða, síðan í tvær þröngar u-beygjur og þar áfram beinan kafla með tveimur stökkpöllum og áður en þeir hurfu inn í myrkan skóginn fóra þeir í aðra u-beygju þar sem þeir óku yfir á. Að horfa á þessa leið var algjör snilld þar sem ekki aðeins akstur öku- manna hreif mann upp úr skónum heldur var stórkostleg sjón að sjá hvemig áhorfendur létu. Allt frá því að við mættum vora áhorfendur að skjóta upp flugeldum og það engum smáflugeldum heldur alvörasprengj- um ásamt því að blása í gaslúðra. Við áætluðum að um 20.000 manns hefðu verið á þessum stað og þegar fyrsti bfll kom heyrðist varla í honum sök- um hávaða í áhorfendum, þetta var ótrúleg upplifun. Nú átti hópurinn eftir að koma sér heim til Swansea og ákváðum við leiðina gróflega áður en við lögðum af stað þar sem búast mátti við að við myndum missa sjónar af bflum hver annars þar sem umferðin var svo mikil og sú varð raunin. En það fyndnasta af öllu var að eftir rám- lega klukkustundar akstur vorum við orðnir tveir bflar í samfloti og þá sáum við skyndilega þann þriðja. Þá var ákveðið að stoppa og við höfðum varla stoppað þegar við voram allir fimm bflarnir saman komnir úti í vegkanti á þröngum vegi í skógum Wales. Við höfðum á orði að þetta væri lítið land en ég held að heppni hafi ráðið ferðinni þarna eins og svo oft í þessari ferð. Hópurinn var orð- inn mjög svangur og var því ákveðið að stoppa á næsta veitingastað sem við myndum aka framhjá og fyrir valinu varð lítil sveitakrá sem ekki vora gerðar miklar væntingar til þar sem enginn var á ferli og einungis t\æir fastagestir héngu kæraleysis- lega fram á barinn þrátt fyrir að klukkan væri að ganga níu. En veit- ingamaðurinn fór upp á efri hæð og vakti eiginkonu sína og þau göldruðu fram 19 stórsteikur á mettíma, við áttum ekki orð yfir þetta - hann stóð sig betur en frægi skyndibitastaður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.