Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Magnús Oddsson hefur unnið með öllum þremur framkvæmdastjórum Vald. Poulsen, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í rúm 60 ár. Með honum eru Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri og Bergþór Valur Þórisson verslunarstjóri. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 17 ár. eftir Kristinu Gunnorsdóttur EITT af elstu fyrirtækj- um í borginni, Valde- mar Poulsen ehf. við Suðurlandsbraut 10, varð 90 ára snemma á árinu. Fyrirtækið flytur inn vörur fyrir sjávarútveginn, veitustofnanir, iðnað og verksmiðjur svo sem hvers- konar drifbúnað eins og mótora, gíra, reimar og legur, svo eitthvað sé nefnt, auk loka fyrir skip og verk- smiðjur. Síðastliðin 25 ára hefur fyr- irtækið einnig rekið sérstaka bað- vörudeild með innréttingar og búnað fyrir baðherbergi undir stjóm Matt- hildar Ingvarsdóttur. Eftir því sem næst verður komist var fyrirtækið stofnað í mars árið 1910, en þá auglýsti stofnandinn Valdemar Poulsen í fyrsta sinn í dag- blöðum eftir brotamálmum, einkum kopar og silfri. Valdemar var dansk- ur jámsteypumeistari sem kom til íslands ásamt konu sinni árið 1905. Hann hafði verið ráðinn til að veita forstöðu Jámsteypu Reykjavíkur og á fyrstu árum fyrirtækisins rak hann einnig smiðju ásamt því að steypa varahluti en sá rekstur lagðist fljót- lega niður. Valdemar lést árið 1945 og þá var versluninni breytt í hlutafélag þegar Ingvar Kjartansson keypti helming hlutafjár og tók við rekstrinum. Ing- var keypti síðan hinn helming fyr- irtækisins af ekkju Valdemars og erfingjum árið 1964 og hefur fyrir- tækið verið í eigu fjölskyldu Ingvars síðan en hann lést árið 1990. Stjóm fyrirtækisins skipa dætur Ingvars, þær Sigríður sem er stjómarfoi-mað- ur, Margrét og Matthildur. Ekta konuríki „Hér er ekta konuríki og ekki má gleyma því að Poulsen gamli átti þrjár dætur og tengdapabbi átti þrjár og ég á tvær. Ætli það sé ekki þess vegna sem fyrirtækið gengur svona vel,“ sagði Ingólfur Ámason framkvæmdastjóri. „Við eigum ekkert skriflegt um hvaða dag fyrirtækið var stofnað en verslunarstjórinn okkar hann Berg- þór Valur Þórisson, reyndi að graf- ast fyrir um upphafið á Landsbóka- safninu og fann þar auglýsingu frá Poulsen, sem birt var í dagblöðunum 10. mars árið 1910. Við segjum því að fyrirtækið hafi verið stofnað þann dag. Um tíma, sennilega upp úr fyrri heimstyrjöld, hét fyrirtækið Poulsen og Fossberg þegar Gunnlaugur Fossberg vélstjóri gekk til liðs við hann en síðan slitnaði upp úr því og Fossberg stofnaði sína verslun árið 1927.“ Poulsen hóf reksturinn á Berg- staðastræti en flutti fljótlega á Klapparstíg og byggði þar nýtt hús að Klapparstíg 29 árið 1929, þar sem hann byggði stórhýsi á þeirra tíma mælikvarða og var verslunin þar til húsa fram yfir 1970. Ingvar byggði síðan verslunarhús að Suðurlands- braut 10 og opnaði þar verslun 11. EKKITEKIÐ LÁN í 30 ÁR VIÐSKIPn/fllWNNULÍF Á SUNNUDEGI ►Ingólfur Árnason er fæddur í Reykjavík árið 1940. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1961 og lauk prófi i viðskiptafræði frá Háskóla Islands árið 1966. Sama ár hóf hann störf hjá Valdemar Poulsen og tók við starfi framkvæmdastjóra af tengdaföður sínum Ingvari Kjartanssyni. Kona Ingólfs er Margrét Ingvarsdóttir og eiga þau tvær dætur og tvær dótturdætur. búsáhalda- og jámvömkaupmanna, sem stofnað var rétt fyrir síðari heimstyrjöldina," sagði hann. „Fyrstu baráttumálin vom innflutn- ingsleyfi og kvótar og enduðu allar fundargerðir á sama veg, „...auk þess leggjum við til að kvóti verði aukinn á emaléraðum búsáhöldum...“ og var þá meðal annars átt við þessar könn- ur sem stöðugt brotnaði upp úr.“ 100 þúsund naglbítar „Margir muna eflaust eftir því þegar Björn Guðmundsson, sem Morgunblaðið/Golli Systumar Matthildur, Margrét og Sigríður Ingvarsdætur skipa stjúm Vald. Poulsen, en fyrirtækið varð 90 ára fyrr á þessu ári. febrúar árið 1967, þar sem hún hefur verið síðan. Elsta blómabúðin Á fyrstu ámm verslunarinnar verslaði Poulsen með allt milli him- ins og jarðar, rétt eins og tíðkaðist í verslunum til sveita. ,Áður gátu menn komið og fengið þær vörur, sem þá vanhagaði um eða eitthvað, sem mátti nýta í staðinn en nú er mun meiri sérhæfni,“ sagði Ingólfur. „Sem dæmi má nefna að fyrir um 20 áram kom einn viðskiptavinur til okkar með auglýsingu frá dögum Po- ulsen, þar sem afskorin blóm vora auglýst til sölu. Þetta vora blóm, sem frú Poulsen ræktaði í garðinum sín- um og hef ég stundum strítt kolleg- Eigum góða viðskiptavini um allt land Þrjár systur skipa stjórnina um mínum í Kaupmannasamtökun- um og sagt þeim að Poulsen sé í raun elsta starfandi blómabúðin.“ Ingólfur sagði að á ýmsu hefði gengið í rekstrinum á þessum nítíu áram. „Við voram félagar í Félagi kenndur var við Verslunina Brynju, var sendur til Austurríkis til að greiða fyrir gagnkvæmum viðskipt- um milli landanna og átti hann að kaupa inn verkfæri. Halldór Laxness snéri út úr þeirri verslunarferð eins og frægt er með sögu af manninum, sem fór til útlanda og keypti 100 þús- und naglbíta. Björn sá reyndar ekki margt, sem hægt var að kaupa annað en ágætis klaufhamra og keypti tölu- vert magn af þeim, þó kannski ekki 100 þúsund. Þegar varan kom til landsins reyndist um vitlausa gerð að ræða og tók mörg ár að koma þessum klaufhömram út. Menn létu sig hafa það því ekkert annað var til og keyptu þessa hamra.“ Ingólfur sagði að þegar Félag búsáhalda- og járnvörakaupmanna hafi verið upp á sitt besta þá hafi félagar í Reykjavík verið yfir 30. „Þegar viðreisnarstjórnin afnam innflutningshöft fækkaði þeim fljót- lega um helming og önnur helming- un varð svo með verðtryggingunni og svokölluðum Ólafslögum,“ sagði Ingólfur. Bretland er eitt aðalviðskiptaland fyrirtækisins en á síðari áram hafa Itah'a, Svíþjóð, Þýskaland og Spánn auk Japan og Tævan bæst í hópinn. „Við seljum mest af hverskonar drif- búnaði," sagði Ingólfur. „Ef menn þurfa að drífa eitthvað eða snúa ein- hverju þá koma menn hingað. Við leysum allra vanda hvort sem menn vilja fá einn snúning á mínútu eða 5 þúsund. Við flytjum inn vörana og veitum tæknilega ráðgjöf, sem tæknimenn okkar gefa upplýsingar um ef upp koma vandamál en síðan sjá aðrir um að setja búnaðinn upp og ganga frá. Innan fyrirtækisins hefur byggst upp geysileg reynsla í gegnum árin. Stundum getum við sagt mönnum hvar hlutirnir hafa ekki gengið upp og af hveiju. Véladeildin höfðar vissulega ekki eins til almennings og baðdeildin en við ímyndum okkur að hún sé vel þekkt meðal þeirra sem þurfa á henni að halda. Við eigum góð við- skipti um allt land og þar virðast menn muna eftir Poulsen. Þá má ekki gleyma því að við höfum skipt við sömu birgjana í 50 til 60 ár, suma hveija, þannig að við þekkjum þá og þeir okkur.“ Ingólfur sagði að reksturinn hefði gengið vel. „Eftirspurn hefur sveifl- ast eins og gengur en mismikið. Núna era til dæmis allar meiriháttar skipaviðgerðir komnar úr landi og þrengingar hafa verið í fiskimjöls- iðnaði, þar sem alltaf hafa verið stór- ir viðskiptavinir okkar en auðvitað kemur alltaf eitthvað í staðinn eins og stóriðja sem hefur reynst okkur dijúg og auk þess höfum við stóran hóp viðskiptamanna um allt land, bæði stóra og litla," sagði Ingólfur. Ekki tekið lán í 30 ár Að mati Ingólfs verða menn að reka fyrirtækin með réttum hugsun- arhætti og forðast að taka lán. „Við höfum ekki tekið lán í 30 ár,“ sagði hann. „Ég segi fyrir mig að það eru tveir aðilar sem ég vil ekki vinna fyr- ir og það era bankar og hraðsending- arfyrirtæki. Við eram aftur á móti með stóran lager með helstu vöram og þvert ofan í útreikinga flestra kollega minna þá vil ég meina að það borgi sig. Við reynum að gera eins hagkvæm innkaup og mögulegt er og nýta þá afslætti sem í boði era til að halda niðri vöraverði. Það er styrkur fólginn í því að menn geta verið nokkuð öraggir um að fá þá vöra, sem þá vanhagar um hjá okk- ur. Auðvitað verður stundum ekki komist hjá því að versla við hrað- sendingarfyrirtæki og þá geram við það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.