Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 38
4 ^38 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MINNINGAR HALLDORA GUÐ- BRANDSDÓTTIR + Halldóra Guð- brandsdóttir fæddist á Hrafnkels- stöðum í' Hraun- hreppi, Mýrasýslu, 15. maí 1911. Hún lést á dvalarheimil aldraðra í Borgar- nesi 7. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Borgameskirkju 18. desember. Það er með blöndu af depurð og gleði, í hjarta, sem ég kveð langömmu mína, Dóru, í hinsta sinn. Depurð yfir því að hún skuli vera farin úr þessum heimi, en gleði yfir því að hún vaknaði á betri stað þar sem ástvinir tóku á móti henni. Ég minnist ömmu Dóru alltaf sem glaðlegrar gamallar konu sem hafði ungan hug og sál. Þegar ég sem 12 ára snáði, var í sveit hjá ömmu og Gústa á Brú- arlandi, og lærði að vinna og borða það sem fyrir mig var lagt. Sérstaklega man ég eftir því þegar amma bar fyrst fyrir mig hræring í morgunmat. Ég tilkynnti að þennan mat myndi ég ekki borða, mér þætti hann vondur. Amma spurði mig þá hvort ég borð- aði ekki hafragraut og skyr. Ég játti því. Þá sagði hún að hræringur væri ekkert annað en hafragrautur og skyr því hlyti hann bragðast eins og hafragrautur og skyr. Þetta dugði á mig og næstu morgna þá varð ég vonsvikinn ef ekki var boðið upp á hræring, aðeins hafragraut eða skyr. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR, Grýtubakka 10, Reykjavík, lést í Landspítalanum Landakoti, föstudaginn 22. desember. Jósep Matthíasson, börn, barnabörn og langömmubörn. t Hjartkær sonur okkar og bróðir, VALGEIR MAGNÚS GUNNARSSON, lést föstudaginn 22. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Foreldrar og systkyni. I ( i Sverrir Einarsson útfararstjóri Markmið Útfararstofu (slands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað til útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall verður. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: - Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Koma á sambandi við þann prest sem aðstandendur óska eftir. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. - Fara með tilkynningu í fjölmiðla. Útfararstofa íslands útvegar: - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, eínsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Dánarvottorð og líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Svem'r Olsen útfararstjóri Baldur Bóbo Frederiksen útfararstjóri Útfararstofa íslands — Suðurhlíð 35 — Fossvogi. Sími 581 3300 — Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Amma var sérfræðingur í ræktun og var garðurinn hennar sá falleg- asti sem ég hef séð. í honum rækt- aði hún ekki bara grænmeti fyrir sig heldur nánast alla fjölskylduna. Hún var líka kunnáttumanneskja um jurtir almennt og ég man ennþá bragðið af blóðbergsteinu sem hún sauð og við drukkum saman í eld- húsinu á kvöldin áður en ég fór að sofa. Þá ræddum við um heima og geima, og aldrei kom maður að tóm- um kofanum hjá henni, sama hvað málefnið var. Ailtaf hafði hún ráð undir rifi hverju og skoðun á öllu. Ég þakka æðri máttarvöldum fyrir það að ég fékk að kynnast langömmu minni og sé helst eftir því hversu sjaldan ég hitti hana hennar síðustu ár. Ég þakka kær- lega fyrir mig, elsku amma mín, og megi Guð geyma þig. I betri heimi nú bíður þín, betra líf með nýja sýn. Á móti þér þar taka, þeir sem yfir vaka, er þar vistin fín. Þar Gústi og afí bíða, 9g eilífðimar líða. I garði einum stórum, með ræktanleika góðum, engu þarf að kvíða. Ég kveð þig nú að sinni, hinstu kveðju minni. Ég vona’ ég fái lifað, og gegnum lífið tifað, með bestu blessun þinni. (K.J.B.) Konráð J. Brynjarsson, Borgum. Birting afmælis- og minn- ingar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfund- ar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII- skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR + Kristín Soffía Jónsdóttir fædd- ist í Gilsfjarðar- brekku 14. nóvem- ber 1909. Hún lést á Landakoti 3. des- ember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fíladelfíu- kirkjunni 14. des- ember. Mig langar í nokkr- um orðum að minnast hennar ömmu minnar. Amma var alveg ein- stakur persónuleiki, hún var sú glaðlyndasta og ljúfasta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst, þegar ég hugsa um hana þá sé ég alltaf fyrir mér fallega brosið hennar og fallegu augun sem geisl- uðu svo full af lífi og kærleika. Já, hún var sko sannalega falleg bæði að utan og innan. Við amma vorum miklir vinir og hún var mér mikil fyr- irmynd og ráðgjafi. Hún hjálpaði mér og uppörvaði í erfiðleikum og gladdist með í velgengni, það var hægt að tala við hana um allt og aldr- ei hneykslaðist hún þegar maður þurfti að koma og ausa svolítið úr sér. Aldrei hallmælti hún nokkrum manni heldur benti á kostina og horfði kær- leiksríkum og skiln- ingsríkum augum á mann og talaði með lágri og þýðri röddu sem gjörsamlega bræddu alla neikvæðni og pirring í burtu. Svona var nú amma, og mikið afskaplega sakna ég hennar mikið, það er eitthvað svo tómlegt þegar hún er farin. Mér fannst alltaf eins og hún myndi alltaf vera hér, en það er samt mikil huggun í því að maður veit að hún er í himnaríki og líður vel, hún hafði nefnilega rétta vegabréfið til þess að sýna þegar hún yfirgaf þetta líf. Amma var mjög trúuð og var mikil bænakona, hún elskaði Jesú Krist af öllu sínu hjarta og ég veit að hún bað fyrir öllu sínu fólki á hverj- um einasta degi, þar á meðal mér, og er ég afskaplega þakklátur fyrir það. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an og fyrir allt sem þú gafst mér, ég veit að við munum hittast aftur á himnum. Davíð. SVEINN BERGMANN BJARNASON + Sveinn Berg- mann Bjarnason fæddist í Reykjavík 21. júní 1918. Hann lést í Landspítalan- um í Fossvogi 12. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 18. desember. Sveinn Bergmann Bjamason var sá indæl- asti maður og afi allra, ekki minnst minn. Hann var minn kærasti afi af öllum öðrum öfum í heiminum. Hann fór oft með mig í ís- búðir á laugardögum, svo fórum við í bíltúr í leiðinni. Hann keyrði oft framhjá Perlunni og sagði alltaf við mig að þessi perla myndi alltaf verða litla jógúrtdollan okkar beggja. Perl- an er einn minningarstaður minn um afa. Afi leyfði mér stundum að stýra litla rauða bflnum, þegar það var ekki mikil umferð. Það fannst mér mest gaman og mesta sportið. Hann lifði mörg ár vel, en allt í einu þurfti hann að fara á spítala. Hann var fluttur milli margra spítala. Ég man þegar ég heimsótti hann um síðustu páska, þá var hann á Amarholti, ekki langt frá Mosfellsbæ. Allir voru búnir að vara mig við að hann væri orðinn svo- lítið gamall í sér og að hann myndi ekki svo mjög mikið. En ég lét mig hafa það að heimsækja hann. Þegar ég sá hann fékk ég svolítið sjokk. Ég sá að hann var orðinn mjög gamall í sér og hann var kominn í hjólastól. Á leiðinni til baka var ég bara að hugsa um hann. Ég fékk næstum tár í aug- un. Nokkrum dögum seinna þurfti ég að fara aftur til Noregs. Það er búið að vera erfitt að búa svona langt frá hon- um. Eina stundina fær maður að vita að hann er orðinn mjög veikur og hina að hann er samt á batavegi. Þegar hann var orðinn svo alvarlega veikur var hringt í okk- ur og við ákváðum að fara til íslands að heimsækja hann áður en hann færi alveg. Sem betur fer fengum við að kveðja hann. Nokkrum dögum seinna, eftir að við komum til Noregs aftur, var hringt í okkur og sagt að hann afi væri farinn að eilífu. Þá brotnaði ég alveg saman og byrjaði bara að gráta. Þetta var mjög erfiður dagur fyrir mig, en ég þraukaði og fór bara í skólann. Þegar ég kom heim var ég strax farin að hugsa um eitt- hvað annað, maðiu- verður bara að komast áfram í Iífínu þó að það geti verið mjög erfitt. Þessi afi verður aldrei gleymdur í hjartanu mínu, þó ég sé farin að hugsa um eitthvað ann- að. Ef eitthvað er farið er ekki hægt að gera neitt í því, maður verður bara að halda áfram að lifa lífinu. Ég vona, afi, að þú fáir að hvfla í friði og enginn fari að trufla þig í því. Ástarkveðja frá afastelpu. Auður Árný Bergmann. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og tengdadóttir, KRISTÍN KARfTAS ÞÓRÐARDÓTTIR, Ósabakka 11, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 20 desember sl., verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju föstu- daginn 29. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karítas í síma 551 5606. Einar Norðfjörð, Einar Þór Einarsson, Margrét Sif Andrésdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Þórður Einarsson, Bergsteinn Ólafur Einarsson, Sólveig Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.