Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Antik er jjárfesting Antik er lífistíll Núí Síðumúla 34 Ég óska öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla ogfarsældar d komandi ári. Borghildur Maack Viktoria Antik • Síðumúla 34 • Sími 568 6076 hvorki meira né minna. Aðalstræti er ónýtt í núverandi mynd svo hús- in í Kirkjustræti verða enn mik- ilvægari fyrir vikið.“ Bókin inniheldur öðrum þræði byggingarsögu íslendinga? „Petta er hin jákvæða saga end- urreisnarinnar. Byggðasafnið að Skógum er dæmi um það sem vel hefur tekist til með, þar hefur Þórður safnvörður bjargað mörg- um menningargersemum frá glöt- un.“ Við eigum þá eftir allt saman merkilega byggingarsögu? „Það er nú það sem ég er að reyna að sýna íslendingum fram á! Hérna er Þingvallakirkja eftir einn af merkustu forsmiðum nítjándu aldar, Eyjólf að nafni, algjört lista- verk. En af því að konungurinn er að koma skammast þeir sín fyrir að hafa svarta kirkju og Rögnvald- ur teiknaði á kirkjuna einhvern asnalegan turn og síðan var hún Þeir sem bóka ferðina frá mánudegi til fimmtudags jyrir 20. janúar, geta tryggt sér 8.000 kr. afslátt á mann. fypr þ£ báM fyvx 20. jAw*r Borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, gullna NTpíPeS borgin. Það er engin tilviljun að Prag hefur verið nefnd öllum þessum ir nöfnum, borgin er einstök og á engan sinn líka í Evrópu. Borgin var stærsta | f og ríkasta borg Evrópu á 14. og 15. öld, menningarhjarta Evrópu, og hún er V , / ótrúlegur minnisvarði um stórkostlega byggingarlist og menningu. Hér frumflutti Mozart Don Giovanni óperuna, hér hélt Beethoven reglulega tónleika, hér sátu Kafka og Einstein við skriftir og Mahler við tónsmiðar. Tékkar hafa notað tímann vel undanfarin ár og til borgarinnar streyma nú yfir 7 milljónir ferðamanna á hverju ári enda er hún tvímælalaust ein fegursta borg heimsins. Hradcany kastalinn gnæfir yfir borgina, hið gamla stjómarsetur konunga allt _____ frá níundu öld og nú aðsetur forsetaskrifstofu Havels. Gamla bæjartorgið, tunglklukkan, Karlsbrúin, Wenceslas torgið, allt eru þetta ógleymanlegir borgarhlutar. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari Flng og hótel. Skattarkr. 2.820, ekki innifaldi. Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl ótrúlegu borg. 1 boði em góð 3ja og 4ra stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn þar sem þú kynnist ótrúlega heillandi mannlífi á milli þess sem þú eltir óendanlega rangala gamla bæjarins með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Heimsferðir Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is máluð hvít. Svona arkitektúr er hvergi til í heiminum, eins og kirkjan upprunalega var, hann er bara smávaxinn. Héma er Bessa- staðakirkja sem Matthías er búinn að gera upp 1921 og svo kemst Guðjón Samúelsson í þetta 1943 og hreinsar allt innan úr henni og gjöreyðileggur hana. Síðan fær Guðjón sjálfur að kenna 'á svip- uðum hlutum því hér er mynd af einu af hans fyrstu verkum sem er mjög fínt, en er ekki svipur hjá sjón núna eftir að einhver annar hefur komist í það og lagfært það á sína vísu. Hérna er Guðspekihúsið í Ingólfsstræti, glæsileg gotnesk bygging sem búið er að pakka inn og eyðileggja. Þá er hérna villa Ólafs Thors sem er að mínu mati heimssögulegt meistaraverk, er með fyrstu funksjónvillum á Norð- urlöndum en hefur auk þess þau ís- lensku sérkenni að vera með hraunáferð. Nemendur úr arki- tektaskólum myndu gera sér ferð hingað til að skoða þetta hús ef það stæði óbreytt, en húsinu hefur ver- ið sýnt algjört miskunnarleysi. Sig- urður Guðmundsson teiknaði upp- haflega þetta hús sem er meistaraverk." Forsmiðir „Helgi Helgason tónskáld er einn af stærstu arkitektum eða það sem ég kalla forsmiði, það er mað- ur sem teiknar húsið, byggir það og fylgist með því. Það er sem sagt miðaldafyrirkomulagið, ef það er steinhús þá fer múrarameistarinn með sinn hóp og vakir yfir fram- kvæmdunum þar til búið er að byggja húsið. Hann vinnur ekki ósvipað og myndhöggvari og hefur verkið í hendi sér. Svona maður var Helgi Helgason, hann var svo fjölgáfaður að hann var tónskáld en fólk athugar ekki að hann er brautryðjandi í íslenskri bygging- arlist líka, hann er brautryðjandi í svokallaðri timburklassík. Meist- araverk hans eru flest horfin, sér- staklega Amtmannshúsið sem var rifið fyrir nokkrum árum og Amt- mannsstígur er kenndur við og stóð fyrir endanum á þeirri götu en er nú horfið. Hann er höfundurinn að Sjálfstæðishúsinu, sem kallað er, við Austurvöll, sem betur fer er búið að bjarga því húsi. Eg gæti talið upp fjölmörg hús sem hann er höfundur að í Reykjavík, eins og húsið sem hann byggði yfir sjálfan sig í Þingholtsstræti, Farsóttar- húsið, og hver hefur hugmynd um að hann sé eitt af stórskáldum nít- jándu aldar? Það má bera hann saman við Steingrím Thorsteinsson og hvern sem er! Þetta er dæmi um það hvernig þessir stórmeist- arar hafa gleymst. Á Akureyri var stútfullt af þeim, á Seyðisfirði, á ísafirði og víðar.“ Var algengt að menn væru bæði byggingarmeistarar og arkitektar í senn? „Ég kalla þá forsmiði. í gömlum heimildum, til dæmis Biskupasög- um, er talað um höfuðsmiði Hóla- dómkirkju sem réðu byggingunni og seinna þegar komið er fram á sautjándu öld eru þeir kallaðir for- smiðir, forsmiður Brynjólfskirkju er Guðmundur Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð sem er mjög merkur listamaður, bæði mynd- höggvari og arkitekt. Ég tek þetta nafn upp til þess að sýna að þeir hafa samskonar hlutverki að gegna og arkitektar, þeir teikna bara húsið en hinir ganga alveg frá því.“ Þannig að þessir menn hafa bæði verið smiðir og arkitektar? „Miðaldasiðir haldast lengur hérna vegna ’þess að við tökum seinna við okkur, en það er ekki þar með sagt að hér hafi verið tóm- ir molbúar! Við verðum að athuga það eins og ég hef bent á í öðrum bókum að stærstu stafkirkjur, timburkirkjur á Norðurlöndum, voru ekki í Noregi eða Þýskalandi, þær voru á íslandi. Bæði Hóladóm- kirkja og Skálholtskirkja á miðöld- um voru langstærstu timburhús á hinu norræna menningarsvæði. Þá var steinninn búinn að taka við annarsstaðar en þessi hús eru horfin. Það þarf ekki að segja nú- tímafólki hvernig Island hefur far- ið, miðaldir voru okkur hagstæðar, landið er vel gróið og við erum sjálfstæðir eiginlega alveg fram- undir siðbót. En það er hvort- tveggja að meðalhiti á íslandi lækkar gríðarlega mikið og á átj- ándu öld fer hann alveg niður í botn. Skógarnir hverfa eftir því sem menn fara að ganga á landið og landið verður fátækara og fá- tækara. Allan þennan tíma eru ís- lendingar samt að berjast við að byggja hús sem hægt er að tala um sem alvöru arkitektúr, hann er bara svo smávaxinn. Ég hef lýst þessu þannig að eyrarrós er alveg jafnfögur og merkileg og hin stóra blaðríka rós Miðjarðarhafsins. Það ; er sama lögmál, bara smærra í sniðum. Bæði timburhúsaskeiðið og steinsteypuskeiðið er merkilegt og á tímabilinu frá því að stein- steypan heldur innreið sína og fram á þennan dag gera Islend- ingar góð hús.“ Málaralist og byggingarlist En nú víkjum við sögunni dálitla stund að Herði sjálfum. „Ég er lærður listmálari," segir Hörður, „en ætlaði mér að verða arkitekt og fór í verkfræðideild og í handíðaskóla til að læra hina list- rænu hlið. Svo fór ég í einkatíma hjá arkitekti en þetta var á stríðs- árunum þegar allt var lokað. Svo þegar til kom dró myndlistin mig sterkar til sín. Ég fór út til Kaup- mannahafnar, Lundúna og Parísar og var þar í fimm ár, fór suður til Ítalíu og skoðaði klassíkina og svo framvegis og málaði eins og vitlaus maður. En arkitektúr stóð mér alltaf mjög nærri, svo stofnuðum við Birting 1955 og hann átti að kynna það nýjasta í menningar- málum og þar átti meðal annars að skrifa um byggingarlist. Þá sögðu strákarnir við mig, Thor, Einar Bragi og Jón Óskar, þú ert bestur af okkur í það svo ég neyddist til að fara að skrifa um byggingarlist. Ég byrjaði á að kynna módern- ismann sem ég sjálfur var að kynna í myndlist minni. Þegar ég er búinn að fara yfir þetta vaknar þessi undarlega og örlagaríka spurning: Hvað með Island? Á Is- land ekki neitt? Þá sé ég auglýs- ingu frá Vísindasjóði og hugsa með mér að sækja um styrk til að fara í rannsóknarferð um landið til að at- huga hvað muni vera til. Við gáfum Birting út í þrettán ár án nokkurra opinberra styrkja af neinu tagi. Svo bara gleymdi ég þessu þangað til einn daginn kemur inn á mitt borð bréf frá Vísindasjóði um að ég sé búinn að fá styrk til að rannsaka íslenska byggingarlist. Kristján : Eldjárn reyndist mér haukur í horni því við vorum byrjaðir að vinna saman um þetta leyti, mig grunar að ég eigi styrkveitinguna Kristjáni að þakka. Þetta endaði með því að ég varð upptekinn af þessu í ein sex ár og fór um allt landið, teiknaði og mældi og skrif- aði í Birting og byrjaði að skrifa vísindagreinar. Var kennari, málari og skólastjóri og vasaðist í ótal hlutum. Ég fékk akademíska þjálf- i un hjá Kristjáni og Magnúsi Má sem lásu þetta yfir hjá mér og ég fór að birta greinar í vísindaritum. Árið 1976 hélt ég mína síðustu stóru sýningu á Kjarvalsstöðum og stóð allt í einu frammi fyrir þeim vanda að ég átti tveggja kosta völ. Ég var búinn að safna að mér þessu gríðarlega efni og enginn gat unnið úr því nema ég og ég hélt áfram að mála eins og vitlaus mað- ur. Þá stóð ég frammi fyrir því að velja á milli og ég hugsaði sem svo, myndlistin blómstrar og það gerir ekkert til þótt ég hætti að mála en það er enginn sem nennir að standa í því að skrifa þessa sögu af því að hann fær enga peninga fyrir það. Þannig byrjaði þetta og ég er búinn að gefa út fjögur bindi, um Skálholt er ég búinn að gefa út tvö ( bindi, um Hóla eitt bindi og svo er ég búinn að skrifa í Sögu Islands, íslenska þjóðmenningu og svo framvegis. Ég sat í húsafriðunar- nefnd og þeir báðu mig um að skrifa eitthvert yfirlitsverk. Menn sitja í húsafriðunamefnd og vita í raun og veru ekkert hvað er til og hvað á að gera. Þetta endaði með þeim ósköpum að ég hef verið í fjögur ár að skrifa þessar tvær bækur og varla litið upp meðan á i þessu hefur staðið. Þó má með sanni segja að ég hafi verið að viða að mér efni í ritin allt frá árinu 1962.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.