Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Spennu- sögur á jólum Rafmagnsleysi getur komi sér illa, ekki síst þegarjólin eru á næsta leití. Sem Þriggja sólar- hringa slagur Skömmu fyrir jólin 1972 geröi ofsaveður og féll masturí Búrfellslínu lvið Hvítá. Rofnaöi straumurtil álversins í Straumsvík og rafmagn var skammtað í Reykjavík. Tryggvi Sigurbjarnarson og Jón Norðfjörð tóku þátt í viðgerð Búrfellslínu. betur fer heyrir þaö nú til undantekninga aö rafmagnió fari encla raforkukerfió mun buröugra en áöur var. Guðni Einarsson ræddí viö nokkra rafveítumenn sern hafa lent í því aó koma spennu á af! vana víra rétt fyrír jólín. OFSAVEÐUR með þrumum og eld- ingum gekk yfir Suðurland 20. des- ember 1972. Kviknaði í tveimur bæj- um í Rangárvallasýslu, bát rak á land á Stokkseyri. Eldingu sló niður í Búrfellslínu og eldingavarar við Búrfellsvirkjun eyðilögðust. Við það sló Sogsvirkjun út og nær öll Reykjavík varð rafmagnslaus. Daginn eftir gekk enn ofsaveður yfir landið. Kirkjan á Möðruvöllum í Eyjafirði fauk af grunni og þök fóru af mörgum húsum í Reykjavík. í veðurhamnum að kvöldi 21. desemb- er hrundi 60 metra háspennumastur við bakka Hvítár, Grímsnesmegin, og Búrfellslína 1 slitnaði. Pessi há- spennulína var þá sú eina sem flutti rafmagn frá Búrfellsvirkjun og olli bilunin alvarlegum rafmagnsskorti, ekki síst fyrir álverið í Straumsvík, sem varð fyrir miklu tjóni. Grípa varð til rafmagnsskömmtunar í Reykjavík. Jaðraði við neyðarástand vegna óveðurs og rafmagnsleysis, að því er fram kom í fréttum. Alvarlegt ástand Tryggvi Sigurbjarnarson raf- magnsverkfræðingur var stöðvar- stjóri í Sogsvirkjun og hafði umsjón með háspennulínum Landsvirkjun- ar. Jón Norðfjörð rafvirkjameistari var þá línumaður og eftirlitsmaður hjá Landsvirkjun. Þeir unnu ásamt um þrjátíu öðrum í þrjá sólarhringa samfleytt við að koma straumi á Búrfellslínu. Tryggvi segir að um leið og línan slitnaði hafi hún slegið út. ,AJverið datt út. Varastöðin fyrir álverið, sem er í Kapelluhrauni, annaði ekki nema hluta af orkuþörfinni. Það var svo lítið varaafl að það þurfti að skammta rafmagn til verksmiðjunn- ar. Það lá fyrir að ef ekki tækist að koma Búrfellslínunni inn fyrir ákveðinn tíma myndi storkna í ker- unum og álverið var því í mikilli hættu.“ Tryggvi segir að hvassviðrið sem felldi þennan háa tum hafi verið ótrúlegt. „Þetta var óskaplega hart veður og mikil hrina, en engin ísing. Um leið og línan datt út kom útkall og farið var að leita að biluninni. Hún fannst fljótlega. Það vildi svo vel til að daginn eftir lygndi og varð tiltölulega gott veður. Einnig var verið að reisa Búrfellslínu 2, ekki langt frá, og við gátum fengið tæki og menn sem voru að vinna í henni.“ Það komu tveir vinnuflokkar til að gera við línuna, einn frá Landsvirkj- un sem Jón Aðils stjómaði og annar frá Guðmundi Bjamasyni verktaka. Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins frá þessum tíma komu einnig við Sluppu heim fyrir jólin Réttfyrirjólin 1975 bilaði spennir rafveit- unnará Þórshöfn. Ragnar Valdimarsson á Akureyri var í hópi starfsmanna RARIK og fleiri sem lögðu á sig mikið erfiði til að Þórshafnarbúargætu haldið hátíö Ijóssins við raflýsingu. STARFSMENN rafveitna hafa oft þurft að leggja á sig mikið erfiði til að hátíð ljóssins stæði undir nafni. Ragnar Valdimarsson hefur lengi unnið hjá Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK) á Akureyri. Hann kann margar sögur af hetjulegri baráttu rafveitumanna við rafmagnsleysi á Norðurlandi eystra. Ægilegt veður á Sléttu Nokkru fyrir jólin 1975 var kolvit- laust veður og mikil ófærð á Norð- austurlandi. Vegir ýmist illfærir eða lokaðir. Við þessar aðstæður bilaði spennir rafveitunnar á Þórshöfn og stór hluti þorpsins varð rafmagns- laus. Illt var í efni því ekki var til varaspennir á Akureyri. Björn Sigurðsson, sérleyfishafi og verktaki á Húsavík, var einn fárra sem áttu fjórhjóladrifinn vömbíl með krana á þessum ámm. Hann segir að hentugur spennir hafi feng- ist frá Egilsstöðum og verið selflutt- ur norður í Skagafjörð. Þar tók Björn við spenninum og flutti austur á Raufarhöfn á bfl sínum, Þ-5. Björn segir að veðrið á Melrakkasléttu hafi verið „ægilegt" og er þó ýmsu vanur. Frá Akureyri fóm fjórir vaskir starfsmenn RARIK á Land-Rover- jeppa og frambyggðum rússajeppa. Auk Ragnars verkstjóra Valdimars- sonar vom þeir Freyr Áskelsson, Oðinn Valdimarsson söngvari og bróðir Ragnars, Hallgrímur Schev- ing og Jón Sigurðsson frá Garði í Kelduhverfi. A Kópaskeri bættist Stefán Valdimarsson, starfsmaður RARIK á Raufarhöfn, í hópinn. Á Kópaskeri hittu félagarnir hjón- in Sigríði Valdimarsdóttur og Gísla Hafsteinsson frá Raufarhöfn. Sigríð- ur var bamshafandi og komin langt á leið, hún varð léttari mánuði seinna. Þau vom á Bronco-jeppa og spurðu hvort þau mættu fylgjast með aust- ur. „Við komumst við illan leik í fyrsta áfanga norður fyrir Blikalón á Mel- rakkasléttu. Ofærðin var svo mikil og veðrið snarvitlaust,“ segir Ragn- ar. Vörabfll Bjöms mddi leiðina og jepparnir lulluðu á eftir. „Það var komið framundir morgun þegar við gáfumst upp. Þá fengum við snjóbfl til að koma frá Kópaskeri og hann Morgunblaðið/Kristinn Tryggvi Sigurbjarnarson rafmagnsverkfræðingur og Jón Norðfjörð rafvirkjameistari lentu í einni mestu raflínuviðgerð Islandssögunnar. sögu starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar. Alls vora um 30 manns að störfum á vettvangi þegar flest var. Jón fór strax að undirbúa upp- setningu nýrrar línu í turninum sem stóð uppi austan árinnar. Hann naut aðstoðar Trausta Hjaltasonar við það verk. „Ég þurfti að fara upp í tuminn til að hengja upp vírana. Þá var svo mikil ísing á honum að ég þurfti að brjóta hana af með hamri til að komast upp.“ Mesti vandinn var að koma taug yfir ána svo hægt væri að draga þrjá nýja háspennuvíra yfir. Vegna hlý- indanna var mikill jakaburður í ánni sem gerði mönnum erfitt fyrir. „Við reyndum að róa yfir á litlum bátum, en það gekk ekki. Svo fengum við utanborðsvélar, en gallinn var sá að leðjan úr jökulvatninu fór í mótor- ana og stíflaði þá. Við bræddum úr þremur mótoram,“ segir Tryggvi. Þyrlur gátu ekki flogið Tvær þyrlur vom fengnar á vett- vang, ein frá Landhelgisgæslunni og önnur frá Vamarliðinu. Þær lentu báðar um hádegisbil á Þorláks- messu. Meðan lögð vom á ráðin um hvernig best yrði að haga verkum skall á mjög dimm hrímþoka og þyrlurnar komu að engum notum. Þá var ákveðið að senda þrjá menn á báti yfir á vesturbakkann að sækja kaðal sem nota átti til að draga svokallaðan forvír yfir ána. Forvírinn yrði svo notaður til að draga háspennuvírana yfir. Haf háspennulínanna yfir Hvítá sem mastrið bar var 730 metrar. Kaðallinn var hafður 300 metram lengri en hafið á milli bakka. Straumþunginn og ísrekið í ánni tóku svo mikið í kaðalinn að hann náði ekki yfir og stoppuðu þremenn- ingarnir á eiði í ánni með kaðal- endann. Landhelgisgæslumenn skutu þá af línubyssu yfir á eiðið og dugði sú lína til að ná kaðlinum yfir. Straumur fyrir jól Síðdegis á Þorláksmessu var farið að strengja fyrsta forvírinn yfir ána. „Við settum upp staurasamstæðu til bráðabirgða í staðinn fyrir mastr- ið sem hmndi,“ segir Jón. „Raf- magnið komst á klukkan hálfsex á aðfangadag, hálftíma fyrir jól. Þetta var heilmikil törn. Við unnum baki brotnu nótt og dag í þrjá sólar- hringa. Það vora eldingar og læti þegar við voram að vinna við þetta og mikið rafmagn í loftinu. Ég var með tæplega fimm metra langan stiga sem hengdur var í arminn á staurnum og fékk oft rafstuð vegna spennunnar í loftinu. Ég man að við þurftum að skilja einn fasann eftir í hjóli fram yfir áramótin, gátum ekki tengt hann inn. Ég treysti ekki bún- aðinum því vírinn var orðinn svo þungur." Þeir Tryggvi og Jón töldu þetta með verstu tilvikum sem þeir lentu í varðandi línuslit. Að minnsta kosti var þetta langöflugasta línan sem hafði slitnað og mest í húfi að við- gerð tækist í tíma. Heilt álver í veði. En var nokkur líkamsorka eftir til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.