Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 **-------------------------- MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Ofurfyrirsætan Helena Christ- ensen léttklædd og dönsk. Jared Leto er ung og upprenn- andi Hollywood-stjarna. Uppruni, útlit og eðli yfhi30 skrautsteina . útskýit í þessari 3 vönduðu og efnismiklu bók. Ari Trausti Guðmundsson, þýddi og staðfærði bókina. Yfir 800 ljósmyndir prýða þessa skemmtilegu bók. Jólabörn ÞAU eru sannkallaðar jólastjörnur afmælisbörnin okkar þessa vikuna, og koma víða að. Kvikmyndastjarnan rómaða Ava Gardner var fædd þann 24. des- ember 1922 í Norður-Karólínufylki, þar sem hún ólst upp í bændafjöl- skyldu með tærnar í moldinni. En hún lést í London 25. janúar 1990 úr lungnabólgu. Ofurfyrirsætan Helena Christen- sen fæddist 25. desember 1968 í Kaupmannahöfn og langaði alltaf til að verða tónlistarmaður en flúði ekki örlögin og byrjaði að sitja fyrir níu ára að aldri. Ungstirnið Jared Leto kom í heiminn 26. desember 1971 í Bos- sier City í Louisiana-fylki Banda- ríkjanna og sló í gegn í sjónvarps- þáttaröðinni „Lífið kallar“ með Claire Danes. Sem steingeitur ættu þau öll að eiga eitthvað sameiginlegt en stein- geitur þykja mjög hæfar manneskj- ur, jarðbundnar og sannfærðar í að ná árangri, og leggja gjarna mikla vinnu á sig til þess. Þær elska að skipuleggja og eru fúsar til að beita sjálfar sig aga, bera ábyrgð og skipuleggja fram í tímann til að ná settum markmiðum. Steingeitur eru íhaldssamar að því leytinu til að þær henda ekki hlutum frá sér um leið og eitthvað nýtt rekur á fjörur þeirra. Þeim lík- ar að byggja á reynslu sem þær Reuters Ava Gardner var glæsileg kona og talin stóra ástin í lífi „Blá- skjás gamla“, Franks Sinatra. hafa þegar orðið sér út um. Sumar steingeitur vilja að eigur þeirra; bíll, heimili og föt, séu klassískar og fágaðar en aðrar steingeitur leggja meiri áherslu á virkni og hagsýni. Flestar þeirra eru fullkomnunar- sinnar. Þar sem steingeiturnar eru metnaðar- og ábyrgðarfullar eiga þær með eindæmum erfitt með að þola óreiðu, hengilmænuhátt og kærulausa hegðun. Fólk sem stend- ur ekki við orð sín, er óstundvíst og með litla ábyrgðartilfinningu mun seint eiga upp á pallborðið hjá steingeitinni. Steingeitum líkar vanalega sérlega vel í viðskiptum, stjórnmálum, stjórnun og í forystu- hlutverk. Þær eiga það til að vera stífar, þá bæði líkamlega og and- lega, og verða að læra að vera ekki alltaf svona alvarlegar. Margar steingeiturnar hafa þó góðan húm- or og nota hann til að létta lundina hjá sér og öðrum. Ava og Helena eru báðar með tungl, sem stýrir daglegum athöfn- um, tilfinningum og skapgerð, í fiskum, merki fjölhæfni, hug- myndaflugs og sköpunargáfu. Það gerir þær viðkvæmar á tilfinninga- sviðinu, skilningsríkar, listrænar, andlega sinnaðar og viðutan. Jared er hins vegar með tunglið í hrúti, merki keppnisskaps, aðgerða og áskorunar. Hann ætti því að vera opinn, hreinskiptinn tilfinn- ingalega séð, einlægur, en þolir ekki vanagang, tekur ekki stjórnun og hlustar helst ekki á aðra. Jared og Helena eru bæði með Venus, stjörnu ásta og fegurðar, í vatnsbera. Þeim þykir þá fólk að- laðandi sem veitir þeim innblástur. Þau eru ekki mjög líkamleg í ást- um, heldur er leiðin að hjarta þeirra í gegnum vitsmunina. Ava með Venus í sporðdreka þar sem svipað er upp á teningnum. Hún sóttist eftir djúpu og sterku tilfinn- ingasambandi þar sem líkamlega hliðin kemur ekki fyrst þótt hún skipti síðar miklu. Hún sóttist þó eftir samböndum við sterka per- sónuleika og var mjög trú í ástum. Helena og Jared eiga góða tíma fram undan og stjörnurnar hvetja þau til að láta til sín taka á tilfinn- ingasviðinu. HOTELS & RESORTS # . ^ " HOT Ragnar Bjarnason Bjarni Arason Sími 552 9900 Forsala / andyrí Súlnasals á Radison SAS Hótel Sögu 26. desember frá kl. 13-20 RrMIRflH snóftm Sími 595 1960 Sparíklæðnaður Miðaverð kr. 1.800 Húsið opnað kl. 22.00 JÓLA- Bogomil Font Páll Óskar MILLJONAMÆRINGANNA ásamt Bogomil Font, Páli Óskari, Ragnari Bjarnasyni og Bjarna Arasyni, 26. desember, annan í jólum, (Súlnasal á Radisson SAS Hótel Sögu DANSLEIKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.