Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ f»Ss Flugvöllur á Lönguskerjum í Skeijafirði og háhýsabyggð á flugvallarsvæðinu. Myndin er úr kvikmyndinni Reykjavík í öðru ljósi sem sýnd verður í Sjónvarpinu 30. desember. Borg á tímamótum Horfur eru á aö séö veröi fyrir endann á há- værum deilum um staösetningu innanlands- flugvallarins í Vatnsmýrinni í kosningum 3. febrúar. Anna G. Ólafsdóttir spjallaöi viö Trausta Valsson skipulagsfræöing og fékk aö vita aö einn af kostunum veröur aö flytja flugvöllinn á uppfyllingu á Lönguskerjum í Skerjafiröi. Trausti vill nota tækifæriö til þess aö útvíkka iðandi mannlífiö í miöborg- inni inn á gamla flugvallarsvæöiö. Byggð á flugvallarsvæðinu myndi leyfa miðborginni að þróast út að Skerjafirði. Strandlengjan, Öskjuhliðin og Háskólinn gerðu búsetu á svæðinu mjög eftirsóknarverða. \ Selt\örn í HUGA Trausta Valssonar skipu- lagsfræðings eru aldamótin ekki aðeins tímamót á dagatalinu heldur í þróun þjóðfélagsins, þ.m.t. upp- byggingu borgarinnar. Hann minn- ir á að yngri kynslóðinni hafi ekki gefist tækifæri á að upplifa hvernig þjóðin reis úr sárri fátækt til ríki- dæmis á aðeins hálfri öld. „Sú breyting kostaði þjóðina geysilega vinnu og fórnir í að njóta lífsins,“ segir hann hugsi og heldur áfram: „Svar þjóðfélagsins var að hefja eljusemina á stall. Lífið gekk út á að koma sér þaki yfir höfuðið með því að vinna myrkranna á milli alla virka daga og jafnvel um helgar. Almenningur bjó við þröngan húsa- kost og æðsti draumurinn var að eignast einbýbshús með tvöföldum bílskúr, svo rammgert að liktist loftvamarbyrgi.“ Ný lífsgildi Trausti segir að núna sé eldri kynslóðin búin að eignast drauma- húsið og farin að átta sig á því að lífshamingjan er ekki endilega fólg- in í steinsteypu. „Ekki bætir úr skák að með minnkandi tekjum þegar fólk eldist verður erfiðara að fjármagna rekstur hússins, hækk- andi verð á bensíni á bflinn og hærri fasteignaskatta. Með tíman- um verða því 300 fm einbýlishúsin myllusteinn um háls eigenda sinna. Því er ekki að undra að stór hópur eldri Reykvíkinga sé farinn að þrá að komast úr loftvarnarbyrgjunum í úthverfunum til að fá að upplifa borgarlífið eins og íslendingar þekkja frá erlendum borgum.“ Trausti hefur talsvert velt fyrir sér uppbyggingu höfuðborgarsvæðsins og m.a. skrifað bækumar Reylga- vík vaxtarbroddur og Borg og nátt- úra sem kom út fyrir skömmu. Hann tekur fram að borgaryfirvöld hafi komið til móts við vilja ákveð- ins hóps með því að rýma til fyrir stóram húsum í Skuggahverfinu. „Nú er verið að skipuleggja 250 íbúða glæsibyggð með yfirbyggðum garði og verslunarkjarna á síðasta reitnum sem er í eigu Eimskipa- félagsins. Helsti gallinn er hversu framboðið er takmarkað og þar með íbúðaverðið hátt á jafneftir- sóttu byggingarsvæði og í miðbæn- um.“ Trausti vekur athygli á því að stækkandi hópur ungs fólks hafi orðið áhuga á að búa á svæði 101 í Reykjavík. „Að vísu era ástæð- umar ekki hinar sömu og hjá eldra fólkinu. Unga fólkið kann því sér- staklega vel að geta notið hins sí- fellt fjölbreytilegra hæturlífs í mið- borginni í göngufæri frá heimili sínu. Ekki verður heldur framhjá því litið að stór hópur ungra ís- lendinga hefur verið við nám er- lendis og er farinn að kunna vel að meta að geta farið út að borða, sest inn á kaffihús eða litið inn á hverf- iskrána hvenær sem er. Gleymum því ekki heldur að búseta í mið- bænum býður upp á nálægð við bæði haf og strönd. íbúar í svefn- hverfunum á heiðunum umhverfis borgina búa ekki við slíkan munað. Þarna uppi á hæðarkollunum er ei- líf gjóla svo ekki sé talað um hið takmarkaða menningarframboð." Framtíðarsýn ráðandi afla Framtíðarsýn ráðandi afla birtist í skipulagsuppdráttum. Trausti segir að nýlega hafi verið kjmnt nýtt svæðisskipulag fyrir höfuð- borgarsvæðið fram til ársins 2024. „Hvaða sýn birtist þar?“ spyr hann. „Endalaus áframhaldandi út- þensla svefnhverfaskipulagsins. Yngri kynslóðinni verða næst boðn- ar lóðir uppi á Álfsnesi og á hraun- unum sunnan við Hafnarfjörð. Uppbygging hverfa jafnlangt frá sjálfri miðborginni kallar á hrika- legar hraðbrautarframkvæmdir og gert hefur verið ráð fyrir að beinn kostnaður nemi um 48 milljörðum króna. Aðrar afleiðingar eru marg- víslegar og auðvelt að átta sig á því að við eigum eftir að eyða sífellt hærra hlutfalli af vökutíma okkar í bflferðir um höfuðborgarsvæðið. Dreifðari byggð á eftir að valda því að strætisvagnaþjónusta verður enn strjálli og því illnotanleg. Ekki þarf heldur að efast um að svona útþenslustefna á eftir að taka sinn toll í mannslífum og örkumlum í bílslysum. Ótalið er geysilegt eignatjón af völdum umferðarslysa, yfirgnæfandi hávaði og mengun." Trausti vekur athygli á því hversu hratt bflaumferð verður að ganga fyrir sig á jafnstóra svæði. „Ein leiðin til þess að greiða fyrir henni verður með byggingu tuga svokallaðra brúargatnamóta, t.d. verða um níu slík gatnamót á Miklubrautinni og á leiðinni upp í Mosfellssveit. Brúargatnamót taka óneitanlega talsvert rými og era geysilega dýr, t.d. kosta nýju brú- argatnamótin við Mjóddina um 1.200 milljónir króna. Að sjálfsögðu á órofinn straumur bílaumferðar eftir að gera fótgangandi fólki erf- itt um vik að komast yfir götur. Þess vegna verður nauðsynlegt að ' byggja fjöldann allan af göngu- brúm í beinu framhaldi. Þessi framtíðarsýn gerir hvorki ráð fyrir kreppu né hækkandi bensínverði. Á hinn bóginn er eðlilegt að hafa í huga að með iðnvæðingu 3. heims- ins er talið að bensínverð eigi eftir að hækka mjög mikið,“ segir hann og tekur fram að ef svo fari geti borgarlíf af þessari „bílagerð" komist í talsverðan vanda. „Hver myndi ganga í Smárann? Hvaða foreldrar myndu hafa efni á eða tíma til að keyra annars einangr- aða unglingana í svefnhverfunum til og frá um höfuðborgarsvæðið dag eftir dag?“ Ný sýn „Ef tekið er mið af óskum bæði eldri og yngri kynslóðarinnar að viðbættum greinilegum vanda bfla- skipulagsins er greinilegt að huga þarf að nýrri skipulagsstefnu og sýn á höfuðborgarsvæðið," segir Trausti. „Tekist hefur að mæta óskum margra með uppbyggingu eldra húsnæðis og nýbyggingum í gamla miðbænum á síðustu áratug- um. Nú er allt pláss að verða upp- urið á því eftirsótta svæði. Stóra spumingin er því hvar hægt er að reisa miðborgarbyggð með jafnið- andi mannlífi og íslendingar þekkja af ferðum sínum um stór- borgir Evrópu." Upp á síðkastið hefur verið gripið til þess ráðs að rífa niður eldri byggð eins og við Borgartúnið. „Einn gallinn er hversu kostnaðarsamt er að ráðast í slíkar framkvæmdir og fá aðeins lítið rými í staðinn. Hvort sem okk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.