Skírnir

Volume

Skírnir - 02.01.1848, Page 30

Skírnir - 02.01.1848, Page 30
XXX peningareikning, mæli og vogir, járnbrautir, og fleira þessu líkt. En, eins og ábur er á vikib, verfcur eigi gjör sagt frá, hvernig þessu muni verba komib heim. Einn llokkur, og liann eigi alllítill, hefur stungib upp á, ab gera allt þýzkaland ab þjóbstjórnarríki. Forgöngumenn llokks þessa heita Hecher og Struve. þeir voru búnir ab safna sjer svo stórum flokk, ab um síbir þóttust þeir vera færir um ab vinna meb vopnum, þab sem þeir eigi gátu unnib meb ástæb- um; en tilraun sú mistókst gjörsamlega. Struve varb tekinn í bardaganum, en Hecher komst á flótta undan til Sveiz, og meb þessum hætli var þeirra Uokki eytt fyrst um sinn. Bændurnir og vinnumenn í borgunum liafa gert víba miklar óspektir. Ítalía. Enda fyrir nýárib var farib ab brydda á óeirbunum í Sikiley (hún liggur undir konunginn í Neapel), og skömmu síbar gerbu Sikileyingar al- menna uppreisn móti konunginum, þegar hann, í slab þess ab veita áheyrn bænum þeirra um frjáls- legra fyrirkomulag á stjórninni, sendi vopnab herlib á hendur þeim til ab kúga uppreisnina þegar í byrj- uninni. Sikileyingar veittu sín megin hrausta vörn, og einna bezt gengu fram borgarmennirnir í Palermó, er svo ab segja gerbust oddvitar uppreisnarinnar, og í borg þessari hafbi nefnd manna absetur sitt, er átti fyrst um sinn ab stjórna Sikiley. Sá vaib endinn, ab herlib konungs varb ab hverfa aptur heim, án þess ab geta nokkub abgert, og sagt er, ab þab hafi verib herfilega útleikib, þegar þab kom aptur úr herferbinni. Sökuin þess ab Sik-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.