Skírnir

Volume

Skírnir - 02.01.1848, Page 33

Skírnir - 02.01.1848, Page 33
XXXIII England. Um tíma leit svo út, sem óeir&ir myndu hefjast á Englandi, en þó hefur ekki orfeib neitt úr neinu enn sem komib er. Svo er mál meS vexti, aö þar er flokkur manna, og hann eigi lítill, er vill að stjórn- arskránni sje breytt á þá leib, ab kosningarrjetturinn sje aukinn, og aí) fulltrúunum sje borgab kaup fyrir hvern dag, svo aö jafnt ríkir sem fátækir geti orbib fulltrúar. Ríkismennirnir mæla meö öllu á móti þessum breytingum, því þeir eru hræddir um, aS J>ar kunni íleira eptir a& fara. Flokksmenn þessir rituSu bænarskrá til fulltrúanna í nebri málstofunni um þetta efni, og sagt var aö á hana hefSu ritaö nöfn sín fimm hundrub þúsundir manns, og 10. apríl fór nefnd manna meb hana, og þrjú hundrub þús- undir manns fylgdu henni af ílokksmönnum svo sem til skilningsauka málanna. þó fengu þeir öngva áheyrn hjá fulltrúum a& þessu sinni, og vib þab stendur, en ekki ver&ur þaS variS, aS flokkur þessi er tortryggilegur, og ekki er aS vita, hvenær hann til fulls og alls fer á staS. Einn af fulltrúum íra í neSri málstofunni, O’Brien, hefur meS berum orSum lýst því yfir, aS írar ætluSu sjer aS gera uppreist mót Englendingum, enda fara heldur írar sjálfir ekki í neina launkofa meS þaS, því kalla má, aS hver þeirra, sem vettl- ingi getur valdiS, temji sjer nú vopnaburS. þó hefur uppreistin lent viS þaS enn sem komiS er, en hún kann aS hefjast þegar minnst vonum varir. Englendingar eiga því í mörg horn aS líta.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.