Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 46
46
Danmörk,
„Politiken", „Börstidende11, „Kjöbenhavn“, „Aftenbladet", „Socialdemo-
kraten“, öll á Brandesar bandi, og auk þeirra „Venstrebladet11; það er
sex alls eða meir en helmingur blaðanna í Höfn. Er auðséð, að Brandes
er óvinum sínum ofjarl.
Danmörk var hið fyrsta land í heimi, sem veitti Gyðingum almenn
borgaraleg réttindi, 1788. Danir bönnuðu fyrstir allra, nfl. frá 1803, þræla-
verzlun í nýlendum sínum. Nú eru Danir á undan öðrum með að styrkja
örvasa vinnufólk. Djóðverjar hafa lög um þetta, sem þeir eru óánægðir
með. Samkvæmt þeim á vinnufólkið að leggja upp af hinum rýru launum
sinum, en samkvæmt hinum dönsku lögum styrkir ríkissjóður og sveitin
örvasa vinnufólk. Keyndar er styrkurinn ekki meiri en 180—200 krónur
fyrir einstakling og 300 krónur fyrir hjón, en þó að ýmsir gallar séu á
lögunum, þá eru þau samt svo góð og nýt, að Svíþjóð, Frakkland og Eng-
land ætla að breyta að dæmi Dana, og í orði er, að Þjóðverjar geri slíkt
hið sama. Talið er, að þessi styrkur muni að nokkrum árum liðnum nema
um 4 miljónum króna.
Bandaríkin. Tollalög Mac Rinleys eru nú aðalmálið, sem greinir
flokkana í Ameríku. „Repúblikanar" eru með þeim. „Demókratar" eru
móti þeim. Skal jeg því fara nákvæmar i þau en ella mundi. Verzlun
Bandaríkjanna var i dollars (1 dollar = 3 kr. 73 aurar):
Innflutt. Útflutt. Útflutt i hlutfalli við innflutt.
1860 353,616,119 316,242,423 -i- 37,373,696
1870 435,958,408 455,208,341 -j- 19,249,933
1880 667,954,746 823,946,353 + 155,991,607
1888 723,957,114 683,862,104 -i- 40,095,010
1889 745,131,652 730,282,609 -=- 14,849,043
Framan af er innflutningur meiri, en svo vex hann að eins 85% og út-
flutningur aptur 160%. Af því, sem útflutt er, er kornvaran aðalvaran,
og minnkar útflutningur hennar eptir 1880, en innflutningur óunninnar
vöru vex stórum.
Óunnin vara. °/o Unnin vara. 0/0
1860 92,351,809 doll. 26,12 261,264,310 doll. 73,88
1870 127,594,912 — 29,26 308,363,496 — 70,74
1880 244,255,736 — 36,56 423,699,010 — 63,44
1888 301,940,119 — 41,71 422,016,995 — 58,29
1889 316,839,836 — 42,52 428,291,816 — 57,48