Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 82

Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 82
82 Danskar bókmenntir. náttúrulýsingum, í ágætu orðavali og orðalagi, í sundurgreining efnisins. Hann var veikur, var dauðans matur í síðustu 10 árin, sem hann lifði, í brjðstveiki, sem ágerðist meir og meir, nísti lífið úr honum smámsaman. Þrá einmana brjóstveiks manns eptir lífi og heilsu, eptir sólarlagi og sól- aruppkomu, eptir mikilli sælu og mikilli sorg, eptir öllu, sem hann saknar svo beisklega, af því hann veit, að hann eignast það aldrei, þessi þrá hans skrýðir allt, sem hann snertir, ljómandi litum; hún sveipar skáldheim hans í hlómablæju, sem er orpin rauðu, eins og darraðarvefur, rauð sem vín, rauð sem blóð, rauð sem rauðar rósir. Fyrsta skáldsaga hans var „Mogens“, 1872. Þessi litla saga er, eins og grasaferð Jónasar á íslandi, vísir og fyrirmynd danskra og margra norskra og sænskra skáldsagna á tímabilinu 1872—1892. í fyrsta lagi kemur fram í henni náttúruskoðun og náttúruást, sem er algjörlega ólík „rómantíkurinnar11, sem hafði ríkt svo lengi, að hún var orðin útslitin. Skáldskapurinn breytist með mönnunum, sem uppi eru. Mogens og Þóra standa eitt kveld á hól i skógi og horfa á sólarlag- ið. Það er seint sumars. Þau tala um fegurð nátturunnar, og hvort þeirra um sig lýsir, hvernig hann eða hún elski náttúruna. Þóra segir: „En hverja ánægju hefurðu af tré eða runna, þegar þú ekki hugsar þér, að lifandi verur búi í þeim, sem opna blómstrin og loka þeim og slétta blöðin? Þegar þú sér djúpt og tært vatn, er það þá ekki vegna þess, að þér þykir vænt um það, að þú hugsar þér, að djúpt niðri i botninum búi verur, sem kenna gleði og sorgar og lifa sínu eigin undarlega lífi með undarlegri þreyju? Hvað er fagurt á Breiðhól, ef þú ekki hugsar þér, að inni í honum sé aragrúi af smáverum, sem stynja við, þegar sólin rís, en fara að dansa og leika með gullin sín, þegar kvölda tekur ?“ Mogens svar- ar, og skoðun hans er skoðun Jakobsens sjálfs: „Hvert lauf, hver kvistur, hver birta og hver skuggi vekur mér gleði; enginn hóll er svo ber, enginn mógröf svo ferhyrnd, enginn farinn vegur svo ljótur, að jeg geti ekki orðið ástfanginn i þeim einhvern tima. — Jeg get ekki lýst því, en það kemur til af litunum, af hreyfingunum, af hinni ytri mynd, af lífinu í því, safanum, sem breiðir sig upp i fræ og blómst- ur, sólinni og regninu, sem koma þeim til að vaxa, sandinum, sem fýkur og sezt i brannir, og regnskúrunum, sem kljúfa ásana. — Jeg get ekki lýst því skiljanlega“. Dönsku skáldin á undan honum höfðu hugsað sér náttúruna i manns- líki, gefið henui trúarlega og siðferðislega þýðingu eða þá, af ættjarðarást,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.