Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 57
Tvær sögur.
67
Hún mælti: viltu steypa yfir þig dvergabrynjunni? Muntu þá lifa,
ef þú gerir svo, en að öðrum kosti deyja.
Hann svaraði: eg mun svo gera, og lengja líf mitt af ást við þig.
Hún mælti: hvort þykja þér ókostir fylgja brynjunni?
Þjóðólfur skipti litum og mælti: svo þótti mér i gær. Bar eg hana
í fyrsta sinn á vopnaþingi og féll á völluna ósár; var þetta slík smán, að
eg mundi hafa ráðið mér bana, ef þú hefðir eigi lifað. Bn þú sagðir eng-
an illan seið fylgja dvergasmíðinu.
Hún mælti: ef mér varð lygi á munni, hvað þá?
Hann mælti: goðunum þykkir ekki fyrir að segja satt og logið, en
mennskir menn eiga ekki annars kosti en taka því.
Hún mælti: vitur maður ertu. Hún þagði um stund, þokaði sér frá
honum og kreppti hnefana af sorg og reiði og tók til máls: viltu deyja,
ef jeg býð þér að deyja?
Hann mælti: vil eg það, eigi af þvi þú ert goðborin, heldur fyrir þá
sök, að þú ert mennsk kona fyrir mér og ann eg þér.
Hún mælti ekki um hríð og sagði síðan: viltu fara úr brynjunni, Þjóð-
ólfur, ef jeg býð þér?
Hann kvað já við, og hverfum burt frá Ylfingum og baráttu þeirra,
því þeim er ekki gagn að oss.
Hún þagði enn stundu lengur og mælti kaldri rödd: jeg býð þér,
Þjóðólfur, að rísa upp og steypa af þér brynjunni.
Hann leit til hennar, stóð upp og hleypti af sér brynjunni og glamr-
aði í hringunum, en grá, hnefastór hrúga lág eptir í grasinu. Þjóðólfur
settist á steininn og kyssti valkyrjuna. Varð honum ljóð á munni um
hinnstu ástastund þeirra, áður orrusta tækist i dögun.
Hann mælti: björt ertu sýnum. Hvort ertu fegin þessari skömmu
stund ?
Hún mælti: sæt eru orð þín, en þau standa gegnum hjarta mitt eins
og biturt sverð, því þau bera mér fregn um dauða þinn og ástaslit.
Hann mælti: allt veiztu, er jeg segi, eða hví hittumst vér hór?
Hún svaraði, er stund Ieið: vera mátti, að þú lifðir.
Hann hló við, en þó ekki háðslega eða kuldalega, og mælti: svo ætl-
aði jeg áður fyr, en ef jeg fell í dag, þá veit jeg, er banasár mitt er
höggvið, að sigur er unninn og Kómverjar á flótta, og þykki mér þá sem
eg muni aldrei deyja, þó sverðið rísti djúpt. Verða þá engi ástaslit.
Guðrúnar-tregi seig yfir hana, er hún heyrði orð hans; hún mælti: