Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 3
Löggjöf og landstjórn.
3
stjómarskrá þeirri, er nú gildir og hvimleiðust hafa þótt, en það var felt
við aðra umræðu af konungkjörna flokkinum (6 atkv. á móti 5). — Eptir
ffumvarpi því til fjárlaga fyrir árin 1892—93, er stjórnin lagði fyrir þing-
ið, var gert ráð fyrir, að 113,566 kr. 20 a. yrðu afgangs af tekjum lands-
ins (tekjur 1,059,800 kr., gjöld 946,233 kr. 80 a.), en eptir þeim breyt-
ingum, sem á fjárlögunum urðu á þinginu, varð afgangurinn að eins
15,066 kr. 20 a. (tekjur 1,059,800 kr., gjöld 1,044,733 kr. 80 a.). Hér
munaði það mestu, er meira fé var varið til vegahóta, strandferða, búnað-
arskóla, kvennaskóla og til alþýðumentunar yfir höfuð, til sundkenslu og
ýmsra styrkveitinga, er eigi var getið í frumvarpi stjórnarinnar (til Þorv.
Thoroddsens 1000 kr. hvort árið til að kanna Skaptafellssýslur, til Boga
Melsteðs 600 kr. hvort árið til að safna til sögu íslands, til Hannesar
Þorsteinssonar 600 kr. hvort árið til að semja skrá yfir landsskjalasafnið,
ferðastyrkur til Ásgeirs Blöndals, öuðrn. Magnússonar og Sig. Thoroddsens
1200 kr. hverjum til að framast í útlöndum, hver i sinni vísindagrein,
skáldlaun til séra Matth. Joehumssonar 600 kr. hvort árið og til frú Torfh.
Holm 500 kr. hvort árið til ritstarfa o. s. frv.). Einna mestur ágreining-
ur varð um fjáráætlun til strandferðanna þessi árin, er nefndin í neðri
deild hafði fært upp í 142,000 kr., en þar af voru 100,000 kr. ætlaðar til
að halda úti strandferðaskipi á kostnað landsjóðs; sú tillaga náði þó eigi
fram að ganga að lokum; en aptur á móti var aukið tillagið til strand-
ferðanna að nokkrum mun og greiðsla þess hundin þvi skilyrði, að farið
væri eptir þeirri ferðaáætlun, er þingið setti. — Nokkur önnur frumvörp,
er allmikils má þykja um vert, voru rædd á þessu þingi, svo sem frum-
varp til laga um að ísl. lög verði eptirleiðis að eins gefin á íslenzku, er
stjórnin lagði fyrir þingið og samþykt var nær óbreytt, um almanna-
frið á helgidögum þjóðkirkjunnar, er fór fram á nokkra rýmkun á helgi-
dagalöggjöf vorri, en var felt, um skaðahætur handa þeim, er að ósekju
hafa verið hafðir í gæzluvarðhaldi o. s. frv., er dagaði uppi á miðri leið.
Enn fremur má nefna frumvarp til laga um kosningar til alþingis, er fór
meðal annars fram á, að kosningar skyldi heyja á þingstað hvers hrepps
eða bæjarfélags, kjósendum til hægðarauka, en var felt; um afnám hæsta-
réttar sem dómstóls í íslenzkum málum og aukning dómenda i landsyfir-
dóminum; um að einskorða þingfararkaup alþingismanna; um stofnun
háskóla á íslandi, um friðun á skógum o. s. frv., er öll fóru sömu leiðina:
voru feld eptir nokkurt þjark. Af þingsályktunartillögum má nefna tillögu
um brúargerð á Þjórsá, um stofnun lagaskóla, um gagnfræðakenslu í
1*