Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 17
Mentun og menning.
17
eptir því sem bezt þætti henta og tiltækilegast væri. Yar skólastjóri Jón
Þórarinsson í Hafnariirði, sem kynt hefir sér rækilega þá kenslugrein í
erlendum skólum, forgöngumaður þess máls frá öndverðu, en aðrir tóku og
í sama strenginn, og fyrir tilstilli landshöfðingja var ætlað fé, rúmar
11,000 kr., í fjárlögunum til að koma á kenslu í þessari grein í Rvík. Bn
alþingi feldi þá tillögu, en veitti þó dálítinn féstyrk (1600 kr. hæði árin)
til að byrja slíka kenslu við gagnfræðaskólann í Flensborg og kaupa þau
áhöld, er til þarf að hafa. Alþingi veitti og fé til að gefa út kenslubæk-
ur handa búnaðarskólunum (800 kr. hvort árið). Til umbóta á kenslu-
málum miðuðu og áskoranir alþingis til stjórnarinnar um að kensla í upp-
eldisfræði með verklegum æfingum fari fram við gagnfræðaskólann í Flens-
borg á næsta fjárhagstímabili, og að reglugjörð latínuskólans verði breytt
á þá leið, að latína verði þar eigi heimtuð til inntökuprófs og að þar
verði sett á stofn gagnfræðakensla, en að lærisveinar frá Möðruvallaskóla,
þeir er þar hafa tekið burtfararpróf, verði teknir próflaust inn í skólann.
— Að öðru leyti voru styrkveitingar alþingis til ýmsra skóla öllu ríflegri
en áður hefir verið (til barnaskóla í sjóþorpum 4000 kr., sveitakennara
4000 kr. o. s. frv.).
Nokkrar stofnanir komust á fót á þessu ári, er til þjóðþrifa mega
horfa, og skal hér getið hinna helztu þeirra. í Rvík var stofnað verzl-
unarmannafélag til eflingar samheldi og til að auka mentun meðal þeirr-
ar stéttar. Yið Ytri-Eyjar kvennaskóla var stofnaður sjóður, „Kvenment-
unarsjöður", til styrktar lærimeyjum skólans, og gengust fyrir þvi 45
konur í þeim sýslum, er skólanum halda uppi. Dá voru og stofnaðir
sparisjóðir: í Húnavatnssýslu á Blönduósi, i Kirkjubóls og Fellshreppum í
Strandasýslu og á Borðeyri, í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu i Stykkis-
hólmi og í Ólafsvík, og á Seyðisfirði.
Viðskipti manna við landsbankann jukust stórum þetta árið og verzlun
hans öll, enda var hætt að krefjast þess, að sjálfskuldarábyrgðarmenn væru
búsettir i Rvík. Við árslokin var varasjóður hans orðinn rúm 146,000 kr.
Alþingi gerði nokkrar tillögur til breytingar á skipulagi bankans, skoraði
á landstjórnina að sjá um, að framkvæmdarstjóri hali eigi embættisstörf á
hondi, og jók laun starfsmanna bankans o. s. frv. — Söfnunarsjóðurinn
jókst og um 12,000 kr. og var veltufé hans orðið við árslokin 66,600 kr.,
en varasjóður hans 469 kr.
Nokkrar nýjar bœkur komu út á þessu ári og skal sumra hér getið.
Fyrir milligöngu 0. Wathne á Seyðisfirði var aptur tekið að nota prent-
Fréttir frá, Islandi 1891. 2