Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 43
England.
43
í Ameríku hinni ensku eru rúmar 6,700,000 íbúa. E>ó voru að eins til
skýrslur frá 1881 á sumum eyjunum. Gibraltar 25,000, Malta 175,000,
Kyprus 210,000. í Ástralíu 4,640,000. í Afríku um 10 miljónir, að frá-
töldu Egyptalandi, sem hefur um 7 miljónir íbúa. Þó vita menn ekki i-
búafjölda í hinni brezku Austurafríku og í eignum Englendinga við Nig-
erfljótið.
Er þá íbúafjöldinn Bretaveldis rúmar 360 milljónir eða fjórðungur
mannkynsins, sem er talið 1450 milljónir samkvæmt síðustu og nákvæm-
ustu skýrslum.
Noregur og Svíþjóð. Kosningar til þings fóru fram í Noregi sum-
arið 1891. Stóðu þar þrír flokkar hver andspænis hinum, hægri menn
undir forustu Stangs, hinir algerðu (hreinu) vinstri menn undir forustu
rektors Steens í Stafangri og hinir hægfara vinstri menn undir forustu
Sverdrups. Þrjú aðalmál, sem Steensliðar vildu láta ná fram að ganga,
voru þessi:
1) . Utanríkisráðgjafi sérstakur fyrir Noreg. Noregur á nefnilega þriðja
mesta skipastól í heimi og á þess vegna bæði í önnnr og í fleiri horn að
lita en Svíþjóð, sem ekki er sjóþjóð á borð við þá. Einkum gremst Norð-
mönnum það, að á sýningunni miklu í París 1889 var enginn sendiherra
við, er hún var opnuð, þó Norðmannaþing hefði samþykkt að taka þátt i
sýningunni. Hinn sænski sendiherra hreyfði sig ekki, þvi Svíþjóð tók ekki
þátt í sýningunni, nema rétt einstakir Svíar. Ómögulegt var að skipta
sendiherranum í tvo helminga og senda norska helminginn á sýninguna.
Norðmenn skopuðust að þessu, en sveið það þó.
2) . Almennur atkvæðisréttur. Nú sem stendur eru aðeins 288,000
kjósendur í Noregi. Yerkmenn hafa flestir ekki kosningarrétt. Ef
Steensliðar fá þessu fram komið, þá verða kjósendur um 400,000 að tölu.
3) . Beinir eða beinlínis skattar. Tekjuskattur aukinn, eða minnkaðir
toilar á nauðsynjavörum, svo skattar komi ekki hart niður á fátækum.
Þegar kosningum lauk voru Steensliðar um 60 eða rúmlega það, en
hægri menn nær 40 og Sverdrupsmenn 14—15. Á undan kosningunum
voru hægri menn á þinginu 54, Sverdrupsmenn 24 og Steensliðar 36.
Hinn 1. nóvember prédikaði ekki sá maður i höfuðkirkjunni i Stafangri,
sem var vanur að prédika þar, nfl. Lars Oftedal, sem opt hefnr komið við
Bögu Noregs í síðustu 12 ár. Var flokkur hinna hægfara vinstri manna
opt kallaður eptir honum „Oftedælir11. Kapelán hans prédikaði. Eptir