Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 41
Evrópa 1891.
41
kvaðst vera á móti uppástungu Hubbards, en þingið samþykkti samt dag-
skrá á þá leið, að nauðsynlegt væri að verzlega valdið héldi áfram að brjóta
klerkavaldið á bak aptur og að frumvarpið um félög skyldi rætt fljótt. Sagði
þá Freycinet af sér völdum og allt ráðaneyti hans. Louhet skipaði síðan ráða-
neyti og gekk þó örðugt. Lýsti Loubet yfir á þingi, að ráðaneytinu þætti óráð
að skilja sundur ríki og kirkju. Klerkarnir ættu ekki að taka þátt í póli-
tískum deilum. Stjórnin mundi beita þeim lögum, er til væru. Þótti sum-
um klerkum þetta ver en áður.
Manntal var tekið á Frakklandi 1891 og voru íbúar 38,950,000 að
tölu. Árið 1886 var tekið manntal og voru íbúar þá 37,850,000; svo lítt
fjölgar þar i landi.
England. Síðustu þingkosningar á Englandi voru sumarið 1886, og
nú verða kosningar aptur í sumar (1892). Haldið var þá, að Gladstone,
sem verður 83 ára í desember 1892, mundi ekki lifa næstu kosningar, en
tveir flokksforingjar hafa gengið úr skaptinu á undan honum. Parnell dó
og faðir Hartingtons lávarðar dó í desember 1891, svo hann varð kertogi
af Devonshire og verður að sitja í efri málstofunni. Tekur Chamberlain
nú við forustu flokks hans. Gladstoningur vann sigur við aukakosning-
una í kjördæmi Hartingtons, Kossendale, og fékk 6,066 atkvæði móti 4,841,
en Hartington fékk 1886 5,399 atkvæði móti Gladstoning, er fékk 3,949.
Tvennt amar þó að Gladstoningum. írar, bandamenn þeirra, berast
banaspjótum á við kosningar allar, og verkmenn ætla að velja þingmenn
sjálfra sín á þing og hvorki Gladstoninga né Salisburysliða.
Aptur hafa Salisburysliðar komið á mörgum góðum lögum, og utan-
ríkisstjórn þeirra hefir verið góð.
Sendiherra Englendinga í Paris, Lytton lávarður, sonur hins alkunna
skáldsöguhöfundar Bulwers, dó ura jólaleytið og tók við eptir hann Dufferin
lávarður, sem íslendingum er að góðu kunnur.
Elzti sonur prinsins af Wales, hertoginn af Clarence, var trúlofaður
prinsessu af Teck, en dó úr kvefsótt á öndverðu árinu 1892, skömmu áður
en hann ætlaði að halda brúðkaup.
Síðan 1886 hafa verið 97 aukakosningar. í 23 af þeim hefur kjör-
dæmið valið þingmenn af öðrum flokki, nl. 22 sinnum Gladstoning í stað
uniónista og 1 sinni uniónista í stað Gladstonings.
Manntal i Bretaveldi vorið 1891 (5. apríl):