Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 50
50
Mannalát'.
Napóleons, þangað til keisaradæmið leið undir lok. Hann greiddi atkvæði
1870 móti ófriðnum gegn Þjóðverjum. Síðan hafðist hann ekki að, þang-
að til hann var kosinn á þing 1871, og varð þá strax forseti þingsins.
Hann var einn af þeim, sem bezt spornuðu við, 1877, að þjóðveldinu væri
kollvarpað af Mae Mahon og hans fylgifiskum. Hann var forseti í neðri
deild 1876—79. Árið 1879 varð hann þjóðveldisforseti eptir Mae Mahon.
Hann var forseti með sóma og heiðri þangað til 1887. Það ár komst upp,
að Wilson, tengdasonur hans, hafði dregið undir sig stórfé og svikið
marga menn, en karlinn vissi ekkert uin það. Sagði ráðaneytið af sér, en
hann reyndi að skipa annað og gat engu komið til leiðar. Leitaði hann
til flokksforingja allra, en svo fór koll af kolli, að enginn vildi sinna hon-
um. Hrökklaðist þá öldungurinn loksins ór sessi, og lifði síðan í kyrrþey.
Hann var mjög sparneytinn og sparsamur maður og þótti Prökkum það
að honum. En sómamaður var hann og gott eptirmæli fær hann alls
staðar.
Charles Stuart Parnell varð bráðkvaddur að kalla aðfaranótt 7. dags
októbermánaðar. Hann hafði legið tvo næstu dagana á undan. Sömu
nótt dó í Lundúnum W. H. Smith, sem hafði á hendi forustu apturhalds-
manna í neðri málstofunni. En enginn tók eptir fráfalli hans. Því hér
hafði dauðinn að velli langt hinn írska skörung, sem enginn hafði getað
á kné komið, þangað til honum varð auðið að gera það sjálfur. Hefði
Parnell dáið sumarið 1889, þá hefði hann getið Bér hið mesta lof í sögu
Englands. Nú gekk hann í gröfina með óorði á sér, sem rýrir lofstír
hans. Og ekki varð honum að því, sem hann sagði á fundi sumarið 1891,
að hann mundi áður langt um liði standa yfir höfuðsvörðum öldungsins
Gladstone. Öll likindi voru til þess, því Gladstone var langtum meir en
mannsaldri eldri en Parnell. Þó voru allir Irar samtaka um að syrgja
Parnell, enda hefur hann reist írland meir við en nokkur maður síðan
O’Connell leið.
Jafnvegleg jarðarför og Parnells hefur ekki sézt í Dýflinni siðan 1847.
Það ár var O’Connell grafinn. Múgur og margmenni fylgdi út í kirkju-
garðinn Glasnevin, sem er eina enska milu vegar frá Dýflinni. Hestur
Parnells var leiddur í broddi fylkingar, söðlaður auðum söðli. Þeir af
þingmönnum íra, sem höfðu verið andstæðingar hans (andparnellitarnir),
þorðu ekki að fylgja honum til grafar.
Ludwig Windthorst var fæddur 1812 nálægt Osnabruck. Faðir hans
var kaþólskur bóndi. Hann átti að verða prestur, en hneigðist að lögum;