Skírnir

Volume

Skírnir - 01.07.1891, Page 50

Skírnir - 01.07.1891, Page 50
50 Mannalát'. Napóleons, þangað til keisaradæmið leið undir lok. Hann greiddi atkvæði 1870 móti ófriðnum gegn Þjóðverjum. Síðan hafðist hann ekki að, þang- að til hann var kosinn á þing 1871, og varð þá strax forseti þingsins. Hann var einn af þeim, sem bezt spornuðu við, 1877, að þjóðveldinu væri kollvarpað af Mae Mahon og hans fylgifiskum. Hann var forseti í neðri deild 1876—79. Árið 1879 varð hann þjóðveldisforseti eptir Mae Mahon. Hann var forseti með sóma og heiðri þangað til 1887. Það ár komst upp, að Wilson, tengdasonur hans, hafði dregið undir sig stórfé og svikið marga menn, en karlinn vissi ekkert uin það. Sagði ráðaneytið af sér, en hann reyndi að skipa annað og gat engu komið til leiðar. Leitaði hann til flokksforingja allra, en svo fór koll af kolli, að enginn vildi sinna hon- um. Hrökklaðist þá öldungurinn loksins ór sessi, og lifði síðan í kyrrþey. Hann var mjög sparneytinn og sparsamur maður og þótti Prökkum það að honum. En sómamaður var hann og gott eptirmæli fær hann alls staðar. Charles Stuart Parnell varð bráðkvaddur að kalla aðfaranótt 7. dags októbermánaðar. Hann hafði legið tvo næstu dagana á undan. Sömu nótt dó í Lundúnum W. H. Smith, sem hafði á hendi forustu apturhalds- manna í neðri málstofunni. En enginn tók eptir fráfalli hans. Því hér hafði dauðinn að velli langt hinn írska skörung, sem enginn hafði getað á kné komið, þangað til honum varð auðið að gera það sjálfur. Hefði Parnell dáið sumarið 1889, þá hefði hann getið Bér hið mesta lof í sögu Englands. Nú gekk hann í gröfina með óorði á sér, sem rýrir lofstír hans. Og ekki varð honum að því, sem hann sagði á fundi sumarið 1891, að hann mundi áður langt um liði standa yfir höfuðsvörðum öldungsins Gladstone. Öll likindi voru til þess, því Gladstone var langtum meir en mannsaldri eldri en Parnell. Þó voru allir Irar samtaka um að syrgja Parnell, enda hefur hann reist írland meir við en nokkur maður síðan O’Connell leið. Jafnvegleg jarðarför og Parnells hefur ekki sézt í Dýflinni siðan 1847. Það ár var O’Connell grafinn. Múgur og margmenni fylgdi út í kirkju- garðinn Glasnevin, sem er eina enska milu vegar frá Dýflinni. Hestur Parnells var leiddur í broddi fylkingar, söðlaður auðum söðli. Þeir af þingmönnum íra, sem höfðu verið andstæðingar hans (andparnellitarnir), þorðu ekki að fylgja honum til grafar. Ludwig Windthorst var fæddur 1812 nálægt Osnabruck. Faðir hans var kaþólskur bóndi. Hann átti að verða prestur, en hneigðist að lögum;
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.