Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 81
Danskar bókmenntir.
81
utan að, eins og steingjörvingar, en Danmörk er sett í forstreymi við
menntunarstraumamót. Mergurinn í þjóðerni þeirra er hálfbræddur og lin-
aður, af þvi að menntastraumarnir rekast á þarna eins og í hringiðu. Dess-
vegna er danskt þjóðerni eins og kvoða, sem má hnoða. Aðaleinkennið á
danskri þjóðlund er, að hún er mjúk og eptirlátsöm eins og hlaup, eins og
vax, í góðu og illu, gleypir við nýjum andlegum straumum og því, sem er
í för með þeim, skilur allt vel, en hikar og hangsar við að þrifa lífið báð-
um höndura, vill heldur hugsa og dreyma um verkið en vinna það, og verð-
ur því lítið úr verki. íslendingar, sem að eðlisfari eru likari Norðmönn-
um, eru ekki lausir við þessa dönsku draumadýrð, enda er von, að einhver
keimur frá þeim loði við oss eptir 500 ár.
Hjá engum dönskum manni eru þessar þjóðerniseinkunnir ljósari en hjá
J. P. Jacóbsen, enda hefur enginn haft meiri áhrif á rithátt hinnar ungu
kynslóðar, sem er að vaxa til vits og ára.
Árið 1864 er merkisár í Danmerkursögu. Þjöðin lauk ófriðnum við
Þjóðverja eins og maður, sem rís úr þungri legu eða úr sálarstríði. Hana
hafði dreymt stóra drauma um sjálfa sig, um krapta sína, ætlunarverk sitt,
framtíð sina, og foringjar hennar höfðu blásið undir sjálfsálitið með stór-
um orðum. Draumarnir molnuðu, mölbrotnuðu eins og brothætt gler, og
bak við þá var lífið nakið og bert. Danir sáu, að nú urðu þeir að leggja
sig niður við að fella sig við þetta líf. Um leið urðu þeir þess vai'-
ir, að stóru orðin, fimbulfambið, sem svo lengi hafði glamrað í veizlum
þeirra og skáldskap, var þurr hálmur, sem fuðraði upp og blossaði, en gaf
engau hita af sér. Kynslóðin, sem óx upp eptir 1864, sat i kuldanepju á
brunnum tóptum og vildi stryka yfir stóru orðin. Sumir sáu mest hringl-
and&nn í hinni hröpuðu dýrð og hæddust að henni með hörku og kulda;
sumir sáu að eins ógæfuna og létu sorgina buga sig. Sumir felldu sig við
hið beiska og bitra, sem ekki varð hjá komizt; sumir efuðust um allt og
fóru að hverfa öllu um, grafa allt út í æsar. Deir vildu ekki láta fara
fyrir sér eins og þjóðinni, binda fyrir augun á sér og láta limlesta sig.
Páir leituðust við að lækna sárin. Dau voru talin ólæknandi.
Allt þetta er á lopti hjá J. P. Jakobsen betur en hjá öðrum.
Hann fæddist í Thisted (Djóðu) á Jótlandi 1847, og dó þar 1884. Æfi
hans var ekki sérlega söguleg eða sögurík. Hann var vísindamaður og
gaf sig fremur öllu við grasafræði. Fyrsta rit hans var lærð ritgjörð um
jurtir þær, er nefnast „Desmidiceae11, og vann hann verðlaun háskólans.
Hann var líka visindamaður í skáldritum sínum, i sálarlýsingum, í
6
Sklrnir 1891.