Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 42
42 England.
Bretaveldi er rúmar 25 miljónir ferhyrningtkilometer á stærð og hefur
rúmar 350 miljónir íbúa.
England og Wales .................................29 miljónir 001,018
Skotland....................................... 4 — 033,103
írland......................................... 4 — 706,162
Mön.............................................„ — 055,598
Eyjar í sundinu milli Frakklands og Englands . „ — 092,272
ALls: 37 miíjónir 888,153
Mön og eyjarnar í sundinu hafa stjórn sér og eru því taldar sér í
manntalsskýrslunum ensku.
Á árinu 1890 fluttust 315,980 Englendingar, írar og Skotar úr landi
til Ameríku, Ástralíu og nýlendnanna.
Af írum eru 3,549,745 kaþólskir, 600,830 lúta hinni ensku kirkju,
446,687 eru „presbyteríanar" og lúta hinni skozku kirkju, 55,000 meþó-
distar o. s. frv. Má sjá af þessu, að Gladstone hefur nokkuð fyrir sér, er
hann fer að vilja hinna kaþólsku íra ofan í vilja hinna prótestantisku.
Lundúnaborg hafði 4,211,056 ibúa (með undirborgum og bæjum nær
5 miljónir), þá Glasgow 566,000, þá Liverpool 518,000, Manchester 506,000,
Birmingham 430,000, Leeds 368,000, Sheffield 325,000, Edinburgh 261,000
Belfast 256,000, Dýflin 255,000 o. s. frv. Glasgow er nú komin langt
fram úr Liverpool og er önnur stærsta borg á Stóra-Bretalandi. Edinburgh
er áttunda borgin i röðinni, en yrði sjöunda, ef Leith með 70,000 ibúa er
talin með henni. Belfast er komin fram úr Dýflinni og er mannflesta
borg á írlandi.
Fjárhagsárið, sem var á enda 31. marz 1891, voru tollar:
tóhakstollur ................................ 9,717,784 pund sterling
tollur af áfengum drykkjum ...................4,712,641 — —
— - tei ................................ 3,418,592 — —
— - víni................................ 1,319,527 — —
Indland, að fráteknum eyjum þeim, sem liggja undir það, en meðtöld-
um Birma og Belútsjistan, hefur rúmar 290 miijónir íbúa. Yið mauntalið
var talið til hins indverska keisaradæmis (The Indian Empire) Zanzibar-
eyjarnar við austurströnd Afríku með 210,000 íbúum og eyjar og eignir
við Rauðahafið (Aden, Socotora, Somaliströnd o. fl.). Hefur íbúatjöldinn
vaxið um 33'/2 milljón á 10 árum (1881—1891).
Eyj&r og landskikar, sem Englendingar eiga sunnan og austan til í
Asíu, hafa rúmar 5 miljónir íbúa.