Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1916, Side 23

Skírnir - 01.12.1916, Side 23
•Skirnir] Edda í kveðskap fyr og nú. 359 sem um þetta er, hvað bókarnafnið Edda þýðir, eða af .hverju það er dregið, þá er það ljóst og óhaggað, að Edda Snorra Sturlusonar e r skáldskaparfræði, og notin iþau tvenn, 1., að yngri skáldin nemi mál skáldskapar og heyi sér orðafjölda; 2., að menn skilji það, sem hulið er kveðið, skilji hinn forna kveðskap, og eru þau hin al- mennu not, er að bókinni mega verða. Það er eigi vitað, nær bókin fekk fyrst nafnið Edda, eða hvort Snorri nefndi svo bókina sjálfur. En svo segir í handriti þvi, er Upp- salabók heitir (Sn. E. A. M. II. 250)1): »Bók þessi heitir Edda. Hana heíir saman setta Snorri Sturlusonr eftir þeim hætti, sem hér er skipat*. Þarna kemur nafnið fyrir cg þarna segir, hver sé höfundur bókarinnar, og hefir aldrei þótt neinn efi á því leika, hvert væri nafn bókarinnar og hver væri liöfundur hennar. En »edda« er ekki að eins nafn bókarinnar, er Snorri samdi urn hinn forna kveðskap, heldur er orðið einnig haft um það efni, er um ræðir í bókinni, hinar fornu kenningar, ókend heiti og forn orð, sem skáldin notuðu i kveðskap sínum öld eftir öld fram á vora daga. Um þann kveðskap, er svo var háttað, var sagt, að hann væri edduborinn og eddukendur, og sér ekki á orð- unum, hvort í þeim er fólgið lof eða last eða hvorugt. En sú er merking orðanna, að notuð séu forn orð, ókend heiti og kenningar, sérstaklega kenningar, svo sem þetta kom fram í kveðskap fornmanna fyrir 1400 eða um það bil. Annað verður ljóst, þegar talað var um edduhnoð, sagt, að einhver visa eða eitthvert kvæði væri tómt eddu- hnoð, þá var það lastandi orð, og þótti þá ofmikið að því gert, að nota edduna. Mér kemur til hugar vísa eftir dr. Sveinbjörn Egilsson, sem margir munu kannast við enn og er prentuð í ljóðmælum hans; eg held, að hún hafi verið um eitt skeið hér um bil það, sem kallað er »hús- gangur«, og verið alkunn, en vísan er þessi: ‘) Stafsetning breytt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.