Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1916, Side 44

Skírnir - 01.12.1916, Side 44
380 Dúna Kvaran. Skírnir Gesturinn var ekki úr augsýn, þegar nýjan riddara bar að. Það var héraðslæknirinn, dr. Ingvar Espólín. Hann var ungur maður, einkasonur ekkju, sem hafði búið um mörg ár á litlu bóndabýli, sem lá undir Bólstað. Hún var fátæk nú, allar hennar eigur höfðu farið í að styrkja hann. »Komið þér sælar, Dúna Kvaran«, hrópaði hann af hestbaki yfir gerðið. »Ég stytti mér leið hér um, þvi ég er að fara til sjúklings yflr fjallið. En má ég vera svo djarfur að spyrja, hver var herrann, sem þér veifuðuð hendinni til núna áðan?« »Herra Einar Laxdal«. Skugga af misþóknun virtist bregða yfir augu hins unga manns. Svo kvaddi hann, sveiflaði kevrinu og reið á burt, syngjandi. Undir kvöld þennan sama dag varð Dúnu Kvaran litið upp til dalsins, þar sem hár foss féll niður af brún- inni, gegnum sí lithverfan regnbogaúða. Það var indæll staður, sem hún hafði ekki vitjað í fimm ár. Og hvað hann var töfrandi í dag! Dúna Kvaran lét söðla Hvít sinn. Það kólnaði með kvöldinu svo hún varð að klæða sig vel. Þó Dúna væri elsk að hestum, kærði hún sig ekki um að láta andstyggi- leg búkhár setjast í rauðjörpu reiðklæðin sín, svo hún fór að fornri venju og breiddi yflr klárinn áklæðið sitt þykka sem nálar ömmu hennar höfðu fagurlega búið skrautlegum ísaumum. Dúna Kvaran studdi tánni í lófa hestasveinsins og vatt sér á bak. Hún var ekki nein algeng reiðkona. Ánægjan af að ríða var fyrir henni ekki eingöngu að njóta unaðsins af hrynjandanum í prýðis-vel riðnu spori skepnunnar, heldur að innblása henni ástríðum til að geta knúið hana inn í fínustu tilbrigði vekurðarinnar og inn í svífandi vikivaka töltsins. Hún hleypti hestinum yflr fen, yfir urðir, en hvert lækjarfall sem hún fór yfir þvoði fætur hans hreinar af syndum vegarins og skilaði þeim? ljós-bleikum í hófskegginu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.