Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1916, Page 46

Skírnir - 01.12.1916, Page 46
382 Dúna Kvaran. [Skirnir’ »Lítið þér á«, byrjaði doktorinn af nýju, »hve fallega sólin lýsir upp bergsnösina. Eg vildi feginn doka hér við þangað til geislarnir ná hvönnunum og ljósið leikur í krónum þeirra«. »Það yrði of seint fyrir mig, því miður«, sagði stúlk- an, og settist niður aftur. »Dúna Kvaran!« Læknirinn ávarpaði hana í svo lágum hljóðum að- liún starði á hann undrandi. »Dúna Kvaran«, endurtók hann án þess að horfa á hana. »Er það ekki kynlegt, að dýpstu tilfinningar okkar leitast alt af við að sneiða hjá tjáningu?« »Eg er yður ekki samdóma«, svaraði ungfrú Kvaran. »Fyrir mér er tjáning menning. Fyrir menn með nútíðar fjölbreytni anda og tilfinninga, er tjáning eins nauðsynleg fyrir lífið eins og hún er fyrir listina. Guðir þagnarinnar eru dauðir«. »Þeir munu aldrei deyja«, svaraði hinn ungi maður,. »ekki svo lengi sem hóflæti sálarinnar verður talið með fegurstu mannlegum dygðum«. »Þögnin«, svaraði Dúna óðara, »er í eðli sínu afskifta- laus. Tjáning getur verið það lika. En veitið mér hjálp- yðar án orða og eg mun hafna henni«. »Þér eruð að leika yður að tómum öfgum«, mælti hinn ungi maður og leit upp, enn stórlátari orðinn við að sjá hana ekki þýðari í fasi«. En í einum svip tók sál hans hamskiftum. Hann horfði hugfanginn á Dúnu Kvaran, þar sem hún sat og iék sér með keyrið sitt við hlið hans í grasinu, í nær- skornum reiðjakkanum, með gullið hárið í einni stórri fiéttu, sem féll niður bakið. Sjálf sat hún hljóð, en henn- ar mælska fegurð hitaði upp hverja taug í hjarta hans,. kveikti í hverjum gneista af ástríðu hans. Varir hans lukust upp og lokuðust í munaðlegum titringi og hann heyrði sjálfan sig segja með vínheitum blæ yfir röddinnií »Gefið mér koss!«
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.