Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1916, Page 48

Skírnir - 01.12.1916, Page 48
384 Dúna Kvaran. [Skírnir Hann tók hana í faðm sinn og þrýsti löngum og eldheit- um kossi á varir hennar. . . . Dr. Espólín losaði tökin og strauk hendinni yfir ennið, í brosandi sundlun. Hann fann kossinn streyma eftir æðum 8Ínum eins og há-skamt af undursamlegu eitri. Hann iokaði augunum, utan við sig, í fullkomnum dvala af unaði, sem hann vaknaði af með hryllingi eftir fáein augnablik, í því að honum var hrundið óþyrmilega niður brekkuna af höndum konunnar sem hann hafði kyst. I því hann rann niður eftir, án þess að mega ná fótfestu í aurskriðunni sem hrundi niður brattan hamarinn, sá hann fyrir sér bráðan bana. Hann rendi augunum í síðasta sinn til Dúnu Kvaran, þar sem hún stóð ókvalráð á brún- inni, og honum var á svipstundu ljóst, að reiðin hafði fengið jafn ósjálfráð tök á henni eins og ástríður hans höfðu fengið yfir honum skömmu áður. Fáeinar þver- handir fyrir neðan hann tók þverhnípi við af kleifinni og undir niðri beið hans gínandi gjögrið. Hann rann og rann, gróf og hjó öllum tíu fingrunum niður í aurinn, bar nær og nær brúninni, og nú — hrapaði hann! Dúna heyrði ekki andvarp frá honum. Hljóðlaust var hann dáinn! Hún fann ekki til neinnar iðrunar. Hann var fyrsti maður sem hafði dirfst að ráðast á hrein- leik hennar. Hann varð að bæta fyrir það, jafnvel þótt það kostaði lif hans. Undarleg tilfinning greip hana, ómótstæðileg löngun til að sjá hann. Henni óaði við að líta niður í djúpið, þar sem höfuð hans kynni að liggja sundurmolað við steinana. En hún varð að sjá hann, hún fann að hún gat ekki skilið við þennan stað án þess. Hvernig mundi hann líta út nú? Mundi andlit hans verða ósnortið? Eða ætli það flyti alt í blóði? Ef hún liti niður, kynni hún að mæta sjón sem mundi ásækja hana alla æfi. Það var betra að gera það ekki. Og með þeim ásetningi að gera það ekki, kom hún nær og nær barminum. Hvað var þetta? Hvannirnar bærðust! Hún þaut fram. Hann var lifandi! í hrapinu hafði hann náð taki í annan stöngulinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.