Skírnir - 01.12.1916, Page 48
384
Dúna Kvaran.
[Skírnir
Hann tók hana í faðm sinn og þrýsti löngum og eldheit-
um kossi á varir hennar. . . .
Dr. Espólín losaði tökin og strauk hendinni yfir ennið,
í brosandi sundlun. Hann fann kossinn streyma eftir
æðum 8Ínum eins og há-skamt af undursamlegu eitri.
Hann iokaði augunum, utan við sig, í fullkomnum dvala
af unaði, sem hann vaknaði af með hryllingi eftir fáein
augnablik, í því að honum var hrundið óþyrmilega niður
brekkuna af höndum konunnar sem hann hafði kyst. I
því hann rann niður eftir, án þess að mega ná fótfestu í
aurskriðunni sem hrundi niður brattan hamarinn, sá hann
fyrir sér bráðan bana. Hann rendi augunum í síðasta
sinn til Dúnu Kvaran, þar sem hún stóð ókvalráð á brún-
inni, og honum var á svipstundu ljóst, að reiðin hafði
fengið jafn ósjálfráð tök á henni eins og ástríður hans
höfðu fengið yfir honum skömmu áður. Fáeinar þver-
handir fyrir neðan hann tók þverhnípi við af kleifinni
og undir niðri beið hans gínandi gjögrið. Hann rann og
rann, gróf og hjó öllum tíu fingrunum niður í aurinn,
bar nær og nær brúninni, og nú — hrapaði hann!
Dúna heyrði ekki andvarp frá honum. Hljóðlaust
var hann dáinn! Hún fann ekki til neinnar iðrunar.
Hann var fyrsti maður sem hafði dirfst að ráðast á hrein-
leik hennar. Hann varð að bæta fyrir það, jafnvel þótt
það kostaði lif hans.
Undarleg tilfinning greip hana, ómótstæðileg löngun
til að sjá hann. Henni óaði við að líta niður í djúpið,
þar sem höfuð hans kynni að liggja sundurmolað við
steinana. En hún varð að sjá hann, hún fann að hún
gat ekki skilið við þennan stað án þess. Hvernig mundi
hann líta út nú? Mundi andlit hans verða ósnortið? Eða
ætli það flyti alt í blóði? Ef hún liti niður, kynni hún
að mæta sjón sem mundi ásækja hana alla æfi. Það var
betra að gera það ekki. Og með þeim ásetningi að gera
það ekki, kom hún nær og nær barminum. Hvað var
þetta? Hvannirnar bærðust! Hún þaut fram. Hann var
lifandi! í hrapinu hafði hann náð taki í annan stöngulinn.