Fjölnir - 01.01.1845, Side 20
20
hcldur er eiít eptir, og þegar [>að er tekið í reikninginn
og rjett inetið, j)á fær reikningurinn annan blæ, og
Island fer heldur aö verða ofan á í skuldaskiptunum.
Jað er verzlunarokið , sem ótalið er. 5að er sjálfsagt,
{>að er ekki hægt að meta jsað rjettilega. Jað er iíka
auðvitað, að svo er um j)aö, sein hvað annað, sem rangt
er og óskynsamlegt; j)aö er ekki Danmörku til jafn-
mikils hagnaðar og |)að er Islandi til skaða. En fiegar
vjer eigum að gjöra reikning Islendingar, er ekkert
sanngjarnlegra, enn vjer metum skaða vorn. Nú eru
kaup vor við Dani hjer urn bil 1,000,000 rdd.1 virði
á ári, eptir því, sem áður er sagt. Ætlum vjer engum
muni koma lil liugar, að ofreiknað sje, f)ó vjer virðum
svo, að vjer mundum fá einuin tíunda hlut meira fyrir
varning vorn, ef vjer mættum eiga kaup við aðrar þjóðir.
Verður þá fjártjóm vort (og hjer á^'kki við aö minnast
á anuan óhagnað, sem leiðir af verzlunarokinu) á árí
hverjn 100,000 rdd. ípað kemur ekki mál við oss Is-
lendinga, hvort þelta fje rennur í ríkissjóðinn eða ekki.
^egar vjer erum að meta skaða vorn, stendur oss öid-
ungis á sama, hvort ríkisstjórnin tekur sjálf fjeð eða
gefur það öðrum. Af þessu sjest, að Islendingar gjalda
til Danmerkur stór-mikið fje fram yfir það , sem varið
er af stjórninni beinlínis til þarfa laudsins. En við því
er að búast, einhver muni láta sjer um munn fara, vjer
ætturn eptir tiltölu að taka þátt í slikum gjöldum, sem
iniða til að styrkja og efla alit veidi Danakonunga. Jað
er og eflaust liarðla sanngjarnlegt, en allt kemur þá undir
því, að menn knnni rjett að meta, liver ríkisgjöld snerta
þannig ríkið allt, að þau nái einnig til Islendinga. Vjer
getum t. a. m. ekki skilið, að oss beri, Islendingum, að
taka þátt í útlátum þeiin , sem varið er til heriiðsins ,
eða til að greiöa rneð leigur af ríkisskuldunum. Hins
’) Hartnær (íundi Iilutinn af því gengur fyrir brennivín og önnur
vínföng.