Fjölnir - 01.01.1845, Page 30
30
sem komið er undir tilfinningunni (de gustihus non est
disputandum), og þegar teknar eru tvær bækur, önnur
með rómversku letri, en önnur með gotnesku, f)á kann
vera, aö gotneska letrið f)yki stundum fallegra fyrst í
stað; en beri maður opt saman gotneskt letur og
rómverskt, þá mun um síðir verða atkvæði manns, að
rómverska letrið sje fegra; því það er einfaldara, enn
gotneska letrið, og ekki nærri þvf eins hornótt; en
það er óspiilt eðli manns, að Ijúka lofsoröi á um það,
8em er rjett og þó einfalt (quae sunt recta et simplicia
laudantur).
3. Gotneska Ietrið reynir meira á augun; það gera
bornin, krókarnir og angarnir, sem á því og út úr því eru;
því það gefur að skilja, að augað hefur eptir því meira
erfiði, sein letrið er brotnara, þar eð það verður að
fylgja hverjum drætti, og þar sem læknar segja, að
þeim, sem málfræði iðka, sje liættast við augnveiki, þá
mun það ekki koma til af því, að þeir lesi meira, enn
þeir, sem stunda önnur vísindi, heldur af hinu, að þeir
fást opt við ýmislegri og brotnari leturtegundir. Afleið-
ingarnar af slíkri áreynslu eru að sönnu ekki vanar að sýna
sig í bráð, en koina þó síðar fram, jafnvel þótt sjónin
haíi verið góð í upphafi; því dropinn liolar harðan stein.
4. Latínuletrið tíðkast nú í mestöllum þeim hluta
heimsius, er mestri inenntun hefur náð. jþessar tungur
í Norðurálfu eru ritaðar með latfnustöfum: a) enska,
sein tíðkuð er hjer um bii af 17 milíónum 1 á Eng-
landi, Irlandi og Skotlandi; b) hinar keltnesku mállýzk-
ur á Englandi, Skotlandi, Irlandi og Frakklandi, tíðk-
aðar af eitlhvað 12 milíónum2; c) þau mál af þjóð-
versku kyni, sem töluð eru í Belgíu og Niðurlöndum af
Valónum, Flæmingjum, Frísum og Hollendingum ; en
‘) og eitthvað 13,000 Gjðinga. Berghaus i Altgemeine Lan-
der- und Völkerkunde, á 319. bls. í V. bd. (prent. 1843).
2) Berghaus í sama bandi sömu bókar á 77. og 318. bls.